Sarkozy ákærður fyrir spillingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 23:19 Nicolas Sarkozy, þáverandi forseti Frakklands, og Muammar Gaddafi, þáverandi einræðisherra í Líbíu, í París árið 2007. vísir/getty Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í dag ákærður fyrir spillingu og að hafa fjármagnað kosningabaráttu sína á ólöglegan hátt. Talið er að þáverandi einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi, hafi látið fé af hendi rakna í kosningasjóði Sarkozy árið 2007. Greint er frá málinu á vef frönsku fréttastofunnar AFP. Eftir fimm ára rannsókn og tvo daga af yfirheyrslum yfir Sarkozy á meðan hann var í haldi lögreglu telja dómarar í málinu að þeir hafi nú næg sönnunargögn til þess að ákæra forsetann fyrrverandi. Sarkozy var handtekinn í gær en látinn laus í kvöld. Hann neitar sök.Sonur Gaddafi haldið því fram að Sarkozy hafi fengið fé frá föður hans Sarkozy var forseti Frakklands á árunum 2007 til 2012. Auk spillingar og ólöglegrar fjármögnunar í kosningabaráttunni er hann einnig ákærður fyrir að leyna opinberu fé Líbíu. Sarkozy hefur sex mánuði til að áfrýja ákærunni. Talið er líklegt að hann geri það og þá þurfa dómararnir í málinu að ákveða hvort sönnunargögnin gegn forsetanum fyrrverandi séu næg til þess að fram fari réttarhöld yfir honum. Rannsakendur hafa unnið að málinu frá árinu 2013 en ýmsir sem tengjast Gaddafi hafa sagt að Sarkozy hafi þegið peninga frá honum árið 2007. Fjórum árum síðar studdi Frakkland, undir forystu Sarkozy, uppreisnarmenn í Líbíu í arabíska vorinu sem steyptu Gaddafi af stóli. Á meðal þeirra sem hafa haldið því fram að Sarkozy hafi tekið við fé frá Gaddafi er sonur einræðisherrans , Seif al-Islam.Ekki fyrsta málið sem Sarkozy er ákærður fyrir Sarkozy hefur áður sætt ákæru í tveimur öðrum málum. Annað snýr að fölsuðum reikningum sem gefnir voru út til þess að hylma yfir að of miklu fé hafði verið eytt í kosningabaráttu hans árið 2013. Hitt málið tengist dómara og snýr að áhrifum sem Sarkozy á að hafa reynt að beita. Flokksfélagar Sarkozy virðast styðja hann og hefur einn þeirra látið hafa það eftir sér að hann telji að málið allt sé hefndaraðgerð fyrrum stjórnvalda í Líbíu og frönsku dómarastéttarinnar sem eldaði grátt silfur við Sarkozy þegar hann sat á forsetastól. Tengdar fréttir Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi Rannsókn hefur staðið yfir frá 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn fyrrverandi er yfirheyrður. 20. mars 2018 09:36 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í dag ákærður fyrir spillingu og að hafa fjármagnað kosningabaráttu sína á ólöglegan hátt. Talið er að þáverandi einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi, hafi látið fé af hendi rakna í kosningasjóði Sarkozy árið 2007. Greint er frá málinu á vef frönsku fréttastofunnar AFP. Eftir fimm ára rannsókn og tvo daga af yfirheyrslum yfir Sarkozy á meðan hann var í haldi lögreglu telja dómarar í málinu að þeir hafi nú næg sönnunargögn til þess að ákæra forsetann fyrrverandi. Sarkozy var handtekinn í gær en látinn laus í kvöld. Hann neitar sök.Sonur Gaddafi haldið því fram að Sarkozy hafi fengið fé frá föður hans Sarkozy var forseti Frakklands á árunum 2007 til 2012. Auk spillingar og ólöglegrar fjármögnunar í kosningabaráttunni er hann einnig ákærður fyrir að leyna opinberu fé Líbíu. Sarkozy hefur sex mánuði til að áfrýja ákærunni. Talið er líklegt að hann geri það og þá þurfa dómararnir í málinu að ákveða hvort sönnunargögnin gegn forsetanum fyrrverandi séu næg til þess að fram fari réttarhöld yfir honum. Rannsakendur hafa unnið að málinu frá árinu 2013 en ýmsir sem tengjast Gaddafi hafa sagt að Sarkozy hafi þegið peninga frá honum árið 2007. Fjórum árum síðar studdi Frakkland, undir forystu Sarkozy, uppreisnarmenn í Líbíu í arabíska vorinu sem steyptu Gaddafi af stóli. Á meðal þeirra sem hafa haldið því fram að Sarkozy hafi tekið við fé frá Gaddafi er sonur einræðisherrans , Seif al-Islam.Ekki fyrsta málið sem Sarkozy er ákærður fyrir Sarkozy hefur áður sætt ákæru í tveimur öðrum málum. Annað snýr að fölsuðum reikningum sem gefnir voru út til þess að hylma yfir að of miklu fé hafði verið eytt í kosningabaráttu hans árið 2013. Hitt málið tengist dómara og snýr að áhrifum sem Sarkozy á að hafa reynt að beita. Flokksfélagar Sarkozy virðast styðja hann og hefur einn þeirra látið hafa það eftir sér að hann telji að málið allt sé hefndaraðgerð fyrrum stjórnvalda í Líbíu og frönsku dómarastéttarinnar sem eldaði grátt silfur við Sarkozy þegar hann sat á forsetastól.
Tengdar fréttir Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi Rannsókn hefur staðið yfir frá 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn fyrrverandi er yfirheyrður. 20. mars 2018 09:36 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi Rannsókn hefur staðið yfir frá 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn fyrrverandi er yfirheyrður. 20. mars 2018 09:36
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent