Vinsælustu vörur IKEA á Íslandi: Landinn sólginn í pizzadeigið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 12:00 Blái pokinn, BILLY-hillan, sprittkertin og LACK-borðið eru á meðal vinsælustu vara IKEA hér á landi. Ein af fréttum liðinnar viku var fregnin af andláti Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA. Kamprad lést þann 28. janúar síðastliðinn, 91 árs að aldri. Hann stofnaði IKEA árið 1943, þá aðeins 17 ára gamall, og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna allar götur síðan. Við þessi tímamót lék Vísi forvitni á að vita hvað væru vinsælustu vörur sænska húsgagnarisans hér á landi en IKEA opnaði sína fyrstu verslun hér árið 1981. Verslunin var þá deild innan Hagkaups í Skeifunni en fjórum árum síðar flutti hún í Hús verslunarinnar í Kringlunni. Níu árum síðar, eða árið 1994, opnaði IKEA síðan verslun sína í Holtagörðum og tólf árum síðar, árið 2006, opnaði verslunin sem enn er starfrækt í Kauptúni í Garðabæ.LACK-borðið kostaði fyrst 5000 krónur Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að listinn endurspegli söluna síðan verslunin opnaði í Kauptúni. Hins vegar hafi verið skipt nokkrum sinnum um tölvukerfi á þessum 37 árum IKEA á Íslandi og því sé listinn ekki hávísindalegur. „Síðustu þrjú til fjögur ár hefur pizzadeigið sem við framleiðum reyndar sjálf verið okkar mesti „bestseller“ með yfir 100 þúsund deig seld á ári. Í öðru sæti eru svo Glimma teljós, 100 saman í pakka,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Blái innkaupapokinn, sem heitir FRAKTA, er síðan sívinsæll og LACK-borðin sem hafa verið seld í IKEA á Íslandi síðan 1992. „Það má til gamans geta að þau kostuðu rúmlega 5000 krónur þá og það tók verkamann þrettán klukkustundir að vinna sér inn fyrir einu borði, eftir að hafa borgað skatt. Í dag kostar sama borð 950 krónur og er verkamaðurinn því í kringum hálftíma að vinna sér inn fyrir borðinu,“ segir Þórarinn. Það er því pizzadeigið sem landinn kaupir mest af í IKEA, margir eflaust fyrir föstudagspizzuna. Glimma-sprittkertin koma svo í 2. sæti enda nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið hér á klakanum. Aðrar vörur sem eru á meðal þeirra vinsælustu eru síðan LACK-borðin og LACK-hillur, MALM-vörulínan (kommóður, rúm og skrifborð), KLIPPAN-sófinn, BILLY-bókaskáparnir og RIBBA-rammar. Vinsælasti rétturinn á veitingastað IKEA eru síðan auðvitað sænsku kjötbollurnar. Tengdar fréttir Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30 Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Ein af fréttum liðinnar viku var fregnin af andláti Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA. Kamprad lést þann 28. janúar síðastliðinn, 91 árs að aldri. Hann stofnaði IKEA árið 1943, þá aðeins 17 ára gamall, og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna allar götur síðan. Við þessi tímamót lék Vísi forvitni á að vita hvað væru vinsælustu vörur sænska húsgagnarisans hér á landi en IKEA opnaði sína fyrstu verslun hér árið 1981. Verslunin var þá deild innan Hagkaups í Skeifunni en fjórum árum síðar flutti hún í Hús verslunarinnar í Kringlunni. Níu árum síðar, eða árið 1994, opnaði IKEA síðan verslun sína í Holtagörðum og tólf árum síðar, árið 2006, opnaði verslunin sem enn er starfrækt í Kauptúni í Garðabæ.LACK-borðið kostaði fyrst 5000 krónur Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að listinn endurspegli söluna síðan verslunin opnaði í Kauptúni. Hins vegar hafi verið skipt nokkrum sinnum um tölvukerfi á þessum 37 árum IKEA á Íslandi og því sé listinn ekki hávísindalegur. „Síðustu þrjú til fjögur ár hefur pizzadeigið sem við framleiðum reyndar sjálf verið okkar mesti „bestseller“ með yfir 100 þúsund deig seld á ári. Í öðru sæti eru svo Glimma teljós, 100 saman í pakka,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Blái innkaupapokinn, sem heitir FRAKTA, er síðan sívinsæll og LACK-borðin sem hafa verið seld í IKEA á Íslandi síðan 1992. „Það má til gamans geta að þau kostuðu rúmlega 5000 krónur þá og það tók verkamann þrettán klukkustundir að vinna sér inn fyrir einu borði, eftir að hafa borgað skatt. Í dag kostar sama borð 950 krónur og er verkamaðurinn því í kringum hálftíma að vinna sér inn fyrir borðinu,“ segir Þórarinn. Það er því pizzadeigið sem landinn kaupir mest af í IKEA, margir eflaust fyrir föstudagspizzuna. Glimma-sprittkertin koma svo í 2. sæti enda nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið hér á klakanum. Aðrar vörur sem eru á meðal þeirra vinsælustu eru síðan LACK-borðin og LACK-hillur, MALM-vörulínan (kommóður, rúm og skrifborð), KLIPPAN-sófinn, BILLY-bókaskáparnir og RIBBA-rammar. Vinsælasti rétturinn á veitingastað IKEA eru síðan auðvitað sænsku kjötbollurnar.
Tengdar fréttir Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30 Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30