Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2018 19:43 Fulltrúar ýmissa ríkja hafa beint viðskiptum sínum að Trump-hótelinu í Washington-borg eftir að Trump varð forseti. Vísir/Getty Dómsmálaráðherrar tveggja ríkja í Bandaríkjunum gætu krafist upplýsinga um erlenda viðskiptahagsmuni Donalds Trump forseta eftir að alríkisdómari hafnaði kröfu hans um að slá málinu á frest. Málið var höfðað á grundvelli stjórnarskrárákvæði sem bannar forsetanum að þiggja greiðslur eða gjafir frá erlendum aðilum. Í stefnu dómsmálaráðherra Maryland og Columbia-svæðis gegn forsetanum er hann sakaður um að brjóta gegn stjórnarskrárákvæðinu með því að eiga í viðskiptum við erlend ríki, meðal annars í gegnum hótelið sem hann á í Washington-borg. Fulltrúar erlendra ríkja hafa verið tíðir gestir þar. Trump hefur hins vegar alla tíð neitað að opinbera skattskýrslur sínar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa sýnt litla tilburði til að hafa aðhald með mögulegum hagsmunaárekstrum forsetans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna krafðist þess að dómarinn í málinu féllist á að fresta því á meðan leitað væri til æðra dómsvalds um álitefni sem það segir uppi. Lögmenn ráðuneytisins halda því fram að verulegur vafi leiki á því hvort að greiðslur sem fyrirtæki forsetans fá frá erlendum ríkisstjórnum falli undir stjórnarskrárákvæðið. Alríkisdómarinn hafnaði þeim rökum hins vegar og sagði þau „hæpna tillögu“, að sögn Washington Post. Skipaði hann stefnendunum að leggja fram áætlun um upplýsingaöflun í málinu innan tuttugu daga. Þar með er leiðin greið fyrir stefnendurna að fara fram á upplýsingar um rekstur Trump-hótelsins í Washington-borg. Athygli vekur að dómarinn hafnaði einnig rökum um að stefnan gegn Trump væri of mikið ónæði fyrir störf hans sem forseti. Vísaði dómarinn til tísts Trump þar sem hann virtist lýsa yfir ósk um að John Brennan, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustunnar CIA, stefndi honum.The judge in the emoluments clause case cited this tweet from @realDonaldTrump to reject Trump's argument that any lawsuit would impose undue burdens on the presidency. In this tweet, Trump actually invited a lawsuit from one of his enemies! He's got time, it seems. https://t.co/RTQbWUhahr— David Fahrenthold (@Fahrenthold) November 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Dómsmálaráðherrar tveggja ríkja í Bandaríkjunum gætu krafist upplýsinga um erlenda viðskiptahagsmuni Donalds Trump forseta eftir að alríkisdómari hafnaði kröfu hans um að slá málinu á frest. Málið var höfðað á grundvelli stjórnarskrárákvæði sem bannar forsetanum að þiggja greiðslur eða gjafir frá erlendum aðilum. Í stefnu dómsmálaráðherra Maryland og Columbia-svæðis gegn forsetanum er hann sakaður um að brjóta gegn stjórnarskrárákvæðinu með því að eiga í viðskiptum við erlend ríki, meðal annars í gegnum hótelið sem hann á í Washington-borg. Fulltrúar erlendra ríkja hafa verið tíðir gestir þar. Trump hefur hins vegar alla tíð neitað að opinbera skattskýrslur sínar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa sýnt litla tilburði til að hafa aðhald með mögulegum hagsmunaárekstrum forsetans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna krafðist þess að dómarinn í málinu féllist á að fresta því á meðan leitað væri til æðra dómsvalds um álitefni sem það segir uppi. Lögmenn ráðuneytisins halda því fram að verulegur vafi leiki á því hvort að greiðslur sem fyrirtæki forsetans fá frá erlendum ríkisstjórnum falli undir stjórnarskrárákvæðið. Alríkisdómarinn hafnaði þeim rökum hins vegar og sagði þau „hæpna tillögu“, að sögn Washington Post. Skipaði hann stefnendunum að leggja fram áætlun um upplýsingaöflun í málinu innan tuttugu daga. Þar með er leiðin greið fyrir stefnendurna að fara fram á upplýsingar um rekstur Trump-hótelsins í Washington-borg. Athygli vekur að dómarinn hafnaði einnig rökum um að stefnan gegn Trump væri of mikið ónæði fyrir störf hans sem forseti. Vísaði dómarinn til tísts Trump þar sem hann virtist lýsa yfir ósk um að John Brennan, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustunnar CIA, stefndi honum.The judge in the emoluments clause case cited this tweet from @realDonaldTrump to reject Trump's argument that any lawsuit would impose undue burdens on the presidency. In this tweet, Trump actually invited a lawsuit from one of his enemies! He's got time, it seems. https://t.co/RTQbWUhahr— David Fahrenthold (@Fahrenthold) November 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira