Fótbolti

Aguero: Messi sýndi að hann er mennskur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aguero í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson
Aguero í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson Vísir/getty
Lionel Messi brenndi af vítaspyrnu sem hefði tryggt Argentínu sigurinn gegn Íslandi í fyrstsa leik liðanna á HM í Rússlandi í dag. Hannes Þór Halldórsson las Messi vel og varði örugglega frá honum.

Liðsfélagi Messi, og markaskorari Argentínu úr leiknum í dag, Sergio Aguero kom honum til varnar í viðtölum eftir leikinn og sagði vítaspyrnuklúðrið sanna að Messi sé mennskur.

„Fyrsti leikurinn er alltaf erfiðastur. Það vilja allir spila við okkur,“ sagði Aguero við argentínsku sjónvarpsstöðina TyC Sports eftir leikinn.

„Þeir lágu í vörn og einu færin þeirra komu eftir föst leikatriði eða skyndisóknir. Mér finnst þeir hafa fagnað jafnteflinu sem sigri.“

„Leo sýndi að hann er mannlegur. Við styðjum við bakið á honum, hann átti slæman dag en við vitum það að hann getur unnið fyrir okkur leiki upp úr þurru.“

„Ég vona að hann eigi betri dag gegn Króötum,“ sagði Sergio Aguero.


Tengdar fréttir

Messi: „Við áttum skilið að vinna“

Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins, gat ekki leynt vonbrigðum sínum þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi á viðtalssvæði blaðamanna á Spartak-vellinum í Moskvu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×