Danska landsliðið í hættu á að fá bann frá UEFA Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 2. september 2018 12:30 Danska landsliðið gæti verið í vandræðum Getty Svo gæti farið að danska karlalandsliðið í fótbolta verði sett í bann af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA vegna deilna á milli knattspyrnusambands Danmerkur og leikmanna landsliðsins. Viðræður hafa verið í gangi í nokkra mánuði á milli danska knattspyrnusambandsins og leikmannasamtakana hvað varðar nýja samninga fyrir þá sem eru kallaðir til þess að spila fyrir danska landsliðið. Nú hafa leikmannasamtökin gefið það út að knattspyrnusambandið hafi dregið sig úr viðræðunum á föstudag. Danir munu tilkynna leikmannahóp sinn í dag fyrir vináttulandsleik gegn Slóvakíu og fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni gegn Wales, og ekkert samkomulag á milli deiluaðilanna virðist vera í augsýn. Svo gæti farið að Danir þurfi aðeins að notast við leikmenn sem spila í Danmörku fyrir komandi leiki, og í versta falli þurfa þeir að gefa leikinn gegn Wales, og myndi það líklega þýða bann frá UEFA. Það er vegna þess að danska knattspyrnusambandið átti í svipuðum deildum við leikmenn danska kvennalandsliðsins sem endaði með að danska landsliðið þurfti að gefa einn leik í undankeppni HM. Fyrir það var danska knattpyrnusambandið sektað og áminnt um að ef slíkt myndi koma fyrir aftur, væri liðinu vikið úr keppni. Simon Kjær, fyrirliði Dana er einn af meðlimum leikmannasamtakanna og hefur hann ásakað knattspyrnusambandið um að kenna leikmönnum um stöðuna sem deiluaðilarnir eru komnir í. „Það er danska knattspyrnusambandið sem býr til vandamálin og taka áhættuna um að fresta landsleikjum, sem myndi hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir alla í danskri knattspyrnu,“ sagði Kjær. „Okkur finnst að knattspyrnusambandið vilji gera okkur reiða. Þeir vilja halda því fram að það erum við leikmennirnir sem viljum ekki spila landsleiki. En í rauninni er það akkúrat öfugt.“ „Ég verð að viðurkenna að það er okkar tilfinning að knattspyrnusambandið hefur ekki sýnt áhuga um að finna lausnir á þessu. Núna óttumst við afleiðingarnar fyrir danska knattspyrnu.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Svo gæti farið að danska karlalandsliðið í fótbolta verði sett í bann af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA vegna deilna á milli knattspyrnusambands Danmerkur og leikmanna landsliðsins. Viðræður hafa verið í gangi í nokkra mánuði á milli danska knattspyrnusambandsins og leikmannasamtakana hvað varðar nýja samninga fyrir þá sem eru kallaðir til þess að spila fyrir danska landsliðið. Nú hafa leikmannasamtökin gefið það út að knattspyrnusambandið hafi dregið sig úr viðræðunum á föstudag. Danir munu tilkynna leikmannahóp sinn í dag fyrir vináttulandsleik gegn Slóvakíu og fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni gegn Wales, og ekkert samkomulag á milli deiluaðilanna virðist vera í augsýn. Svo gæti farið að Danir þurfi aðeins að notast við leikmenn sem spila í Danmörku fyrir komandi leiki, og í versta falli þurfa þeir að gefa leikinn gegn Wales, og myndi það líklega þýða bann frá UEFA. Það er vegna þess að danska knattspyrnusambandið átti í svipuðum deildum við leikmenn danska kvennalandsliðsins sem endaði með að danska landsliðið þurfti að gefa einn leik í undankeppni HM. Fyrir það var danska knattpyrnusambandið sektað og áminnt um að ef slíkt myndi koma fyrir aftur, væri liðinu vikið úr keppni. Simon Kjær, fyrirliði Dana er einn af meðlimum leikmannasamtakanna og hefur hann ásakað knattspyrnusambandið um að kenna leikmönnum um stöðuna sem deiluaðilarnir eru komnir í. „Það er danska knattspyrnusambandið sem býr til vandamálin og taka áhættuna um að fresta landsleikjum, sem myndi hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir alla í danskri knattspyrnu,“ sagði Kjær. „Okkur finnst að knattspyrnusambandið vilji gera okkur reiða. Þeir vilja halda því fram að það erum við leikmennirnir sem viljum ekki spila landsleiki. En í rauninni er það akkúrat öfugt.“ „Ég verð að viðurkenna að það er okkar tilfinning að knattspyrnusambandið hefur ekki sýnt áhuga um að finna lausnir á þessu. Núna óttumst við afleiðingarnar fyrir danska knattspyrnu.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira