Einir og ófaglærðir í ferðamannavertíð Sveinn Arnarsson skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Vegfarendur á Vesturlandi munu búa við skerta þjónustu lögreglunnar frá og með vorinu. VÍSIR/VILHELM Ófaglærðir munu starfa einsamlir við lögreglustörf víða á landsbyggðinni í sumar sem eykur viðbragðstíma lögreglu til muna. Fjölgun ferðamanna er spáð áfram næsta sumar sem eykur umferð töluvert. Þetta segir Sigurður Jónsson, lögreglumaður á Vesturlandi en hann hélt erindi í Háskólanum á Akureyri í gær undir yfirskriftinni „Einn á vakt“. Erindið var hluti ráðstefnu um löggæslu í landsbyggðum. Sigurður segir þessa stöðu langt í frá ákjósanlega. „Frá áramótum hafa verið tveir á vakt í Borgarnesi en það breytist með vorinu og þá verður einn á vaktinni á virkum dögum á milli sjö á morgnana og tvö á daginn yfir árið,“ segir Sigurður. „Embættin þurfa að fá peninga til að geta greitt laun og ef þau fá ekki peninga þá geta þau ekki haldið úti starfsemi.“ Sigurður segir að auðvitað sé þetta ekki einvörðungu svona á Vesturlandi. Sama staðan sé á mörgum öðrum stöðum á landinu.Sigurður Jónsson, lögreglumaður á Vesturlandi, í HA í gær.Vísir/SA „Það sem manni finnst súrast er að embættið sé að ráða ófaglært fólk gagngert til að starfa eitt úti á vegunum. Það eru dæmi um það. Borgarinn á rétt á faglegri og góðri þjónustu. Öryggi lögreglumanna, því er svolítið fórnað ef þeir eru einir, að ekki sé talað um að þú sért ófaglærður. Það á ekki að setja ófaglært fólk í þá stöðu að vera eitt, það er bara illa gert gagnvart því.“ Ófaglærðir lögreglumenn hafa ekki sömu réttindi og þeir lögreglumenn sem hafa menntað sig í greininni. Til að mynda má það fólk ekki aka forgangsakstur. Ef slys ber að höndum á landsbyggðinni þar sem aðeins einn ófaglærður einstaklingur er á vakt eykst viðbragðstíminn sem því nemur eða þá að kalla þarf út bakvakt. Þetta segir Sigurður ekki vera í lagi. „Það eru skýrar reglur sem gilda um akstur lögreglubifreiða. Þú þarft ákveðin réttindi til að aka þessum bílum í forgangsakstri.“ Lögreglumenn á vakt úti á landi sinna oft ótrúlegustu aukaverkum. Í erindi sínu við Háskólann á Akureyri í gær nefndi hann að í fyrradag hafi hann farið í útkall ásamt sálfræðingi á sveitabæ nokkurn í umdæminu. Það hafi endað á því að annar þeirra þurfti að fara í fjós að mjólka og sinna bústörfum. „Þetta gerist iðulega, að við þurfum að setja okkur í hlutverk hinna ýmsu aðila. Við lögreglumenn þurfum að geta verið sálfræðingar, sálusorgarar, prestar, bifvélavirkjar eða bændur ef svo ber undir. Þegar við erum einir á vakt geta alls konar hlutir orðið á vegi manns.“Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.Vísir/EyþórHagrætt þrátt fyrir aukið fjármagn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti á dögunum aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan lögreglunnar. Alls verður bætt við 15 stöðugildum hjá lögregluembættunum og skiptast þau þannig að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær sex stöðugildi, tvö lögregluembætti fá tvö stöðugildi og önnur lögregluembætti sem fara með rannsóknir kynferðisbrota fá eitt stöðugildi hvert. Sigurður Jónsson bendir á að það sé auðvitað mjög gott að efla rannsóknir og löggæslustörf þegar kemur að kynferðisbrotum. „Hins vegar er það svo að það er áfram hagræðingarkrafa á embættunum. Það er ástæðan fyrir því að lögreglumenn verða einir á vakt frá og með vorinu þar til fjárframlög til embættanna breytist,“ segir Sigurður. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Ófaglærðir munu starfa einsamlir við lögreglustörf víða á landsbyggðinni í sumar sem eykur viðbragðstíma lögreglu til muna. Fjölgun ferðamanna er spáð áfram næsta sumar sem eykur umferð töluvert. Þetta segir Sigurður Jónsson, lögreglumaður á Vesturlandi en hann hélt erindi í Háskólanum á Akureyri í gær undir yfirskriftinni „Einn á vakt“. Erindið var hluti ráðstefnu um löggæslu í landsbyggðum. Sigurður segir þessa stöðu langt í frá ákjósanlega. „Frá áramótum hafa verið tveir á vakt í Borgarnesi en það breytist með vorinu og þá verður einn á vaktinni á virkum dögum á milli sjö á morgnana og tvö á daginn yfir árið,“ segir Sigurður. „Embættin þurfa að fá peninga til að geta greitt laun og ef þau fá ekki peninga þá geta þau ekki haldið úti starfsemi.“ Sigurður segir að auðvitað sé þetta ekki einvörðungu svona á Vesturlandi. Sama staðan sé á mörgum öðrum stöðum á landinu.Sigurður Jónsson, lögreglumaður á Vesturlandi, í HA í gær.Vísir/SA „Það sem manni finnst súrast er að embættið sé að ráða ófaglært fólk gagngert til að starfa eitt úti á vegunum. Það eru dæmi um það. Borgarinn á rétt á faglegri og góðri þjónustu. Öryggi lögreglumanna, því er svolítið fórnað ef þeir eru einir, að ekki sé talað um að þú sért ófaglærður. Það á ekki að setja ófaglært fólk í þá stöðu að vera eitt, það er bara illa gert gagnvart því.“ Ófaglærðir lögreglumenn hafa ekki sömu réttindi og þeir lögreglumenn sem hafa menntað sig í greininni. Til að mynda má það fólk ekki aka forgangsakstur. Ef slys ber að höndum á landsbyggðinni þar sem aðeins einn ófaglærður einstaklingur er á vakt eykst viðbragðstíminn sem því nemur eða þá að kalla þarf út bakvakt. Þetta segir Sigurður ekki vera í lagi. „Það eru skýrar reglur sem gilda um akstur lögreglubifreiða. Þú þarft ákveðin réttindi til að aka þessum bílum í forgangsakstri.“ Lögreglumenn á vakt úti á landi sinna oft ótrúlegustu aukaverkum. Í erindi sínu við Háskólann á Akureyri í gær nefndi hann að í fyrradag hafi hann farið í útkall ásamt sálfræðingi á sveitabæ nokkurn í umdæminu. Það hafi endað á því að annar þeirra þurfti að fara í fjós að mjólka og sinna bústörfum. „Þetta gerist iðulega, að við þurfum að setja okkur í hlutverk hinna ýmsu aðila. Við lögreglumenn þurfum að geta verið sálfræðingar, sálusorgarar, prestar, bifvélavirkjar eða bændur ef svo ber undir. Þegar við erum einir á vakt geta alls konar hlutir orðið á vegi manns.“Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.Vísir/EyþórHagrætt þrátt fyrir aukið fjármagn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti á dögunum aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan lögreglunnar. Alls verður bætt við 15 stöðugildum hjá lögregluembættunum og skiptast þau þannig að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær sex stöðugildi, tvö lögregluembætti fá tvö stöðugildi og önnur lögregluembætti sem fara með rannsóknir kynferðisbrota fá eitt stöðugildi hvert. Sigurður Jónsson bendir á að það sé auðvitað mjög gott að efla rannsóknir og löggæslustörf þegar kemur að kynferðisbrotum. „Hins vegar er það svo að það er áfram hagræðingarkrafa á embættunum. Það er ástæðan fyrir því að lögreglumenn verða einir á vakt frá og með vorinu þar til fjárframlög til embættanna breytist,“ segir Sigurður.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira