Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2018 11:01 Sérsveitin fór inn í hús við Ægisíðu á ellefta tímanum í morgun og var einn maður leiddur út í járnum. vísir/egill Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. „Tilkynningin sem barst var tekin alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við það og var sérsveit ríkislögreglustjóra fengin til aðstoðar. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningu. Það var um klukkan 08:45 í morgun sem fjöldi lögreglubíla sást bruna vestur Hringbraut. Lá leið þeirra að Hagamel, rétt ofan við Úlfarsfell, þar sem leigubíll af stærri gerðinni hafði verið stöðvaður. Blaðamaður Vísis á vettvangi sá lögreglufólk ræða við leigubílstjóra og farþega sem var illa farinn í andliti, líkt og eftir líkamsárás. Nágranni sem Vísir ræddi við kvaðst hafa séð tvo færða af vettvangi af lögreglu, þar með talinn farþegann sem var særður í andliti.Umferð lokað um Ægisíðu og fólki sagt að halda sig innandyra Um klukkan níu barst tilkynning frá lögreglu þar sem sagði að lögregluaðgerð stæði yfir við Ægisíðu en ekki væri unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla lokaði svo skömmu síðar umferð um Ægisíðu frá gatnmótunum við Hofsvallagötu að gatnamótunum við Kaplaskjólsveg. Á vettvangi voru vopnaðir sérsveitarmenn og virtist aðgerð lögreglu beinast að húsi á Ægisíðu gegnt bensínstöð N1. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi lék grunur á að fólk væri vopnað. Var að minnsta kosti einn sérsveitarmaður vopnaður riffli, tilbúinn til að bregðast við.Einn leiddur út í járnum Sérsveitin gerði bensínstöðina að bækistöð sinni, var starfsfólki þar gert að halda sig innan dyra sem og starfsfólki Borðsins, veitingastaðar við Ægisíðu, og þá var því beint til starfsfólks leikskólans Ægisborgar á Ægisíðu að fara ekki út með börnin að óþörfu. Það var síðan á ellefta tímanum sem fimm sérsveitarmenn fóru inn í húsið við Ægisíðu sem er beint á móti bensínstöðinni. Voru að minnsta kosti tveir þeirra vopnaðir skotvopni og einn þeirra með skjöld. Skömmu síðar var einn maður leiddur út úr húsinu í járnum og inn í lögreglubíl. Fóru lögreglumenn síðan með fíkniefnahund inn í húsið. Ægisíðan var ekki löngu síðar opnuð aftur fyrir umferð en lögreglan var enn með aðgerðir inni í húsinu sjálfu.Fréttin var uppfærð klukkan 11:17. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu sem Vísir var með á meðan aðgerðir lögreglu voru í gangi sem og upptöku frá beinni útsendingu Vísis frá vettvangi. Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. „Tilkynningin sem barst var tekin alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við það og var sérsveit ríkislögreglustjóra fengin til aðstoðar. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningu. Það var um klukkan 08:45 í morgun sem fjöldi lögreglubíla sást bruna vestur Hringbraut. Lá leið þeirra að Hagamel, rétt ofan við Úlfarsfell, þar sem leigubíll af stærri gerðinni hafði verið stöðvaður. Blaðamaður Vísis á vettvangi sá lögreglufólk ræða við leigubílstjóra og farþega sem var illa farinn í andliti, líkt og eftir líkamsárás. Nágranni sem Vísir ræddi við kvaðst hafa séð tvo færða af vettvangi af lögreglu, þar með talinn farþegann sem var særður í andliti.Umferð lokað um Ægisíðu og fólki sagt að halda sig innandyra Um klukkan níu barst tilkynning frá lögreglu þar sem sagði að lögregluaðgerð stæði yfir við Ægisíðu en ekki væri unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla lokaði svo skömmu síðar umferð um Ægisíðu frá gatnmótunum við Hofsvallagötu að gatnamótunum við Kaplaskjólsveg. Á vettvangi voru vopnaðir sérsveitarmenn og virtist aðgerð lögreglu beinast að húsi á Ægisíðu gegnt bensínstöð N1. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi lék grunur á að fólk væri vopnað. Var að minnsta kosti einn sérsveitarmaður vopnaður riffli, tilbúinn til að bregðast við.Einn leiddur út í járnum Sérsveitin gerði bensínstöðina að bækistöð sinni, var starfsfólki þar gert að halda sig innan dyra sem og starfsfólki Borðsins, veitingastaðar við Ægisíðu, og þá var því beint til starfsfólks leikskólans Ægisborgar á Ægisíðu að fara ekki út með börnin að óþörfu. Það var síðan á ellefta tímanum sem fimm sérsveitarmenn fóru inn í húsið við Ægisíðu sem er beint á móti bensínstöðinni. Voru að minnsta kosti tveir þeirra vopnaðir skotvopni og einn þeirra með skjöld. Skömmu síðar var einn maður leiddur út úr húsinu í járnum og inn í lögreglubíl. Fóru lögreglumenn síðan með fíkniefnahund inn í húsið. Ægisíðan var ekki löngu síðar opnuð aftur fyrir umferð en lögreglan var enn með aðgerðir inni í húsinu sjálfu.Fréttin var uppfærð klukkan 11:17. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu sem Vísir var með á meðan aðgerðir lögreglu voru í gangi sem og upptöku frá beinni útsendingu Vísis frá vettvangi.
Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04