Óásættanlegt fyrir nemendur að sögn skólastjóra Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2018 12:30 Nemendur í Hagaskóla í prófi. Mikil gremja ríkir með framkvæmd Menntamálastofnunar vegna prófs í morgun en þar fór allt handaskolum. visir/anton brink Gríðarlegur urgur er meðal nemenda og foreldra vegna vandkvæða sem fram komu í tengslum við könnunarpróf í íslensku í morgun. Skólastjóri Hagaskóla deilir þeirri gremju með nemendum sínum og foreldrum og hefur nú sent frá sér harðort bréf til forráðamanna; foreldra nemenda í 9. bekk Hagaskóla.Óásættanlegar aðstæður í morgun „Það er vægt til orða tekið hjá mér þegar ég segi að nemendum hafi verið boðið upp á óásættanlegar aðstæður í morgun. Sumir nemendur komust strax inn, aðrir síðar eða jafnvel ekki, flestir nemendur duttu út úr prófinu einu sinni eða oftar,“ segir S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla í bréfinu.Arnar Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar. Búið er að senda hann til skólastjóra.Hún bendir á að Menntamálastofnun sé ábyrgðaraðili þessara prófa. „Sumir nemendur Hagaskóla náðu að ljúka prófi, aðrir ekki og á ákveðnum tímapunkti í morgun hættum við að sýna þá biðlund sem við vorum frá því snemma í morgun beðin um að sýna.“Ekki vitað hvenær prófið verður endurtekið Ingibjörg greinir frá því að Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar hafi lýst því yfir að allir nemendur sem tóku prófið við óviðunandi aðstæður fái að taka það aftur. „Ég tel alla nemendur Hagaskóla hafa búið við óviðunandi aðstæður í morgun, líka [þeir] nemendur sem náðu að klára prófið, því það var mikið ónæði í öllum stofum í morgun. Á þessari stundu veit ég ekki hvenær prófið verður endurtekið.“ Skólastjórinn tilkynnir foreldrum það að hún hafi lagt á það ríka áherslu við Arnþór og Menntamálastofnun að ekki verði farið af stað í fleiri próf fyrr en tryggt verði að börnin geti tekið prófið við viðunandi aðstæður. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Gríðarlegur urgur er meðal nemenda og foreldra vegna vandkvæða sem fram komu í tengslum við könnunarpróf í íslensku í morgun. Skólastjóri Hagaskóla deilir þeirri gremju með nemendum sínum og foreldrum og hefur nú sent frá sér harðort bréf til forráðamanna; foreldra nemenda í 9. bekk Hagaskóla.Óásættanlegar aðstæður í morgun „Það er vægt til orða tekið hjá mér þegar ég segi að nemendum hafi verið boðið upp á óásættanlegar aðstæður í morgun. Sumir nemendur komust strax inn, aðrir síðar eða jafnvel ekki, flestir nemendur duttu út úr prófinu einu sinni eða oftar,“ segir S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla í bréfinu.Arnar Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar. Búið er að senda hann til skólastjóra.Hún bendir á að Menntamálastofnun sé ábyrgðaraðili þessara prófa. „Sumir nemendur Hagaskóla náðu að ljúka prófi, aðrir ekki og á ákveðnum tímapunkti í morgun hættum við að sýna þá biðlund sem við vorum frá því snemma í morgun beðin um að sýna.“Ekki vitað hvenær prófið verður endurtekið Ingibjörg greinir frá því að Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar hafi lýst því yfir að allir nemendur sem tóku prófið við óviðunandi aðstæður fái að taka það aftur. „Ég tel alla nemendur Hagaskóla hafa búið við óviðunandi aðstæður í morgun, líka [þeir] nemendur sem náðu að klára prófið, því það var mikið ónæði í öllum stofum í morgun. Á þessari stundu veit ég ekki hvenær prófið verður endurtekið.“ Skólastjórinn tilkynnir foreldrum það að hún hafi lagt á það ríka áherslu við Arnþór og Menntamálastofnun að ekki verði farið af stað í fleiri próf fyrr en tryggt verði að börnin geti tekið prófið við viðunandi aðstæður.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33