Tottenham úr leik eftir háspennu á Wembley │ Sjáðu mörkin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. mars 2018 21:45 Juventus er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan leik gegn Tottenham á Wembley í kvöld. Eftir að hafa komið til baka og náð í 2-2 jafntefli gegn Juventus á Ítalíu var Tottenham í ágætri stöðu fyrir leikinn. Staða enska liðsins varð enn betri þegar Son Heung-min skoraði fyrir Tottenham á 39. mínútu leiksins og staðan í einvíginu var 3-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Tvö mörk á þremur mínútum frá Juventus snéru draumi Tottenham í martröð. Goonzalo Higuain jafnaði metin á 64. mínútu áður en Paulo Dybala skoraði sigurmarkið á 67. mínútu. Tottenham sótti stíft síðustu mínúturnar, Harry Kane skallaði í stöngina og Son átti þrumuskot sem fór rétt framhjá, en boltinn vildi ekki inn og Ítalirnir fara áfram eftir frábæran fótboltaleik á Wembley. Tottenham er fyrsta enska liðið sem dettur úr keppninni þetta árið en Juventus getur freistað þess að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Meistaradeild Evrópu
Juventus er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan leik gegn Tottenham á Wembley í kvöld. Eftir að hafa komið til baka og náð í 2-2 jafntefli gegn Juventus á Ítalíu var Tottenham í ágætri stöðu fyrir leikinn. Staða enska liðsins varð enn betri þegar Son Heung-min skoraði fyrir Tottenham á 39. mínútu leiksins og staðan í einvíginu var 3-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Tvö mörk á þremur mínútum frá Juventus snéru draumi Tottenham í martröð. Goonzalo Higuain jafnaði metin á 64. mínútu áður en Paulo Dybala skoraði sigurmarkið á 67. mínútu. Tottenham sótti stíft síðustu mínúturnar, Harry Kane skallaði í stöngina og Son átti þrumuskot sem fór rétt framhjá, en boltinn vildi ekki inn og Ítalirnir fara áfram eftir frábæran fótboltaleik á Wembley. Tottenham er fyrsta enska liðið sem dettur úr keppninni þetta árið en Juventus getur freistað þess að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti