Trúa ekki dauðadómi yfir veggjatítluhúsi í Firðinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. febrúar 2018 08:00 Hjónin Ingvar Ari Arason og Anna Gyða Pétursdóttir með yngsta barn sitt við húsið sem reyndist martröð sem ekki sér fyrir endann á. Vísir/Vilhelm Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnarfirði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins. Húsið á Austurgötu 36 var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Var það gert eftir ástandsskoðun fyrirtækisins Verksýnar sem unnin var fyrir eigendur hússins. Þeir óskuðu eftir að fá að rífa húsið og reisa þar nýtt og stærra hús sem í umsókn um breytingu á deiliskipulagi er sagt eiga að samræmast umhverfi á sem bestan hátt. Núverandi hús er úr timbri, járnklætt og stendur á steinkjallara. Það var byggt árið 1904 og því friðað en Minjastofnun féllst á ósk eigandans í júlí í fyrra og afnam friðunina. Minjastofnun kvaðst ekki gera athugasemdir við að húsið yrði rifið. Í umsögn skipulagssviðs Hafnarfjarðar um umsókn húseigendanna kemur enn fremur fram að athugasemdir hafi borist frá fjórum aðilum þegar breytingin var auglýst. Var það frá Byggðasafni Hafnarfjarðar og úr þremur nærliggjandi húsum. Tekið er undir flestar þessar ábendingar í umsögninni. Þær lúta meðal annars að fyrirferð nýja hússins, byggingarefni og útliti. Eigendur Austurgötu 36 berjast enn fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra hús í stað þess sem ónýtt er.Vísir/ernirVilja eins hús á reitinn Bæjarminjavörður lagði til að allra leiða yrði „leitað til að vernda viðkomandi hús og gera það upp í upprunalegri mynd og ef það er ekki gerlegt verði krafa um það í nýju deiliskipulagi að sams konar hús og nú stendur á lóðinni verði byggt þar og tryggt að um verði að ræða bárujárnsklætt timburhús, sem ekki muni á nokkurn hátt raska þeirri götumynd sem ákveðið hefur verið að varðveita við Austurgötuna og vernda þannig þann menningarsögulega arf fyrir komandi kynslóð,“ eins og segir á athugasemd hans. „Í álitsgerð Minjastofnunar og rökstuðningi fyrir afnámi friðunar hússins kemur fram að byggt er á gögnum um ástand hússins, sem unnin eru fyrir lóðarhafa,“ bendir skipulagssviðið á. Mælt sé með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið teljist ónýtt, eða hvort það sé viðgerðarhæft. „Ef ekki verður unnt að gera við húsið og færa það í upprunalegt horf, verði lögð áhersla á að í hönnun hússins verði stuðst við mælikvarða og hlutföll núverandi húss og byggðarinnar í kring, það verði áréttað í skilmálum deiliskipulagsins,“ segir skipulagssviðið. Vegghæð að götu verði óbreytt og byggingarreitur við húsið verði færður í fyrra horf vegna aukins skuggavarps. Þá kemur fram að í gangi er dómsmál þar sem eigendur hússins stefndu fyrri eigendum vegna falins galla á húsinu. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira
Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnarfirði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins. Húsið á Austurgötu 36 var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Var það gert eftir ástandsskoðun fyrirtækisins Verksýnar sem unnin var fyrir eigendur hússins. Þeir óskuðu eftir að fá að rífa húsið og reisa þar nýtt og stærra hús sem í umsókn um breytingu á deiliskipulagi er sagt eiga að samræmast umhverfi á sem bestan hátt. Núverandi hús er úr timbri, járnklætt og stendur á steinkjallara. Það var byggt árið 1904 og því friðað en Minjastofnun féllst á ósk eigandans í júlí í fyrra og afnam friðunina. Minjastofnun kvaðst ekki gera athugasemdir við að húsið yrði rifið. Í umsögn skipulagssviðs Hafnarfjarðar um umsókn húseigendanna kemur enn fremur fram að athugasemdir hafi borist frá fjórum aðilum þegar breytingin var auglýst. Var það frá Byggðasafni Hafnarfjarðar og úr þremur nærliggjandi húsum. Tekið er undir flestar þessar ábendingar í umsögninni. Þær lúta meðal annars að fyrirferð nýja hússins, byggingarefni og útliti. Eigendur Austurgötu 36 berjast enn fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra hús í stað þess sem ónýtt er.Vísir/ernirVilja eins hús á reitinn Bæjarminjavörður lagði til að allra leiða yrði „leitað til að vernda viðkomandi hús og gera það upp í upprunalegri mynd og ef það er ekki gerlegt verði krafa um það í nýju deiliskipulagi að sams konar hús og nú stendur á lóðinni verði byggt þar og tryggt að um verði að ræða bárujárnsklætt timburhús, sem ekki muni á nokkurn hátt raska þeirri götumynd sem ákveðið hefur verið að varðveita við Austurgötuna og vernda þannig þann menningarsögulega arf fyrir komandi kynslóð,“ eins og segir á athugasemd hans. „Í álitsgerð Minjastofnunar og rökstuðningi fyrir afnámi friðunar hússins kemur fram að byggt er á gögnum um ástand hússins, sem unnin eru fyrir lóðarhafa,“ bendir skipulagssviðið á. Mælt sé með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið teljist ónýtt, eða hvort það sé viðgerðarhæft. „Ef ekki verður unnt að gera við húsið og færa það í upprunalegt horf, verði lögð áhersla á að í hönnun hússins verði stuðst við mælikvarða og hlutföll núverandi húss og byggðarinnar í kring, það verði áréttað í skilmálum deiliskipulagsins,“ segir skipulagssviðið. Vegghæð að götu verði óbreytt og byggingarreitur við húsið verði færður í fyrra horf vegna aukins skuggavarps. Þá kemur fram að í gangi er dómsmál þar sem eigendur hússins stefndu fyrri eigendum vegna falins galla á húsinu.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira
Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00
Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00