NBA: „Þetta var líklega stærsta skotið mitt á ferlinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 07:30 Marcus Morris og félagar hans í Boston liðinu voru kátir í leikslok. Vísir/Getty Boston Celtics stöðvaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir æsispennandi leik. Houston Rockets endaði líka aðra og mun lengri sigurgöngu Portland Trail Blazers.Marcus Morris tryggði Boston Celtics 100-99 sigur á Oklahoma City Thunder þegar hann skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 1,2 sekúndurm fyrir leikslok. Með þessu endaði Boston liðið sex leikja sigurgöngu Oklahoma City. „Þetta er líklega stærsta skotið mitt á ferlinum. Ég hef náð að jafna nokkrum sinnum í lokin en þetta var í fyrsta sinn sem ég næ að skora sigurkörfuna,“ sagði Marcus Morris eftir leikinn.The Celtics trailed by 5 with 16.8 seconds to go and won. Entering today, teams were 0-884 this season when trailing by 5 or more points in the final 20 seconds of the game. pic.twitter.com/pgZ87K2gbv — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 21, 2018 OKC var 75-65 yfir í þriðja leikhlutanum, var með 98-92 forystu þegar tuttugu sekúndur voru eftir og var síðan með 99-97 forystu þegar Carmelo Anthony fór á vítalínuna 7,7 sekúndum fyrir leikslok. Anthony klikkaði hinsvegar á báðum vítunum sínum og Boston fékk síðustu sóknina með möguleika á því að vinna leikinn. „Þetta var erfitt skot. Við getum lifað með því að hann taki svona skot og hann fær hrós fyrir að setja það niður,“ sagði OKC maðurinn Paul George eftir leikinn. Jayson Tatum var með 23 stig og 11 fráköst fyrir Boston Celtics og Marcus Morris skoraði 21 stig. Russell Westbrook var með 27 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Thunder.James Harden var frábær þegar Houston Rockets endaði þrettán leikja sigurgöngu Portland Trail Blazers. Harden skoraði 42 stig í 115-111 sigri og var einnig með 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Chris Paul var með 22 stig fyrir Houston liðið sem vann sinn sjötta leik í röð og sinn 23. sigur í síðustu 24 leikjum. Saman hittu þeir Harden og Paul úr 10 af 17 þriggja stiga skotum sínum en Haden nýtti 5 af 7. Al-Farouq Aminu var með 22 stig fyrir Portland liðið og Jusuf Nurkic bætti við 21 stigi og 11 fráköstum.Dennis Schroder skoraði 41 stig, það mesta sem hann hefur skorað í leik á ferlinum, þegar hann hjálpaði liði sínu Atlanta Hawks að vinna 99-94 sigur á Utah Jazz. Þetta var óvæntur sigur enda Atlanta lélegasta liðið á Austurströndinni og Utah Jazz búið að vinna níu leiki í röð.Karl-Anthony Towns var með 30 stig og 10 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 123-109 heimasigur á Los Angeles Clippers en þetta var í sextugasta sinn sem Towns nær tvennu í vetur. Jeff Teague var síðan með 20 stig og 12 stoðsendingar. Anthony Davis skoraði 37 stig og hitti úr 15 af 21 skoti sínu þegar New Orleans Pelicans vann Dallas Mavericks 115-105 og það án Jrue Holiday. Rajon Rondo var með 19 stig og 14 stoðsendingar fyrir Pelíkanana. Dirk Nowitzki og Harrison Barnes skoruðu báðir 19 stig fyrir Dallas.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Houston Rockets 111-115 Phoenix Suns - Detroit Pistons 88-115 Utah Jazz - Atlanta Hawks 94-99 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 100-99 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Clippers 123-109 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 115-105 Orlando Magic - Toronto Raptors 86-93 NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Boston Celtics stöðvaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir æsispennandi leik. Houston Rockets endaði líka aðra og mun lengri sigurgöngu Portland Trail Blazers.Marcus Morris tryggði Boston Celtics 100-99 sigur á Oklahoma City Thunder þegar hann skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 1,2 sekúndurm fyrir leikslok. Með þessu endaði Boston liðið sex leikja sigurgöngu Oklahoma City. „Þetta er líklega stærsta skotið mitt á ferlinum. Ég hef náð að jafna nokkrum sinnum í lokin en þetta var í fyrsta sinn sem ég næ að skora sigurkörfuna,“ sagði Marcus Morris eftir leikinn.The Celtics trailed by 5 with 16.8 seconds to go and won. Entering today, teams were 0-884 this season when trailing by 5 or more points in the final 20 seconds of the game. pic.twitter.com/pgZ87K2gbv — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 21, 2018 OKC var 75-65 yfir í þriðja leikhlutanum, var með 98-92 forystu þegar tuttugu sekúndur voru eftir og var síðan með 99-97 forystu þegar Carmelo Anthony fór á vítalínuna 7,7 sekúndum fyrir leikslok. Anthony klikkaði hinsvegar á báðum vítunum sínum og Boston fékk síðustu sóknina með möguleika á því að vinna leikinn. „Þetta var erfitt skot. Við getum lifað með því að hann taki svona skot og hann fær hrós fyrir að setja það niður,“ sagði OKC maðurinn Paul George eftir leikinn. Jayson Tatum var með 23 stig og 11 fráköst fyrir Boston Celtics og Marcus Morris skoraði 21 stig. Russell Westbrook var með 27 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Thunder.James Harden var frábær þegar Houston Rockets endaði þrettán leikja sigurgöngu Portland Trail Blazers. Harden skoraði 42 stig í 115-111 sigri og var einnig með 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Chris Paul var með 22 stig fyrir Houston liðið sem vann sinn sjötta leik í röð og sinn 23. sigur í síðustu 24 leikjum. Saman hittu þeir Harden og Paul úr 10 af 17 þriggja stiga skotum sínum en Haden nýtti 5 af 7. Al-Farouq Aminu var með 22 stig fyrir Portland liðið og Jusuf Nurkic bætti við 21 stigi og 11 fráköstum.Dennis Schroder skoraði 41 stig, það mesta sem hann hefur skorað í leik á ferlinum, þegar hann hjálpaði liði sínu Atlanta Hawks að vinna 99-94 sigur á Utah Jazz. Þetta var óvæntur sigur enda Atlanta lélegasta liðið á Austurströndinni og Utah Jazz búið að vinna níu leiki í röð.Karl-Anthony Towns var með 30 stig og 10 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 123-109 heimasigur á Los Angeles Clippers en þetta var í sextugasta sinn sem Towns nær tvennu í vetur. Jeff Teague var síðan með 20 stig og 12 stoðsendingar. Anthony Davis skoraði 37 stig og hitti úr 15 af 21 skoti sínu þegar New Orleans Pelicans vann Dallas Mavericks 115-105 og það án Jrue Holiday. Rajon Rondo var með 19 stig og 14 stoðsendingar fyrir Pelíkanana. Dirk Nowitzki og Harrison Barnes skoruðu báðir 19 stig fyrir Dallas.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Houston Rockets 111-115 Phoenix Suns - Detroit Pistons 88-115 Utah Jazz - Atlanta Hawks 94-99 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 100-99 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Clippers 123-109 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 115-105 Orlando Magic - Toronto Raptors 86-93
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira