Lék í fræga 1-1 jafnteflinu á Íslandi 1998 og mætir nú með HM-styttuna til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 08:00 Christian Karembeu með HM-styttuna. Instagram/trophytour Haustið 1998 mættu nýkrýndir heimsmeistarar Frakka á Laugardalsvöllinn og náðu bara 1-1 jafntefli á móti litla Íslandi. Nú mætir einn af byrjunarliðsmönnum liðsins aftur til Íslands. Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eina sanna HM-stytta koma til Íslands í boði Coca-Cola en íslenska keppir í fyrsta sinn um hana á HM í Rússlandi í sumar. KSÍ segir frá. HM-styttan fór í þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa og er þetta í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts. Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar. Með í för er fyrrum franski landsliðsmaðurinn Christian Karembeu sem lék 53 landsleiki fyrir Frakka og var í liði Frakka sem hampaði títtnefndum bikar árið 1998 sem og varð Evrópumeistari árið 2000. Karembau verður ásamt bikarnum í Smáralindinni, sunnudaginn 25. mars á milli kl. 14 - 18. Name a better date. Happy Valentine’s Day! A post shared by Trophy Tour (@trophytour) on Feb 14, 2018 at 10:41am PST Karembau er ekki að koma í fyrsta sinn til Íslands á vegum fótboltans. Hann var líka hér á landi vegna sögulegs leiks Íslands og Frakklands fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Leikur franska landsliðsins á móti Íslandi 5. september 1998 var fyrsti leikur Frakka og Íslendinga í undankeppni EM 2000 og fyrsti keppnisleikur Frakka eftir að þeir unnu sinn fyrsta og eina heimsmeistaratitil sumarið 1998. Karembeu var í byrjunarliði Frakka í 3-0 sigri á Brasilíu í úrslitaleiknum á Stade de France 12. júlí 1998 og hann var líka í byrjunarliðinu tæpum tveimur mánuðum síðar. Christian Karembeu var þarna leikmaður Real Madrid og spilaði allan leikinn á móti Íslandi. Hann var nálægt þegar Ríkharður Daðason stakk sér framfyrir markvörðinn Fabien Barthez á 32. mínútu og skallaði boltann í markið. Christophe Dugarry náði að jafna metin fyrir Frakka fjórum mínútum síðar en lengra komust þeir ekki. Íslenska þjóðin fagnaði eins og um sigur hafði verið að ræða og í seinni leiknum út í Frakklandi ári seinna þá þurftu Frakkar að hafa mikið fyrir 3-2 sigri. Frakkar fóru hinsvegar á EM 2000 og unnu annað stórmótið í röð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar Sjá meira
Haustið 1998 mættu nýkrýndir heimsmeistarar Frakka á Laugardalsvöllinn og náðu bara 1-1 jafntefli á móti litla Íslandi. Nú mætir einn af byrjunarliðsmönnum liðsins aftur til Íslands. Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eina sanna HM-stytta koma til Íslands í boði Coca-Cola en íslenska keppir í fyrsta sinn um hana á HM í Rússlandi í sumar. KSÍ segir frá. HM-styttan fór í þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa og er þetta í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts. Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar. Með í för er fyrrum franski landsliðsmaðurinn Christian Karembeu sem lék 53 landsleiki fyrir Frakka og var í liði Frakka sem hampaði títtnefndum bikar árið 1998 sem og varð Evrópumeistari árið 2000. Karembau verður ásamt bikarnum í Smáralindinni, sunnudaginn 25. mars á milli kl. 14 - 18. Name a better date. Happy Valentine’s Day! A post shared by Trophy Tour (@trophytour) on Feb 14, 2018 at 10:41am PST Karembau er ekki að koma í fyrsta sinn til Íslands á vegum fótboltans. Hann var líka hér á landi vegna sögulegs leiks Íslands og Frakklands fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Leikur franska landsliðsins á móti Íslandi 5. september 1998 var fyrsti leikur Frakka og Íslendinga í undankeppni EM 2000 og fyrsti keppnisleikur Frakka eftir að þeir unnu sinn fyrsta og eina heimsmeistaratitil sumarið 1998. Karembeu var í byrjunarliði Frakka í 3-0 sigri á Brasilíu í úrslitaleiknum á Stade de France 12. júlí 1998 og hann var líka í byrjunarliðinu tæpum tveimur mánuðum síðar. Christian Karembeu var þarna leikmaður Real Madrid og spilaði allan leikinn á móti Íslandi. Hann var nálægt þegar Ríkharður Daðason stakk sér framfyrir markvörðinn Fabien Barthez á 32. mínútu og skallaði boltann í markið. Christophe Dugarry náði að jafna metin fyrir Frakka fjórum mínútum síðar en lengra komust þeir ekki. Íslenska þjóðin fagnaði eins og um sigur hafði verið að ræða og í seinni leiknum út í Frakklandi ári seinna þá þurftu Frakkar að hafa mikið fyrir 3-2 sigri. Frakkar fóru hinsvegar á EM 2000 og unnu annað stórmótið í röð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar Sjá meira