Fær aðeins átta daga til að undirbúa sig fyrir stærsta boxbardaga Íslandssögunnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. mars 2018 08:30 Valgerður einbeitt á kunnuglegum slóðum en hún fær stærsta bardaga ferilsins á laugardaginn. vísir/Anton Valgerður Guðjónsdóttir, atvinnukona í hnefaleikum, mætir Katarinu Thanderz á laugardaginn kemur í Ósló en þetta verður einn stærsti bardagi í sögu hnefaleikaíþróttarinnar á Íslandi. Valgerði bauðst að taka þátt í bardaganum með átta daga fyrirvara eftir að Toussy L’Hadji þurfti að hætta við að berjast gegn Thanderz og kvaðst hún hafa ákveðið að stökkva á tækifærið. Valgerður, sem er 32 ára gömul, er tvöfaldur Íslandsmeistari í áhugamannahnefaleikum. Var hún valin hnefaleikakona ársins á Íslandi 2016 og vann fyrsta atvinnumannabardaga sinn í nóvember það ár. Hefur hún unnið alla þrjá bardaga ferilsins til þessa.Stærsti bardaginn Bardagi hennar á laugardaginn er um titilinn „International Title“ í léttvigt en þegar var búið að ákveða að Thanderz myndi berjast um hann við fyrrverandi andstæðing sinn. Fyrir vikið er Valgerður að berjast um meistarabelti aðeins 15 mánuðum eftir fyrsta atvinnumannabardaga sinn. „Ég er farin að finna fyrir mikilli spennu, þetta er farið að renna upp fyrir manni. Ég tók góða æfingu í dag og þar gekk allt frábærlega þannig að ég einfaldlega get ekki beðið eftir því að fara út,“ sagði Valgerður sem ferðast til Noregs á fimmtudag. „Þetta er klárlega stærsti bardaginn sem ég hef tekið þátt í og undirbúningurinn hefur gengið vel þó að hann hafi verið skammur. Mér líður eins og ég hefði ekki fengið þetta risastóra tækifæri nema ég væri tilbúin og mér líður þannig,“ segir Valgerður en hlutirnir gerast hratt. „Ég er örlítið á undan áætlun, ég bjóst ekki við að komast svona langt jafn fljótt og mér finnst ég vera ári á undan áætlun. Ég bjóst við að þurfa að taka tíu bardaga áður en mér byðist titilbardagi.“Pressan er á henni Valgerði fannst þetta vera tækifæri sem hún gat ekki sleppt, pressan væri á andstæðingi hennar. „Ég hef reynt að halda undirbúningnum eins og venjulega, þetta er bara bardagi og ég ætla að gera eins vel og ég get. Halda mig við mína áætlun, ég ætla ekki að breyta út af henni,“ sagði Valgerður og bætti við: „Það kom í raun aldrei annað til greina þó að fyrirvarinn væri stuttur. Þetta er það stórt tækifæri að ég sagði bara strax já þegar umboðsmaðurinn minn hringdi. Ég fer inn í þetta án þess að finna fyrir pressu.“ Hún vonaðist til þess að stuttur fyrirvari myndi trufla undirbúning Katarinu. „Þetta hlýtur að vera pínu stuðandi fyrir hana, sjá einhvern hoppa inn með svona stuttum fyrirvara og jafn reynslulítinn og ég er á blaði. Pressan er á henni því hún er þessi verðandi stórstjarna. Ég hef skoðað bardaga með henni og ég sá atriði sem ég get vonandi nýtt mér.“Loksins fylgist maðurinn með Þetta verður stærsti bardagi sem íslenskur hnefaleikakappi hefur tekið þátt í. Valgerður fann ekki fyrir aukinni pressu þegar kom að því. „Ég hef tvisvar barist á stórum bardagakvöldum og það hefur undirbúið mig vel. Ég veit hvernig aðstæðurnar eru og það ætti vonandi að hjálpa mér,“ sagði Valgerður sem fær stuðning ytra en maðurinn hennar og helsti æfingafélagi, Halldór Már Jónsson, verður á staðnum í fyrsta sinn. „Ég veit af nokkrum sem eru að koma, þar á meðal maðurinn minn sem hefur aldrei komið með áður. Svo fer ég með ágætis teymi með mér, fólk þurfti að breyta dagskránni með skömmum fyrirvara