Bandarískum kosningaöryggissérfræðingi ýtt til hliðar skömmu fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2018 21:00 Rússar stóðu fyrir viðamikilli áróðursherferð fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og reyndu einnig að brjótast inn í kosningakerfi. Talið er að þeir reyni aftur fyrir sér í þingkosningunum í haust. Vísir/AFP Hvíta húsið og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana ætla að losa sig við yfirmann alríkisstofnunar sem hefur aðstoðað bandarísk ríki við að verja kosningakerfi sín fyrir tölvuárásum. Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að Rússar muni aftur reyna að ráðast á kosningakerfi í þingkosningunum í haust.Reuters-fréttastofan greinir frá því að Paul Ryan, forseti neðri deildar Bandaríkjaþings, ætli ekki að endurnýja umboð Matthews Masterson sem formanns Kosningaaðstoðarnefndar Bandaríkjanna. Masterson er sagður hafa verið vinsæll hjá embættismönnum ríkja vegna sérþekkingar hans í tölvuöryggismálum. Nefndinni sem hann stýrir er ætlað að aðstoða ríkin við að framfylgja reglum um alríkiskosningar. Ákvörðun Ryan, sem hefur vald til að mæla með fólki í stöðuna við Bandaríkjaforseta, vekur ekki síst athygli í ljósi þess að tölvuöryggi í tengslum við kosningar hefur verið í brennidepli undanfarin misseri eftir að Rússar gerðu tilraunir til þess að brjótast inn í kosningakerfi fjölda bandarískra ríkja í kosningunum árið 2016. Bandarískir embættismenn segja að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt fyrir sér í tölvukerfum 21 ríkis. Engar vísbendingar eru þó um að þeim hafi tekið að breyta niðurstöðum kosninganna neins staðar.Óljóst hver vill Masterson út og hvers vegnaÞingkosningar verða í Bandaríkjunum í nóvember og hefur leyniþjónustan þegar varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leikinn aftur. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar legið undir ámæli fyrir að aðhafast lítið til að koma í veg fyrir svipuð inngrip Rússa eins og áttu sér stað í kosningunum árið 2016. Trump hefur sjálfur dregið í efa að Rússar hafi staðið að baki árásum á kosningarnar, þvert á mat alríkisstofnana hans. Hann hefur sakað demókrata um að búa það til sem afsökun fyrir að hafa tapað forsetakosningunum. Ekki liggur fyrir hvers vegna repúblikanar vilja skipta Masterson út núna eða hvort að það sé að undirlagi Ryan eða Hvíta hússins. Fjórir stjórnendur nefndar hans skipta formannsstólnum með sér og hefði hann hvort eð er gefið hann eftir fljótlega. Búist er við því að hann sitji áfram í nefndinni þar til þingforsetinn hefur tilnefnt eftirmann hans. John Boehner, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og repúblikana, tilnefndi Masterson á sínum tíma og Barack Obama, þáverandi forseti, skipaði hann í embættið. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu hans einróma árið 2014. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Hvíta húsið og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana ætla að losa sig við yfirmann alríkisstofnunar sem hefur aðstoðað bandarísk ríki við að verja kosningakerfi sín fyrir tölvuárásum. Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að Rússar muni aftur reyna að ráðast á kosningakerfi í þingkosningunum í haust.Reuters-fréttastofan greinir frá því að Paul Ryan, forseti neðri deildar Bandaríkjaþings, ætli ekki að endurnýja umboð Matthews Masterson sem formanns Kosningaaðstoðarnefndar Bandaríkjanna. Masterson er sagður hafa verið vinsæll hjá embættismönnum ríkja vegna sérþekkingar hans í tölvuöryggismálum. Nefndinni sem hann stýrir er ætlað að aðstoða ríkin við að framfylgja reglum um alríkiskosningar. Ákvörðun Ryan, sem hefur vald til að mæla með fólki í stöðuna við Bandaríkjaforseta, vekur ekki síst athygli í ljósi þess að tölvuöryggi í tengslum við kosningar hefur verið í brennidepli undanfarin misseri eftir að Rússar gerðu tilraunir til þess að brjótast inn í kosningakerfi fjölda bandarískra ríkja í kosningunum árið 2016. Bandarískir embættismenn segja að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt fyrir sér í tölvukerfum 21 ríkis. Engar vísbendingar eru þó um að þeim hafi tekið að breyta niðurstöðum kosninganna neins staðar.Óljóst hver vill Masterson út og hvers vegnaÞingkosningar verða í Bandaríkjunum í nóvember og hefur leyniþjónustan þegar varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leikinn aftur. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar legið undir ámæli fyrir að aðhafast lítið til að koma í veg fyrir svipuð inngrip Rússa eins og áttu sér stað í kosningunum árið 2016. Trump hefur sjálfur dregið í efa að Rússar hafi staðið að baki árásum á kosningarnar, þvert á mat alríkisstofnana hans. Hann hefur sakað demókrata um að búa það til sem afsökun fyrir að hafa tapað forsetakosningunum. Ekki liggur fyrir hvers vegna repúblikanar vilja skipta Masterson út núna eða hvort að það sé að undirlagi Ryan eða Hvíta hússins. Fjórir stjórnendur nefndar hans skipta formannsstólnum með sér og hefði hann hvort eð er gefið hann eftir fljótlega. Búist er við því að hann sitji áfram í nefndinni þar til þingforsetinn hefur tilnefnt eftirmann hans. John Boehner, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og repúblikana, tilnefndi Masterson á sínum tíma og Barack Obama, þáverandi forseti, skipaði hann í embættið. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu hans einróma árið 2014.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45
Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42