Fær ekki tíu milljónir frá HHÍ þrátt fyrir vinningsmiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2018 15:53 Gunnlaugur Hrannar Jónsson situr uppi tómhentur eftir baráttu fyrir dómstólum. Vísir/Eyþór Gunnlaugur Hrannar Jónsson fær ekki tíu milljónir í vinning frá Happdrætti Háskóla Íslands þrátt fyrir að hafa verið með vinningsmiða. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Málið snerist um að Gunnlaugur keypti þann 23. ágúst 2011 miða í Happdrætti Háskóla Íslands. Var miðinn í áskrift en þann 10. október 2013 komu tíu milljónir á happdrættisnúmer mannsins. HHÍ hafði nokkrum vikum áður gert tilraun til þess að skuldfæra greiðslukort mannsins fyrir útdráttinn í október. Ekki tókst að skuldfæra greiðslukortið þar sem notkun kortsins var komin umfram lánamörk þann mánuðinn. Færðist vinningurinn því yfir á næsta mánuð. Gunnlaugi varð kunnugt um þetta rúmlega ári síðar og gerðu þá kröfu um að HHÍ myndi greiða honum vinninginn. HHÍ hafnaði kröfunni og höfðaði Gunnlaugur því mál á hendur HHÍ. Reisti Gunnlaugur kröfur sínar meðal annars á því að HHÍ hefði haldið áfram að skuldfæra kort hans mánuðina eftir vinningsútdráttinn í október, auk þess sem að HHÍ hefði átt að láta hann vita að ekki hafi tekist að skuldfæra kortið umræddan mánuði. HHÍ var sýknað í héraðsdómi á þeim grundvelli að Gunnlaugi hafi borið að sjá sjálfur um að tryggja að unnt væri að skuldfæra greiðslukortið og að skylda hafi hvílt á honum að tryggja að kort hans væri innan lánamarka.1703 sambærileg tilvik og eitt frávik Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms utan þess að málskostnaður í hérað og Hæstarétti fellur niður. Fyrir Hæstarétti benti lögmaður Gunnlaugs á eitt sambærilegt tilvik þar sem vinningur hafði verið greiddur út þrátt fyrir að ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald þegar útdráttur fór fram en fyrir dómi kom fram að 1703 tilvik hafi orðið þar sem vinningur kom á miða sem ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald af. Taldi lögmaðurinn því að HHÍ hefði brotið jafnræðisreglu með því að veita honum ekki ekki vinninginn, líkt og gert hafi verið í einu tilfelli. Í dómi Hæstaréttar segir að leggja verði til grundvallar að í þeim 1703 tilvikum, sem eru sambærileg tilviki Gunnlaugs hafi mál verið afgreidd með sama hætti og í hans tilviki að einu frátöldu. Segir einnig að þó það liggi fyrir að HHÍ hafi í eitt skipti mismunað þáttakendum í happdrættinu hafi mál Gunnlaugs verið afgreitt með sambærilegum hætti og við önnur tilvik. „Áfrýjandi getur ekki reist kröfu sína um skaðabætur á því að við úrlausn hans máls verði öðru sinni vikið frá jafnræðissjónarmiðum. Leiðir þessi málsástæða hans því ekki til þess að fallist verði á kröfu hans,“ að því er segir í dómi Hæstaréttar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert rætt um borgarstjórann sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sjá meira
Gunnlaugur Hrannar Jónsson fær ekki tíu milljónir í vinning frá Happdrætti Háskóla Íslands þrátt fyrir að hafa verið með vinningsmiða. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Málið snerist um að Gunnlaugur keypti þann 23. ágúst 2011 miða í Happdrætti Háskóla Íslands. Var miðinn í áskrift en þann 10. október 2013 komu tíu milljónir á happdrættisnúmer mannsins. HHÍ hafði nokkrum vikum áður gert tilraun til þess að skuldfæra greiðslukort mannsins fyrir útdráttinn í október. Ekki tókst að skuldfæra greiðslukortið þar sem notkun kortsins var komin umfram lánamörk þann mánuðinn. Færðist vinningurinn því yfir á næsta mánuð. Gunnlaugi varð kunnugt um þetta rúmlega ári síðar og gerðu þá kröfu um að HHÍ myndi greiða honum vinninginn. HHÍ hafnaði kröfunni og höfðaði Gunnlaugur því mál á hendur HHÍ. Reisti Gunnlaugur kröfur sínar meðal annars á því að HHÍ hefði haldið áfram að skuldfæra kort hans mánuðina eftir vinningsútdráttinn í október, auk þess sem að HHÍ hefði átt að láta hann vita að ekki hafi tekist að skuldfæra kortið umræddan mánuði. HHÍ var sýknað í héraðsdómi á þeim grundvelli að Gunnlaugi hafi borið að sjá sjálfur um að tryggja að unnt væri að skuldfæra greiðslukortið og að skylda hafi hvílt á honum að tryggja að kort hans væri innan lánamarka.1703 sambærileg tilvik og eitt frávik Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms utan þess að málskostnaður í hérað og Hæstarétti fellur niður. Fyrir Hæstarétti benti lögmaður Gunnlaugs á eitt sambærilegt tilvik þar sem vinningur hafði verið greiddur út þrátt fyrir að ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald þegar útdráttur fór fram en fyrir dómi kom fram að 1703 tilvik hafi orðið þar sem vinningur kom á miða sem ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald af. Taldi lögmaðurinn því að HHÍ hefði brotið jafnræðisreglu með því að veita honum ekki ekki vinninginn, líkt og gert hafi verið í einu tilfelli. Í dómi Hæstaréttar segir að leggja verði til grundvallar að í þeim 1703 tilvikum, sem eru sambærileg tilviki Gunnlaugs hafi mál verið afgreidd með sama hætti og í hans tilviki að einu frátöldu. Segir einnig að þó það liggi fyrir að HHÍ hafi í eitt skipti mismunað þáttakendum í happdrættinu hafi mál Gunnlaugs verið afgreitt með sambærilegum hætti og við önnur tilvik. „Áfrýjandi getur ekki reist kröfu sína um skaðabætur á því að við úrlausn hans máls verði öðru sinni vikið frá jafnræðissjónarmiðum. Leiðir þessi málsástæða hans því ekki til þess að fallist verði á kröfu hans,“ að því er segir í dómi Hæstaréttar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert rætt um borgarstjórann sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sjá meira
Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56