Fjárhagsaðstoð og mannréttindabrot Vilborg Oddsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 07:00 Hvert leitar fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun og getur ekki framfleytt sér eða fjölskyldu sinni? Síðasta „stoppistöðin“ í velferðarkerfinu er fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna sem sveitarfélög eru skyldug til að vera með samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna. Hverju og einu sveitarfélagi er heimilt að setja sínar eigin reglur um fjárhagsaðstoðina og eru upphæðir mjög mismunandi, án sýnilegs rökstuðnings. Árið 2017 greiddi Reykjavík hæstu upphæðina, allt að 184.833 kr. á mánuði til einstaklings 18 ára og eldri. Önnur sveitarfélög greiddu minna og gat munað tugum þúsunda á milli sveitarfélaga, jafnvel hjá sveitarfélögum sem mynduðu saman eitt félagsþjónustusvæði. Í reglum sveitarfélaganna er fjárhagsaðstoðin ekki einstaklingsbundin þegar kemur að hjónum og sambúðarfólki og tekjur maka skerða harkalega rétt til fjárhagsaðstoðar. Stuðningur við fjölskyldu barna sem búa við fátækt og félagslega einangrun er einnig mjög mismunandi, hvort sem um er að ræða upphæðir eða hvað er talið til tekna. Sama má segja um frístundastyrk sem getur skipt verulegu máli fyrir þátttöku barna í frístundum sem búa við fátækt og félagslega einangrun. Erfitt er að sjá hvernig þetta getur staðist ákvæði stjórnarskrár Íslands þar sem kveðið er á um að ekki má mismuna fólki og að öllum skal tryggður réttur í lögum til aðstoðar vegna m.a. örbirgðar. Í svokölluðum öryrkjadómum komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að einstaklingur, sem þess þarf, skuli eiga beinan og raunhæfan rétt til aðstoðar frá ríkinu og að sá réttur nýtur verndar stjórnarskrárinnar. Alþingi ber að setja lög sem tryggja öllum lágmarksrétt. Ekki er ásættanlegt að vísa ábyrgðinni á sveitarfélög. Því er það miður að í frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um félagsþjónustu sveitarfélaga sem nú liggur fyrir Alþingi skuli ekki vera skýr ákvæði um lágmarksframfærslu. EAPN á Íslandi skorar því á velferðarnefnd Alþingis að leggja til nauðsynlegar breytingar svo að mannréttindi fólks sem býr við fátækt og félagslega einangrun verði tryggð á Íslandi.Höfundur er félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Hvert leitar fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun og getur ekki framfleytt sér eða fjölskyldu sinni? Síðasta „stoppistöðin“ í velferðarkerfinu er fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna sem sveitarfélög eru skyldug til að vera með samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna. Hverju og einu sveitarfélagi er heimilt að setja sínar eigin reglur um fjárhagsaðstoðina og eru upphæðir mjög mismunandi, án sýnilegs rökstuðnings. Árið 2017 greiddi Reykjavík hæstu upphæðina, allt að 184.833 kr. á mánuði til einstaklings 18 ára og eldri. Önnur sveitarfélög greiddu minna og gat munað tugum þúsunda á milli sveitarfélaga, jafnvel hjá sveitarfélögum sem mynduðu saman eitt félagsþjónustusvæði. Í reglum sveitarfélaganna er fjárhagsaðstoðin ekki einstaklingsbundin þegar kemur að hjónum og sambúðarfólki og tekjur maka skerða harkalega rétt til fjárhagsaðstoðar. Stuðningur við fjölskyldu barna sem búa við fátækt og félagslega einangrun er einnig mjög mismunandi, hvort sem um er að ræða upphæðir eða hvað er talið til tekna. Sama má segja um frístundastyrk sem getur skipt verulegu máli fyrir þátttöku barna í frístundum sem búa við fátækt og félagslega einangrun. Erfitt er að sjá hvernig þetta getur staðist ákvæði stjórnarskrár Íslands þar sem kveðið er á um að ekki má mismuna fólki og að öllum skal tryggður réttur í lögum til aðstoðar vegna m.a. örbirgðar. Í svokölluðum öryrkjadómum komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að einstaklingur, sem þess þarf, skuli eiga beinan og raunhæfan rétt til aðstoðar frá ríkinu og að sá réttur nýtur verndar stjórnarskrárinnar. Alþingi ber að setja lög sem tryggja öllum lágmarksrétt. Ekki er ásættanlegt að vísa ábyrgðinni á sveitarfélög. Því er það miður að í frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um félagsþjónustu sveitarfélaga sem nú liggur fyrir Alþingi skuli ekki vera skýr ákvæði um lágmarksframfærslu. EAPN á Íslandi skorar því á velferðarnefnd Alþingis að leggja til nauðsynlegar breytingar svo að mannréttindi fólks sem býr við fátækt og félagslega einangrun verði tryggð á Íslandi.Höfundur er félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar