Innlent

Heldur sljákkar í veðurleiðindum

Jakob Bjarnar skrifar
Einar Sveinbjörnsson. Hitatölur eru á uppleið er áfram er spáð vindi og úrkomu.
Einar Sveinbjörnsson. Hitatölur eru á uppleið er áfram er spáð vindi og úrkomu. visir/auðunn
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú taki að sljákka í þessum kalsa í veðrinu.

„Veður fer að lagast hvað hita varðar. Spáð ágætu á morgun, víða 7-9 stiga hita á láglendi, þó skýjað verði og einhver úrkoma, reyndar samfelld um austurhluta landsins,“ segir Einar í samtali við Vísi.

En, það er svo sem engin sælutíð í vændum næstu daga þó hitastigið skáni.

„Áfram er þó spáð lægðum að minnsta kosti fram að helgi, vindasamt með köflum og úrkoma. Eitthvað hlýrra, en heldur samt áfram að snjóa í hæstu fjöll í stað vorleysingar sem oft, en alls ekki alltaf, er farin af stað þegar vika er af maí.“

Einar segist ekki hafa á hraðbergi upplýsingar um hvort þetta vor fari í sögubækur sem eitt hið leiðinlegasta veðurfarslega.


Tengdar fréttir

Lægðir á leiðinni

Éljagangi síðustu daga er nú lokið í bili að sögn Veðurstofunnar og við tekur heldur hlýrri suðlæg átt í dag með rigningu eða súld, en úrkomulítið veður verður norðaustantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×