Telja bókum sínum streymt í leyfisleysi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi. VÍSIR/ERNIR Mikil ólga er innan Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) vegna tilkomu hljóðbókaveitunnar Storytel sem Fréttablaðið sagði frá á mánudag. Hundruð íslenskra titla eru þar aðgengilegir áskrifendum en rithöfundar eru fjarri því sáttir og telja á höfundarrétti sínum brotið. Framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi segir upphlaup rithöfunda núna koma á óvart. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir rithöfundar krafið Storytel um að verk þeirra verði fjarlægð af veitunni enda kannist þeir ekki við að hafa veitt leyfi fyrir þessu framsali. Þeirra á meðal er formaður RSÍ, Kristín Helga Gunnarsdóttir. Sambandið hefur boðað að málið verði skoðað. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, segir afstöðu sambandsins klára. „Um áskriftarstreymisrétt þarf að semja við rithöfunda og við lítum svo á að áskriftarstreymisréttur hafi ekki verið framseldur með útgáfusamningum aðila.“ Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, segir fyrirtækið semja við útgefendur, ekki rithöfunda, um hljóðbækur og þeir framselji réttinn til þeirra.Sjá einnig: Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi „Við erum þannig séð í góðri trú að þeir hafi þau réttindi sem þeir framselja til okkar. Við vorum ekkert að baktryggja það að öðru leyti en því en við erum búin að vera í stöðugum samskiptum við RSÍ í meira en ár út af þessu máli og alltaf haldið þeim upplýstum um allt sem við gerum og alla samninga sem við erum með við útgefendur. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu núna, því það hefði mátt forða því fyrir löngu.“ Rithöfundar ættu því að beina spjótum sínum að útgefendum sínum, fremur en Storytel. Ein gagnrýni rithöfunda hefur beinst að því hversu rýr hlutur þeirra af streymisþjónustunni kunni að verða. Stefán segir hlutinn samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Ef áskrifandi hlustar bara á eina bók frá tilteknum rithöfundi fái sá höfundur öll höfundarlaunin. „Það er samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Svo þynnist það út þegar áskrifendur hlusta á fleiri bækur. Viðmið okkar er meðaltalið, sem segir að hver notandi hlusti á um tvær bækur á mánuði.“ Aðspurður hvort orðið verði við kröfu höfunda um að bækur þeirra verði fjarlægðar af Storytel segir Stefán það þurfa að koma í ljós. Óskað hafi verið eftir fundi með RSÍ vegna málsins. „Okkur er mjög umhugað um réttindi höfunda og viljum að allir séu sáttir.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Sjá meira
Mikil ólga er innan Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) vegna tilkomu hljóðbókaveitunnar Storytel sem Fréttablaðið sagði frá á mánudag. Hundruð íslenskra titla eru þar aðgengilegir áskrifendum en rithöfundar eru fjarri því sáttir og telja á höfundarrétti sínum brotið. Framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi segir upphlaup rithöfunda núna koma á óvart. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir rithöfundar krafið Storytel um að verk þeirra verði fjarlægð af veitunni enda kannist þeir ekki við að hafa veitt leyfi fyrir þessu framsali. Þeirra á meðal er formaður RSÍ, Kristín Helga Gunnarsdóttir. Sambandið hefur boðað að málið verði skoðað. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, segir afstöðu sambandsins klára. „Um áskriftarstreymisrétt þarf að semja við rithöfunda og við lítum svo á að áskriftarstreymisréttur hafi ekki verið framseldur með útgáfusamningum aðila.“ Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, segir fyrirtækið semja við útgefendur, ekki rithöfunda, um hljóðbækur og þeir framselji réttinn til þeirra.Sjá einnig: Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi „Við erum þannig séð í góðri trú að þeir hafi þau réttindi sem þeir framselja til okkar. Við vorum ekkert að baktryggja það að öðru leyti en því en við erum búin að vera í stöðugum samskiptum við RSÍ í meira en ár út af þessu máli og alltaf haldið þeim upplýstum um allt sem við gerum og alla samninga sem við erum með við útgefendur. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu núna, því það hefði mátt forða því fyrir löngu.“ Rithöfundar ættu því að beina spjótum sínum að útgefendum sínum, fremur en Storytel. Ein gagnrýni rithöfunda hefur beinst að því hversu rýr hlutur þeirra af streymisþjónustunni kunni að verða. Stefán segir hlutinn samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Ef áskrifandi hlustar bara á eina bók frá tilteknum rithöfundi fái sá höfundur öll höfundarlaunin. „Það er samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Svo þynnist það út þegar áskrifendur hlusta á fleiri bækur. Viðmið okkar er meðaltalið, sem segir að hver notandi hlusti á um tvær bækur á mánuði.“ Aðspurður hvort orðið verði við kröfu höfunda um að bækur þeirra verði fjarlægðar af Storytel segir Stefán það þurfa að koma í ljós. Óskað hafi verið eftir fundi með RSÍ vegna málsins. „Okkur er mjög umhugað um réttindi höfunda og viljum að allir séu sáttir.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Sjá meira
Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00