Slysasleppingar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Fáir horfa á sauðkindina sem nýbúa á Íslandi. Hún sá til þess að þjóðin hvorki svalt né króknaði. Fyrir það hefur hún notið virðingar og ýmsir stigið á stokk til að verja hana fyrir óviðeigandi árásum. Þegar sauðkindin kom til landsins með landnámsfólki tók íslenski laxinn á móti þeim. Hann hafði búið hér löngu fyrir komu þessara gesta og hefur ekki síður verið búbót landsmanna alla tíð. Því er forvitnilegt að bera saman virðingarstig sauðkindarinnar og íslenska laxins. Nú berast fréttir af því að sjókví fyrir laxeldi á Vestfjörðum hafi sokkið og önnur skemmst. Það kom fram að í einni sjókví eru 500-600 tonn af norskum eldislaxi. Það gæti jafngilt allt að 130.000 tíu punda löxum. Framleiðandinn telur að enginn lax hafi sloppið. Umhverfisstofnun hefur þó kallað eftir frekar gögnum í málinu. Landssamband fiskeldisstöðva réð fyrrverandi forseta Alþingis sem framkvæmdastjóra eftir að hann hætti þar. Málflutningur framkvæmdastjórans um verðmætasköpun og ný störf hefur verið fyrirferðarmikill og atvinnugreinin í mikilli sókn. Áhyggjur hans af verndun íslenska laxastofnsins og íslenskrar náttúru eru engar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að norskur eldislax sé fluttur til Íslands og alinn við strendur landsins í opnum sjókvíum. Kvíum sem vitað er að halda ekki öllum fiski. Það “slys” sem varð nú segir sína sögu um það gríðarlega magn og þar með þá gríðarlegu áhættu sem íslenski laxastofninn og þar með íslensk náttúra býr við. Auk þess er þekkt að mengun eldisins er umtalsverð. Svokallaðar slysasleppingar eru tíðar í fiskeldi í sjókvíum og ljóst að enginn hvati er hjá fyrirtækjum sem slíkt stunda að tilkynna þegar fiskur sleppur út. Slysið í Tálknafirði er skýrt dæmi um það. Viðhorfið gagnvart náttúrunni endurspeglast í nýlegu viðtali við framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva þegar hann sagði að “slysasleppingum” færi fækkandi og nær væri að horfa á það jákvæða. Hann gleymdi hörmulegum afleiðingum fiskeldis á norska laxastofninn og norska náttúru. Það má spyrja hvort fyrrverandi forseti Alþingis hefði tekið það í mál á meðan hann var þingmaður, að fluttar væru inn norskar kindur í miklu magni og þeim komið fyrir á Vestfjörðum til að auka þar atvinnu. Ef þær færu út fyrir það svæði sem þeim væri ætlað yrði líklega hverfandi blöndun við íslenska stofninn. Stjórnvöld virðast ekki hafa markað sér stefnu í fiskeldi og því spurning hvort skaðinn hefur þegar orðið. Hver ber þá ábyrgð? Enn er talið eðlilegt að auka við framleiðsluna sem þegar er hafin. Náttúran virðist vera undir í baráttunni. Íslenskur sjávarútvegur er ábyrgur og sjálfbær. Af hverju er ekki horft til þess árangurs sem við höfum náð í sjávarútvegi í sátt við náttúruna. Sú stefna skilar góðu afurðaverði og fjölda starfa. Er ekki rétt að horfa til þess að nýta íslenska laxastofninn í fiskeldi, ef við viljum efla þá atvinnugrein? Skapa landinu sérstöðu á þessu sviði og búa til störf við seiðaeldi og framleiðslu úr íslenskum stofni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fáir horfa á sauðkindina sem nýbúa á Íslandi. Hún sá til þess að þjóðin hvorki svalt né króknaði. Fyrir það hefur hún notið virðingar og ýmsir stigið á stokk til að verja hana fyrir óviðeigandi árásum. Þegar sauðkindin kom til landsins með landnámsfólki tók íslenski laxinn á móti þeim. Hann hafði búið hér löngu fyrir komu þessara gesta og hefur ekki síður verið búbót landsmanna alla tíð. Því er forvitnilegt að bera saman virðingarstig sauðkindarinnar og íslenska laxins. Nú berast fréttir af því að sjókví fyrir laxeldi á Vestfjörðum hafi sokkið og önnur skemmst. Það kom fram að í einni sjókví eru 500-600 tonn af norskum eldislaxi. Það gæti jafngilt allt að 130.000 tíu punda löxum. Framleiðandinn telur að enginn lax hafi sloppið. Umhverfisstofnun hefur þó kallað eftir frekar gögnum í málinu. Landssamband fiskeldisstöðva réð fyrrverandi forseta Alþingis sem framkvæmdastjóra eftir að hann hætti þar. Málflutningur framkvæmdastjórans um verðmætasköpun og ný störf hefur verið fyrirferðarmikill og atvinnugreinin í mikilli sókn. Áhyggjur hans af verndun íslenska laxastofnsins og íslenskrar náttúru eru engar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að norskur eldislax sé fluttur til Íslands og alinn við strendur landsins í opnum sjókvíum. Kvíum sem vitað er að halda ekki öllum fiski. Það “slys” sem varð nú segir sína sögu um það gríðarlega magn og þar með þá gríðarlegu áhættu sem íslenski laxastofninn og þar með íslensk náttúra býr við. Auk þess er þekkt að mengun eldisins er umtalsverð. Svokallaðar slysasleppingar eru tíðar í fiskeldi í sjókvíum og ljóst að enginn hvati er hjá fyrirtækjum sem slíkt stunda að tilkynna þegar fiskur sleppur út. Slysið í Tálknafirði er skýrt dæmi um það. Viðhorfið gagnvart náttúrunni endurspeglast í nýlegu viðtali við framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva þegar hann sagði að “slysasleppingum” færi fækkandi og nær væri að horfa á það jákvæða. Hann gleymdi hörmulegum afleiðingum fiskeldis á norska laxastofninn og norska náttúru. Það má spyrja hvort fyrrverandi forseti Alþingis hefði tekið það í mál á meðan hann var þingmaður, að fluttar væru inn norskar kindur í miklu magni og þeim komið fyrir á Vestfjörðum til að auka þar atvinnu. Ef þær færu út fyrir það svæði sem þeim væri ætlað yrði líklega hverfandi blöndun við íslenska stofninn. Stjórnvöld virðast ekki hafa markað sér stefnu í fiskeldi og því spurning hvort skaðinn hefur þegar orðið. Hver ber þá ábyrgð? Enn er talið eðlilegt að auka við framleiðsluna sem þegar er hafin. Náttúran virðist vera undir í baráttunni. Íslenskur sjávarútvegur er ábyrgur og sjálfbær. Af hverju er ekki horft til þess árangurs sem við höfum náð í sjávarútvegi í sátt við náttúruna. Sú stefna skilar góðu afurðaverði og fjölda starfa. Er ekki rétt að horfa til þess að nýta íslenska laxastofninn í fiskeldi, ef við viljum efla þá atvinnugrein? Skapa landinu sérstöðu á þessu sviði og búa til störf við seiðaeldi og framleiðslu úr íslenskum stofni.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun