BRCA-arfberi vill tala meira um brakka Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2018 19:30 Árið 2014 voru amma Önnu Margrétar Bjarnadóttur og móðurbróðir með krabbamein. Á sama tíma greindist mamma hennar í annað skipti með krabbamein. „Þegar hún er á dánarbeðinu þá greinist ung frænka mín. Þá fær hún að vita að BRCA2 er í fjölskyldunni okkar," segir Anna Margrét. Tæplega eitt prósent íslensku þjóðarinnar er arfberar með meinvaldandi stökkbreytingu í öðru hvoru BRCA genanna. Af þessum hópi er talið að um 2400 manns séu með meinvaldandi breytingu í BRCA2 geni en stökkbreytingin eykur meðal annars líkur á brjósta- og eggjastokkakrabbameini. Eftir dauðsföllin í fjölskyldunni fór Anna Margrét í rannsókn og fékk að vita að hún bæri genið. „Og auðvitað bregður manni en á sama tíma fær maður ákveðið vald og vitund og getur gripið inn í.“ Og það gerði Anna. Hún lét fjarlægja brjóst, eggjastokka og eggjaleiðara en eftir aðgerðina fann hún að það vantaði meiri umræðu um BRCA og ákvað í samstarfi við Brakkasamtökin á Íslandi að standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður í Veröld - Húsi Vigdísar um næstu helgi. Þar verður til að mynda rætt um áfallið sem fjölskyldan getur orðið fyrir.Anna Margrét ásamt fjölskyldu sinni rétt fyrir aðgerðina stóru.„Auðvitað veltir maður fyrir sér hvort börnin beri genin og á ráðstefnunni við munum ræða hvernig við ræðum við börnin og unglingana um það að vera mögulegur arfberi," segir Anna en fólk getur látið athuga það um 20-25 ára aldur. Anna á þrjú börn og hefur rætt þetta við þau öll. „Við yngstu börnin mín þá ræddi ég dauðsföllin í fjölskyldunni en að ég ætlaði að grípa inn í svo ég fái ekki krabbamein. Unglingurinn vildi vita meira og ég talaði hreinskilningslega við hann um að hann gæti verið með genið.“ Allar frekari upplýsingar um fyrirlestra á ráðstefnunni Á Brakkann að sækja og heimildamyndir sem verða sýndar í tengslum við hana má finna á heimasíðu Brakkasamtakanna. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Árið 2014 voru amma Önnu Margrétar Bjarnadóttur og móðurbróðir með krabbamein. Á sama tíma greindist mamma hennar í annað skipti með krabbamein. „Þegar hún er á dánarbeðinu þá greinist ung frænka mín. Þá fær hún að vita að BRCA2 er í fjölskyldunni okkar," segir Anna Margrét. Tæplega eitt prósent íslensku þjóðarinnar er arfberar með meinvaldandi stökkbreytingu í öðru hvoru BRCA genanna. Af þessum hópi er talið að um 2400 manns séu með meinvaldandi breytingu í BRCA2 geni en stökkbreytingin eykur meðal annars líkur á brjósta- og eggjastokkakrabbameini. Eftir dauðsföllin í fjölskyldunni fór Anna Margrét í rannsókn og fékk að vita að hún bæri genið. „Og auðvitað bregður manni en á sama tíma fær maður ákveðið vald og vitund og getur gripið inn í.“ Og það gerði Anna. Hún lét fjarlægja brjóst, eggjastokka og eggjaleiðara en eftir aðgerðina fann hún að það vantaði meiri umræðu um BRCA og ákvað í samstarfi við Brakkasamtökin á Íslandi að standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður í Veröld - Húsi Vigdísar um næstu helgi. Þar verður til að mynda rætt um áfallið sem fjölskyldan getur orðið fyrir.Anna Margrét ásamt fjölskyldu sinni rétt fyrir aðgerðina stóru.„Auðvitað veltir maður fyrir sér hvort börnin beri genin og á ráðstefnunni við munum ræða hvernig við ræðum við börnin og unglingana um það að vera mögulegur arfberi," segir Anna en fólk getur látið athuga það um 20-25 ára aldur. Anna á þrjú börn og hefur rætt þetta við þau öll. „Við yngstu börnin mín þá ræddi ég dauðsföllin í fjölskyldunni en að ég ætlaði að grípa inn í svo ég fái ekki krabbamein. Unglingurinn vildi vita meira og ég talaði hreinskilningslega við hann um að hann gæti verið með genið.“ Allar frekari upplýsingar um fyrirlestra á ráðstefnunni Á Brakkann að sækja og heimildamyndir sem verða sýndar í tengslum við hana má finna á heimasíðu Brakkasamtakanna.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira