Útlendinganefnd leysi lýðræðisvandann? Ögmundur Jónasson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Þegar borgaryfirvöld tóku tilneydd að velta því fyrir sér hvernig brjóta mætti niður lýðræðislegan vilja Reykvíkinga til að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýrinni í Reykjavík varð niðurstaða sú að skipa nefnd til að finna nýja staðsetningu fyrir flugvöllinn – en þó á höfuðborgarsvæðinu. Að sjálfsögðu ætti að virða vilja Reykvíkinga um flugvöll í Reykjavík! Hann ætti bara ekki að þvælast fyrir fasteignabröskurum sem vildu byggja á verðmætasta byggingalandinu svo vísað sé í nýlegan leiðara Fréttablaðsins. Þar var líka talað um hnúta sem þyrfti að leysa og skotgrafir sem þyrfti að komast upp úr. Og hvernig? Með því að fá nefnd útlendinga sem hefði skýrt umboð: „Stjórnmálamenn verða að una niðurstöðunum“, sagði leiðarahöfundur.Staðráðin að virða ekki meirihlutaviljann Allt orkar þetta nú heldur tvímælis. Ítrekaðar skoðanakannanir á mörgum undanförnum árum hafa bent til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna – einnig yfirgnæfandi meirihluti Reykjavíkinga – vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Hvaða hnút þarf þá að höggva á? Hnúturinn sem þarf að leysa er sá vandi sem lýðræðið skapar borgaryfirvöldum í þessu máli. Löngu er nefnilega orðið ljóst að meirihlutaviljann á ekki að virða.Illa gert gagnvart Rögnu Alltaf finnst mér það heldur illa gert gagnvart þeirri ágætu konu, Rögnu Árnadóttur, að kenna við hennar nafn rannsóknarnefnd sem hún var í forsvari fyrir og kom fram með einhverja alvafasömustu tillögu sem fram hefur komið í þessu máli. Nefndinni var falið að kanna hvað væri skásti kosturinn fyrir flugvöll innan höfuðborgarsvæðisins ef flugvöllurinn yrði fluttur úr Vatnsmýrinni – nota bene ekki hver væri besti kosturinn fyrir innanlandsflugvöll, heldur hvar á höfuðborgarsvæðinu mætti koma flugvelli fyrir ef hann yrði hrakinn úr Vatnsmýrinni. Þannig varð til hugmyndin um Hvassahraun.Vilja loka málinu þvert á almannavilja En til þess að reka smiðshöggið á þessa ráðagerð er svo að skilja að ríkisstjórnin hyggist nú fá útlenda menn til að koma með tillöguna og hafi leiðarahöfundur Fréttablaðsins sitt fram yrði málinu þar með lokað. Una verði niðurstöðum aðkeyptra málaliða! En það eru ekki bara braskararnir sem myndu hrósa sigri.Hvernig flugfélögin vilja ráðstafa skattfé Talsmenn flugfélaganna segja að þeir geti vel hugsað sér að láta skattborgara landsins kosta nýjan flugvöll í Hvassahrauni með öllu tilheyrandi. Fjármunum sé betur varið þannig en sóa þeim í menntun barnanna og umönnun aldraðra. Svo sé Reykjanesið varla til annars en að slétta það og malbika. Þarna held ég nú samt að einhverjir eigi eftir að rísa upp. Reykjanesið er nefnilega með fegurstu landsvæðum Íslands. Hver hefur ekki ekið með ferðamenn frá Keflavíkurflugvelli og orðið vitni að hrifningu þeirra af úfnu hrauninu sem ekið er um.Förum vel með landið Við eigum að fara vel með landið okkar og varast í lengstu lög að ráðast í óafturkræf landspjöll. Síðan er náttúrlega hitt að svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll – Miðnesheiðin – býður upp á talsverða möguleika á útvíkkun og þá einnig fyrir innanlandsflugið ef í harðbakkann slær.Vatnsmýrin og Manhattan Og síðan er það braskið. Ég hef áður vakið á því athygli að á ólíklegustu stöðum hafa menn staðist áhlaup byggingabraskara eða hvað skyldi leiðarahöfundur Fréttablaðsins segja um verðmæti byggingalandsins í Hyde Park í London eða Central Park á Manhattan í New York. Seint myndu íbúar þessara borga sætta sig við að „útlendinganefnd“ svipti þá valdi yfir þessum opnu svæðum sem gráðugustu braskarar jarðkringlunnar hafa lengi rennt girndaraugum til.Höfundur er fv. alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar borgaryfirvöld tóku tilneydd að velta því fyrir sér hvernig brjóta mætti niður lýðræðislegan vilja Reykvíkinga til að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýrinni í Reykjavík varð niðurstaða sú að skipa nefnd til að finna nýja staðsetningu fyrir flugvöllinn – en þó á höfuðborgarsvæðinu. Að sjálfsögðu ætti að virða vilja Reykvíkinga um flugvöll í Reykjavík! Hann ætti bara ekki að þvælast fyrir fasteignabröskurum sem vildu byggja á verðmætasta byggingalandinu svo vísað sé í nýlegan leiðara Fréttablaðsins. Þar var líka talað um hnúta sem þyrfti að leysa og skotgrafir sem þyrfti að komast upp úr. Og hvernig? Með því að fá nefnd útlendinga sem hefði skýrt umboð: „Stjórnmálamenn verða að una niðurstöðunum“, sagði leiðarahöfundur.Staðráðin að virða ekki meirihlutaviljann Allt orkar þetta nú heldur tvímælis. Ítrekaðar skoðanakannanir á mörgum undanförnum árum hafa bent til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna – einnig yfirgnæfandi meirihluti Reykjavíkinga – vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Hvaða hnút þarf þá að höggva á? Hnúturinn sem þarf að leysa er sá vandi sem lýðræðið skapar borgaryfirvöldum í þessu máli. Löngu er nefnilega orðið ljóst að meirihlutaviljann á ekki að virða.Illa gert gagnvart Rögnu Alltaf finnst mér það heldur illa gert gagnvart þeirri ágætu konu, Rögnu Árnadóttur, að kenna við hennar nafn rannsóknarnefnd sem hún var í forsvari fyrir og kom fram með einhverja alvafasömustu tillögu sem fram hefur komið í þessu máli. Nefndinni var falið að kanna hvað væri skásti kosturinn fyrir flugvöll innan höfuðborgarsvæðisins ef flugvöllurinn yrði fluttur úr Vatnsmýrinni – nota bene ekki hver væri besti kosturinn fyrir innanlandsflugvöll, heldur hvar á höfuðborgarsvæðinu mætti koma flugvelli fyrir ef hann yrði hrakinn úr Vatnsmýrinni. Þannig varð til hugmyndin um Hvassahraun.Vilja loka málinu þvert á almannavilja En til þess að reka smiðshöggið á þessa ráðagerð er svo að skilja að ríkisstjórnin hyggist nú fá útlenda menn til að koma með tillöguna og hafi leiðarahöfundur Fréttablaðsins sitt fram yrði málinu þar með lokað. Una verði niðurstöðum aðkeyptra málaliða! En það eru ekki bara braskararnir sem myndu hrósa sigri.Hvernig flugfélögin vilja ráðstafa skattfé Talsmenn flugfélaganna segja að þeir geti vel hugsað sér að láta skattborgara landsins kosta nýjan flugvöll í Hvassahrauni með öllu tilheyrandi. Fjármunum sé betur varið þannig en sóa þeim í menntun barnanna og umönnun aldraðra. Svo sé Reykjanesið varla til annars en að slétta það og malbika. Þarna held ég nú samt að einhverjir eigi eftir að rísa upp. Reykjanesið er nefnilega með fegurstu landsvæðum Íslands. Hver hefur ekki ekið með ferðamenn frá Keflavíkurflugvelli og orðið vitni að hrifningu þeirra af úfnu hrauninu sem ekið er um.Förum vel með landið Við eigum að fara vel með landið okkar og varast í lengstu lög að ráðast í óafturkræf landspjöll. Síðan er náttúrlega hitt að svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll – Miðnesheiðin – býður upp á talsverða möguleika á útvíkkun og þá einnig fyrir innanlandsflugið ef í harðbakkann slær.Vatnsmýrin og Manhattan Og síðan er það braskið. Ég hef áður vakið á því athygli að á ólíklegustu stöðum hafa menn staðist áhlaup byggingabraskara eða hvað skyldi leiðarahöfundur Fréttablaðsins segja um verðmæti byggingalandsins í Hyde Park í London eða Central Park á Manhattan í New York. Seint myndu íbúar þessara borga sætta sig við að „útlendinganefnd“ svipti þá valdi yfir þessum opnu svæðum sem gráðugustu braskarar jarðkringlunnar hafa lengi rennt girndaraugum til.Höfundur er fv. alþingismaður
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar