Vilja ekki múr á milli Evrópu og Bretlands eftir Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 14:42 Tusk virtist ekki vongóður um að markmið ESB og bresku ríkisstjórnarinnar varðandi Brexit væru samrýmanleg. Vísir/AFP Bretland og ríki Evrópusambandsins munu reka í sundur eftir Brexit en sambandið vill ekki reisa veggi. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þegar hann kynnti drög að stefnu ESB fyrir viðræður um samband þess við Breta eftir Brexit. Tusk sagði að ESB vildi „metnaðarfullan og þróaðan“ fríverslunarsamning við Breta með engum tollum á vörur. Á hinn bóginn myndi samkomulag ekki gera viðskipti Breta og aðildarríkjanna auðveldari, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta mun gera þau flóknari og kostnaðarsamari fyrir okkur öll en þau eru í dag. Þetta er eðli Brexit,“ sagði Tusk sem varaði Breta við því að markmið ESB væri ekki að láta Brexit ganga vel. Samkvæmt drögunum sem Tusk kynnti myndu Bretar og ESB halda áfram samvinnu á sviði öryggismála og rannsókna. Tryggt yrði að hömlur yrðu ekki á flugsamgöngum og evrópsk fiskiskip gætu enn sótt á bresk mið. Leiðtogaráðið segist tilbúið að byrja á viðræðum um fríverslunarsamning sem yrði lokið þegar Bretar ganga formlega úr sambandinu í mars á næsta ári. Tusk útilokaði hins vegar að Bretar gætu sérvalið aðild að tilteknum hlutum innri markaðar ESB. „Slíkur samningur getur ekki boðið upp á sömu kosti og aðild og hann getur ekki jafnast á við þátttöku í innri markaðinum eða hluta hans,“ segir í stefnulýsingu leiðtogaráðsins. Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55 Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44 Geta ekki allir fengið allt Á meðal þess sem kom fram í ræðu forsætisráðherrans var að Bretland væri vissulega á leiðinni út af innri markaði Evrópusambandsins. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Bretland og ríki Evrópusambandsins munu reka í sundur eftir Brexit en sambandið vill ekki reisa veggi. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þegar hann kynnti drög að stefnu ESB fyrir viðræður um samband þess við Breta eftir Brexit. Tusk sagði að ESB vildi „metnaðarfullan og þróaðan“ fríverslunarsamning við Breta með engum tollum á vörur. Á hinn bóginn myndi samkomulag ekki gera viðskipti Breta og aðildarríkjanna auðveldari, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta mun gera þau flóknari og kostnaðarsamari fyrir okkur öll en þau eru í dag. Þetta er eðli Brexit,“ sagði Tusk sem varaði Breta við því að markmið ESB væri ekki að láta Brexit ganga vel. Samkvæmt drögunum sem Tusk kynnti myndu Bretar og ESB halda áfram samvinnu á sviði öryggismála og rannsókna. Tryggt yrði að hömlur yrðu ekki á flugsamgöngum og evrópsk fiskiskip gætu enn sótt á bresk mið. Leiðtogaráðið segist tilbúið að byrja á viðræðum um fríverslunarsamning sem yrði lokið þegar Bretar ganga formlega úr sambandinu í mars á næsta ári. Tusk útilokaði hins vegar að Bretar gætu sérvalið aðild að tilteknum hlutum innri markaðar ESB. „Slíkur samningur getur ekki boðið upp á sömu kosti og aðild og hann getur ekki jafnast á við þátttöku í innri markaðinum eða hluta hans,“ segir í stefnulýsingu leiðtogaráðsins.
Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55 Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44 Geta ekki allir fengið allt Á meðal þess sem kom fram í ræðu forsætisráðherrans var að Bretland væri vissulega á leiðinni út af innri markaði Evrópusambandsins. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55
Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44
Geta ekki allir fengið allt Á meðal þess sem kom fram í ræðu forsætisráðherrans var að Bretland væri vissulega á leiðinni út af innri markaði Evrópusambandsins. 3. mars 2018 09:00