Erlent

Bretar varaðir við kulda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikill snjór verður í Bretlandi og kalt næstu daga.
Mikill snjór verður í Bretlandi og kalt næstu daga. vísir/epa
Búist er við því að nú fari í hönd kaldasta vika vetrar í Bretlandi. Breska veðurstofan hvetur íbúa þar til að búa sig undir snjó og ísingu.

Reiknað er með því að hiti verði víðast hvar undir frostmarki og geti farið niður í allt að -7 gráður

Þá er gert ráð fyrir að eins til þriggja sentimetra snjór gæti fallið inn til lands.

„Þetta verður köld vika, víða verður veður þurrt en annars staðar verður snjókoma,“ segir Craig Snell veðurfræðingur.

Búist er við að ekki fari að hlýna fyrr en um miðja næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×