Nú þurfa stjórnvöld að standa sig! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2018 07:00 Undanfarna daga hef ég fylgst með fréttaflutningi vegna hugsanlegrar uppsagnar á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sem sjúkraþjálfarar eru hluti af tók gildi 1. maí á síðasta ári. Nú níu mánuðum seinna er svo komið að fjármagn skortir og þá á úrræðið að vera að segja samningnum upp. Heilbrigðisráðherra hefur beðið SÍ að bíða með það þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu „til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, sbr. áform um samdrátt í ríkisútgjöldum“ eins og segir á vef SÍ. Afsakið, vorum við ekki á annarri leið? Það verður sorgleg niðurstaða og ekkert annað en óyndisúrræði, verði ákveðið að takmarka möguleika fólks til sjúkraþjálfunar. Það sem gerðist þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi tók gildi var að t.d. örorku- og ellilífeyrisþegar höfðu efni á sjúkraþjálfun og endurhæfingu og nýttu sér því þá heilsubót sem loksins var orðin valkostur fyrir marga. Aukningin hefði því ekki átt að koma á óvart. Viðurkennt er og vitað að sjúkraþjálfun er ódýr í samanburði við það sem gerist ef fólk neitar sér um þetta úrræði. Í ljósi þess ættu stjórnvöld að leggja ofuráherslu á að halda samningum við SÍ – án takmarkana, þar sem öruggt er að það mun skila sér í þjóðhagslegri hagkvæmni. Að ógleymdum þeim jákvæðu áhrifum sem úrræði á borð við þetta hefur á lífsgæði fólks. Ég hef verulegar áhyggjur af að stjórnvöld ákveði að takmarka aðgang að sjúkraþjálfun með afar slæmum afleiðingum fyrir þá sem þurfa á þessu að halda en hafa ekki efni á því nema með kostnaðarþátttöku ríkisins. Þetta er grafalvarlegt mál því ef stjórnvöld ætla örorkulífeyrisþegum með skerta starfsgetu að fara í auknum mæli út í atvinnulífið hlýtur sjúkraþjálfun og endurhæfing að vera partur af því að fólk haldi heilsu til að sinna atvinnu. Eins og staðan er í dag eru skerðingar vegna atvinnutekna þannig að örorkulífeyrisþegi getur verið í þeirri stöðu að fá ekkert í vasann af laununum heldur renna launin beint til ríkisins í formi skatta og skerðinga. Örorkulífeyrisþeginn á því örugglega ekkert afgangs til að borga sjúkraþjálfun sem hann þó sannarlega þyrfti að nota til að geta haldið líkamlegri heilsu eins og kostur er. Dæmið er ekki flókið og skora ég á stjórnvöld að vera nú snjöll, marka afgerandi stefnu varðandi heilbrigði þjóðarinnar. Það að takmarka ódýra þjónustu sem nýtist mörgum verður eingöngu til að búa til vaxandi þörf fyrir enn dýrari úrræði annars staðar í heilbrigðiskerfinu.Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hef ég fylgst með fréttaflutningi vegna hugsanlegrar uppsagnar á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sem sjúkraþjálfarar eru hluti af tók gildi 1. maí á síðasta ári. Nú níu mánuðum seinna er svo komið að fjármagn skortir og þá á úrræðið að vera að segja samningnum upp. Heilbrigðisráðherra hefur beðið SÍ að bíða með það þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu „til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, sbr. áform um samdrátt í ríkisútgjöldum“ eins og segir á vef SÍ. Afsakið, vorum við ekki á annarri leið? Það verður sorgleg niðurstaða og ekkert annað en óyndisúrræði, verði ákveðið að takmarka möguleika fólks til sjúkraþjálfunar. Það sem gerðist þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi tók gildi var að t.d. örorku- og ellilífeyrisþegar höfðu efni á sjúkraþjálfun og endurhæfingu og nýttu sér því þá heilsubót sem loksins var orðin valkostur fyrir marga. Aukningin hefði því ekki átt að koma á óvart. Viðurkennt er og vitað að sjúkraþjálfun er ódýr í samanburði við það sem gerist ef fólk neitar sér um þetta úrræði. Í ljósi þess ættu stjórnvöld að leggja ofuráherslu á að halda samningum við SÍ – án takmarkana, þar sem öruggt er að það mun skila sér í þjóðhagslegri hagkvæmni. Að ógleymdum þeim jákvæðu áhrifum sem úrræði á borð við þetta hefur á lífsgæði fólks. Ég hef verulegar áhyggjur af að stjórnvöld ákveði að takmarka aðgang að sjúkraþjálfun með afar slæmum afleiðingum fyrir þá sem þurfa á þessu að halda en hafa ekki efni á því nema með kostnaðarþátttöku ríkisins. Þetta er grafalvarlegt mál því ef stjórnvöld ætla örorkulífeyrisþegum með skerta starfsgetu að fara í auknum mæli út í atvinnulífið hlýtur sjúkraþjálfun og endurhæfing að vera partur af því að fólk haldi heilsu til að sinna atvinnu. Eins og staðan er í dag eru skerðingar vegna atvinnutekna þannig að örorkulífeyrisþegi getur verið í þeirri stöðu að fá ekkert í vasann af laununum heldur renna launin beint til ríkisins í formi skatta og skerðinga. Örorkulífeyrisþeginn á því örugglega ekkert afgangs til að borga sjúkraþjálfun sem hann þó sannarlega þyrfti að nota til að geta haldið líkamlegri heilsu eins og kostur er. Dæmið er ekki flókið og skora ég á stjórnvöld að vera nú snjöll, marka afgerandi stefnu varðandi heilbrigði þjóðarinnar. Það að takmarka ódýra þjónustu sem nýtist mörgum verður eingöngu til að búa til vaxandi þörf fyrir enn dýrari úrræði annars staðar í heilbrigðiskerfinu.Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar