Má ekki fara úr yfirhöfn á almannafæri Ritstjórn skrifar 5. febrúar 2018 20:30 Katrín hertogaynja af Cambridge í opinberri heimsókn í Noregi. Glamour/Getty Þær eru sko margar reglurnar sem breska prinsessan, Katrín hertogaynja af Cambridge, þarf að fylgja og leggja á minnið. Sumar sem má alveg fara að íhuga að endurskoða. Ein af þeim er sú að prinsessan má ekki klæða sig úr yfirhöfn á almannafæri. Það vakti nefnilega athygli þegar Katrín sat í ullarkápu inni, í kaffiboði með Hákoni Noregsprins, Mette Marit og eiginmanni sínum Vilhjálmi Bretaprins en þau voru öll í peysum. Samkvæmt reglunum þykir það ekki prinsessum sæmandi að afklæðast á almannafæri, og ef maður þarf akút að afklæðast þarf að gera það fjarri myndavélum og fólki. Það er bandaríska Glamour sem segir frá þessu. Fleiri reglur eru að breskar prinsessur mega ekki nota rautt naglalakk, vera með litla handtösku við opinbera viðburð og mega alls ekki nota kórónu ef þær eru ógiftar. Ekki fylgir sögunni hvort það sama eigi við um prinsa ... Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir heimilið Glamour Geysir frumsýnir vetrarlínuna með pompi og pragt Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Leonardo DiCaprio er hinn fullkomni kærasti Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour Seiðandi smokeyförðun Glamour
Þær eru sko margar reglurnar sem breska prinsessan, Katrín hertogaynja af Cambridge, þarf að fylgja og leggja á minnið. Sumar sem má alveg fara að íhuga að endurskoða. Ein af þeim er sú að prinsessan má ekki klæða sig úr yfirhöfn á almannafæri. Það vakti nefnilega athygli þegar Katrín sat í ullarkápu inni, í kaffiboði með Hákoni Noregsprins, Mette Marit og eiginmanni sínum Vilhjálmi Bretaprins en þau voru öll í peysum. Samkvæmt reglunum þykir það ekki prinsessum sæmandi að afklæðast á almannafæri, og ef maður þarf akút að afklæðast þarf að gera það fjarri myndavélum og fólki. Það er bandaríska Glamour sem segir frá þessu. Fleiri reglur eru að breskar prinsessur mega ekki nota rautt naglalakk, vera með litla handtösku við opinbera viðburð og mega alls ekki nota kórónu ef þær eru ógiftar. Ekki fylgir sögunni hvort það sama eigi við um prinsa ...
Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir heimilið Glamour Geysir frumsýnir vetrarlínuna með pompi og pragt Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Leonardo DiCaprio er hinn fullkomni kærasti Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour Seiðandi smokeyförðun Glamour