þegar ég ákvað að taka þennan bardaga,“ sagði Valgerður létt að lokum. Box Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Valgerður Guðjónsdóttir, atvinnukona í hnefaleikum, mætir Katarinu Thanderz á laugardaginn kemur í Ósló en þetta verður einn stærsti bardagi í sögu hnefaleikaíþróttarinnar á Íslandi. Valgerði bauðst að taka þátt í bardaganum með átta daga fyrirvara eftir að Toussy L’Hadji þurfti að hætta við að berjast gegn Thanderz og kvaðst hún hafa ákveðið að stökkva á tækifærið. Valgerður, sem er 32 ára gömul, er tvöfaldur Íslandsmeistari í áhugamannahnefaleikum. Var hún valin hnefaleikakona ársins á Íslandi 2016 og vann fyrsta atvinnumannabardaga sinn í nóvember það ár. Hefur hún unnið alla þrjá bardaga ferilsins til þessa.Stærsti bardaginn Bardagi hennar á laugardaginn er um titilinn „International Title“ í léttvigt en þegar var búið að ákveða að Thanderz myndi berjast um hann við fyrrverandi andstæðing sinn. Fyrir vikið er Valgerður að berjast um meistarabelti aðeins 15 mánuðum eftir fyrsta atvinnumannabardaga sinn. „Ég er farin að finna fyrir mikilli spennu, þetta er farið að renna upp fyrir manni. Ég tók góða æfingu í dag og þar gekk allt frábærlega þannig að ég einfaldlega get ekki beðið eftir því að fara út,“ sagði Valgerður sem ferðast til Noregs á fimmtudag. „Þetta er klárlega stærsti bardaginn sem ég hef tekið þátt í og undirbúningurinn hefur gengið vel þó að hann hafi verið skammur. Mér líður eins og ég hefði ekki fengið þetta risastóra tækifæri nema ég væri tilbúin og mér líður þannig,“ segir Valgerður en hlutirnir gerast hratt. „Ég er örlítið á undan áætlun, ég bjóst ekki við að komast svona langt jafn fljótt og mér finnst ég vera ári á undan áætlun. Ég bjóst við að þurfa að taka tíu bardaga áður en mér byðist titilbardagi.“Pressan er á henni Valgerði fannst þetta vera tækifæri sem hún gat ekki sleppt, pressan væri á andstæðingi hennar. „Ég hef reynt að halda undirbúningnum eins og venjulega, þetta er bara bardagi og ég ætla að gera eins vel og ég get. Halda mig við mína áætlun, ég ætla ekki að breyta út af henni,“ sagði Valgerður og bætti við: „Það kom í raun aldrei annað til greina þó að fyrirvarinn væri stuttur. Þetta er það stórt tækifæri að ég sagði bara strax já þegar umboðsmaðurinn minn hringdi. Ég fer inn í þetta án þess að finna fyrir pressu.“ Hún vonaðist til þess að stuttur fyrirvari myndi trufla undirbúning Katarinu. „Þetta hlýtur að vera pínu stuðandi fyrir hana, sjá einhvern hoppa inn með svona stuttum fyrirvara og jafn reynslulítinn og ég er á blaði. Pressan er á henni því hún er þessi verðandi stórstjarna. Ég hef skoðað bardaga með henni og ég sá atriði sem ég get vonandi nýtt mér.“Loksins fylgist maðurinn með Þetta verður stærsti bardagi sem íslenskur hnefaleikakappi hefur tekið þátt í. Valgerður fann ekki fyrir aukinni pressu þegar kom að því. „Ég hef tvisvar barist á stórum bardagakvöldum og það hefur undirbúið mig vel. Ég veit hvernig aðstæðurnar eru og það ætti vonandi að hjálpa mér,“ sagði Valgerður sem fær stuðning ytra en maðurinn hennar og helsti æfingafélagi, Halldór Már Jónsson, verður á staðnum í fyrsta sinn. „Ég veit af nokkrum sem eru að koma, þar á meðal maðurinn minn sem hefur aldrei komið með áður. Svo fer ég með ágætis teymi með mér, fólk þurfti að breyta dagskránni með skömmum fyrirvara þegar ég ákvað að taka þennan bardaga,“ sagði Valgerður létt að lokum.
Box Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti