Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2018 14:50 Lilja Margrét Olsen er verjandi mannsins sem ráðist var á á Litla Hrauni í vikunni. Réttargæslumaður hælisleitandans Houssin Bsraoi segir algjörlega ljóst að flytja þarf hann aftur til landsins ef líkamsárásarmál gegn honum fer fyrir dómstóla.Bsraoi varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð. Hann sat inni á Litla-Hrauni vegna ítrekaðra flóttatilrauna þar sem hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip.Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var sóttur á þriðjudag og fluttur úr landi til Marokkó, þaðan sem hann flúði.Sjá einnig: Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Rætt var við réttargæslumann hans, Lilju Margréti Olsen, á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag en í samtali við Vísi segir Lilja að ekki sé vitað hvort ákæra verði gefin út vegna líkamsárásarinnar, en hún reikni fastlega með því. Rannsóknin á málinu er á lokametrunum. Lögreglan leggur síðan málið í hendur embættis héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Fari svo fer málið fyrir héraðsdóm þar sem taka þarf skýrslu af Bsraoi.Ekki hægt að ræða við lykilvitni í gegnum síma Hann er ekki aðeins brotaþoli í málinu heldur einnig lykilvitni. Lilja Margrét segir það liggja algjörlega ljóst fyrir að ekki muni duga að taka skýrsluna af Bsraoi í gegnum síma heldur þurfi það að gerast í réttarsal hér á landi. Sakamálalögin gera ráð fyrir því að sé um lykilvitni að ræða þá gildi sú meginregla um milliliðalausa sönnunarfærslu að dómari þarf að sitja fyrir framan vitni á meðan það gefur skýrslu. „Þannig að hann getur ekki gefið skýrslu öðruvísi en að koma til landsins,“ segir Lilja.Galið fyrirkomulag Hún segir það vera galið fyrirkomulag að séu hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. „Þetta er í raun og veru alvarleg staða í réttarvörslukerfinu að mínu mati. Þrátt fyrir ítrekaða fjölmiðlaumfjöllun og umræður á þingi þá virðist ekki hægt að koma þessum málum í almennilegan farveg,“ segir Lilja. „Verkferlar eru bara ekki skýrir eins og þeir þurfa að vera í jafn viðkvæmum málaflokki og þessum.“ Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Réttargæslumaður hælisleitandans Houssin Bsraoi segir algjörlega ljóst að flytja þarf hann aftur til landsins ef líkamsárásarmál gegn honum fer fyrir dómstóla.Bsraoi varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð. Hann sat inni á Litla-Hrauni vegna ítrekaðra flóttatilrauna þar sem hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip.Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var sóttur á þriðjudag og fluttur úr landi til Marokkó, þaðan sem hann flúði.Sjá einnig: Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Rætt var við réttargæslumann hans, Lilju Margréti Olsen, á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag en í samtali við Vísi segir Lilja að ekki sé vitað hvort ákæra verði gefin út vegna líkamsárásarinnar, en hún reikni fastlega með því. Rannsóknin á málinu er á lokametrunum. Lögreglan leggur síðan málið í hendur embættis héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Fari svo fer málið fyrir héraðsdóm þar sem taka þarf skýrslu af Bsraoi.Ekki hægt að ræða við lykilvitni í gegnum síma Hann er ekki aðeins brotaþoli í málinu heldur einnig lykilvitni. Lilja Margrét segir það liggja algjörlega ljóst fyrir að ekki muni duga að taka skýrsluna af Bsraoi í gegnum síma heldur þurfi það að gerast í réttarsal hér á landi. Sakamálalögin gera ráð fyrir því að sé um lykilvitni að ræða þá gildi sú meginregla um milliliðalausa sönnunarfærslu að dómari þarf að sitja fyrir framan vitni á meðan það gefur skýrslu. „Þannig að hann getur ekki gefið skýrslu öðruvísi en að koma til landsins,“ segir Lilja.Galið fyrirkomulag Hún segir það vera galið fyrirkomulag að séu hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. „Þetta er í raun og veru alvarleg staða í réttarvörslukerfinu að mínu mati. Þrátt fyrir ítrekaða fjölmiðlaumfjöllun og umræður á þingi þá virðist ekki hægt að koma þessum málum í almennilegan farveg,“ segir Lilja. „Verkferlar eru bara ekki skýrir eins og þeir þurfa að vera í jafn viðkvæmum málaflokki og þessum.“
Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00