Sarkozy ákærður fyrir spillingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 23:19 Nicolas Sarkozy, þáverandi forseti Frakklands, og Muammar Gaddafi, þáverandi einræðisherra í Líbíu, í París árið 2007. vísir/getty Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í dag ákærður fyrir spillingu og að hafa fjármagnað kosningabaráttu sína á ólöglegan hátt. Talið er að þáverandi einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi, hafi látið fé af hendi rakna í kosningasjóði Sarkozy árið 2007. Greint er frá málinu á vef frönsku fréttastofunnar AFP. Eftir fimm ára rannsókn og tvo daga af yfirheyrslum yfir Sarkozy á meðan hann var í haldi lögreglu telja dómarar í málinu að þeir hafi nú næg sönnunargögn til þess að ákæra forsetann fyrrverandi. Sarkozy var handtekinn í gær en látinn laus í kvöld. Hann neitar sök.Sonur Gaddafi haldið því fram að Sarkozy hafi fengið fé frá föður hans Sarkozy var forseti Frakklands á árunum 2007 til 2012. Auk spillingar og ólöglegrar fjármögnunar í kosningabaráttunni er hann einnig ákærður fyrir að leyna opinberu fé Líbíu. Sarkozy hefur sex mánuði til að áfrýja ákærunni. Talið er líklegt að hann geri það og þá þurfa dómararnir í málinu að ákveða hvort sönnunargögnin gegn forsetanum fyrrverandi séu næg til þess að fram fari réttarhöld yfir honum. Rannsakendur hafa unnið að málinu frá árinu 2013 en ýmsir sem tengjast Gaddafi hafa sagt að Sarkozy hafi þegið peninga frá honum árið 2007. Fjórum árum síðar studdi Frakkland, undir forystu Sarkozy, uppreisnarmenn í Líbíu í arabíska vorinu sem steyptu Gaddafi af stóli. Á meðal þeirra sem hafa haldið því fram að Sarkozy hafi tekið við fé frá Gaddafi er sonur einræðisherrans , Seif al-Islam.Ekki fyrsta málið sem Sarkozy er ákærður fyrir Sarkozy hefur áður sætt ákæru í tveimur öðrum málum. Annað snýr að fölsuðum reikningum sem gefnir voru út til þess að hylma yfir að of miklu fé hafði verið eytt í kosningabaráttu hans árið 2013. Hitt málið tengist dómara og snýr að áhrifum sem Sarkozy á að hafa reynt að beita. Flokksfélagar Sarkozy virðast styðja hann og hefur einn þeirra látið hafa það eftir sér að hann telji að málið allt sé hefndaraðgerð fyrrum stjórnvalda í Líbíu og frönsku dómarastéttarinnar sem eldaði grátt silfur við Sarkozy þegar hann sat á forsetastól. Tengdar fréttir Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi Rannsókn hefur staðið yfir frá 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn fyrrverandi er yfirheyrður. 20. mars 2018 09:36 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í dag ákærður fyrir spillingu og að hafa fjármagnað kosningabaráttu sína á ólöglegan hátt. Talið er að þáverandi einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi, hafi látið fé af hendi rakna í kosningasjóði Sarkozy árið 2007. Greint er frá málinu á vef frönsku fréttastofunnar AFP. Eftir fimm ára rannsókn og tvo daga af yfirheyrslum yfir Sarkozy á meðan hann var í haldi lögreglu telja dómarar í málinu að þeir hafi nú næg sönnunargögn til þess að ákæra forsetann fyrrverandi. Sarkozy var handtekinn í gær en látinn laus í kvöld. Hann neitar sök.Sonur Gaddafi haldið því fram að Sarkozy hafi fengið fé frá föður hans Sarkozy var forseti Frakklands á árunum 2007 til 2012. Auk spillingar og ólöglegrar fjármögnunar í kosningabaráttunni er hann einnig ákærður fyrir að leyna opinberu fé Líbíu. Sarkozy hefur sex mánuði til að áfrýja ákærunni. Talið er líklegt að hann geri það og þá þurfa dómararnir í málinu að ákveða hvort sönnunargögnin gegn forsetanum fyrrverandi séu næg til þess að fram fari réttarhöld yfir honum. Rannsakendur hafa unnið að málinu frá árinu 2013 en ýmsir sem tengjast Gaddafi hafa sagt að Sarkozy hafi þegið peninga frá honum árið 2007. Fjórum árum síðar studdi Frakkland, undir forystu Sarkozy, uppreisnarmenn í Líbíu í arabíska vorinu sem steyptu Gaddafi af stóli. Á meðal þeirra sem hafa haldið því fram að Sarkozy hafi tekið við fé frá Gaddafi er sonur einræðisherrans , Seif al-Islam.Ekki fyrsta málið sem Sarkozy er ákærður fyrir Sarkozy hefur áður sætt ákæru í tveimur öðrum málum. Annað snýr að fölsuðum reikningum sem gefnir voru út til þess að hylma yfir að of miklu fé hafði verið eytt í kosningabaráttu hans árið 2013. Hitt málið tengist dómara og snýr að áhrifum sem Sarkozy á að hafa reynt að beita. Flokksfélagar Sarkozy virðast styðja hann og hefur einn þeirra látið hafa það eftir sér að hann telji að málið allt sé hefndaraðgerð fyrrum stjórnvalda í Líbíu og frönsku dómarastéttarinnar sem eldaði grátt silfur við Sarkozy þegar hann sat á forsetastól.
Tengdar fréttir Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi Rannsókn hefur staðið yfir frá 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn fyrrverandi er yfirheyrður. 20. mars 2018 09:36 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi Rannsókn hefur staðið yfir frá 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn fyrrverandi er yfirheyrður. 20. mars 2018 09:36