Hlutur TM hækkað yfir 70 prósent í verði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 17:45 Hlutur TM í Stoðum er langsamlega stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins. Vísir/Anton Brink Virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í drykkjarframleiðandanum Refresco Group hefur hækkað um meira en 70 prósent frá því að félagið eignaðist hlutinn á öðrum fjórðungi síðasta árs. Hluturinn var metinn á 2.156 milljónir króna í bókum tryggingafélagsins í lok ársins en til samanburðar var hann metinn á 1.768 milljónir í septemberlok. Hafði bókfært virði hans þá þegar hækkað um ríflega 500 milljónir. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum eignarhaldsfélögin S122 og Stoðir. Hluturinn hækkaði umtalsvert í verði eftir að tilkynnt var um yfirtöku fjárfestingasjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á drykkjarframleiðandanum, fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna, síðasta haust. Samkeppnisyfirvöld samþykktu yfirtökuna í liðinni viku. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum, sem á tæp níu prósent í Refresco, af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl á síðasta ári. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign TM. Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar stendur vilji til þess hjá stærstu hluthöfum Stoða að halda starfsemi félagsins áfram þegar yfirtakan á Refresco klárast. Við það yrði til stærsta fjárfestingafélag landsins með liðlega átján milljarða króna í eigið fé. Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári Virði hlutafjár félags sem var stofnað vegna kaupa á hlut í Stoðum hækkaði um 53 prósent á síðari hluta síðasta árs. Á meðal hluthafa er félag Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods. 31. janúar 2018 08:00 Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins. 31. ágúst 2017 07:00 Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. 2. nóvember 2017 10:15 200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna. 3. október 2017 17:30 Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í drykkjarframleiðandanum Refresco Group hefur hækkað um meira en 70 prósent frá því að félagið eignaðist hlutinn á öðrum fjórðungi síðasta árs. Hluturinn var metinn á 2.156 milljónir króna í bókum tryggingafélagsins í lok ársins en til samanburðar var hann metinn á 1.768 milljónir í septemberlok. Hafði bókfært virði hans þá þegar hækkað um ríflega 500 milljónir. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum eignarhaldsfélögin S122 og Stoðir. Hluturinn hækkaði umtalsvert í verði eftir að tilkynnt var um yfirtöku fjárfestingasjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á drykkjarframleiðandanum, fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna, síðasta haust. Samkeppnisyfirvöld samþykktu yfirtökuna í liðinni viku. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum, sem á tæp níu prósent í Refresco, af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl á síðasta ári. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign TM. Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar stendur vilji til þess hjá stærstu hluthöfum Stoða að halda starfsemi félagsins áfram þegar yfirtakan á Refresco klárast. Við það yrði til stærsta fjárfestingafélag landsins með liðlega átján milljarða króna í eigið fé.
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári Virði hlutafjár félags sem var stofnað vegna kaupa á hlut í Stoðum hækkaði um 53 prósent á síðari hluta síðasta árs. Á meðal hluthafa er félag Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods. 31. janúar 2018 08:00 Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins. 31. ágúst 2017 07:00 Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. 2. nóvember 2017 10:15 200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna. 3. október 2017 17:30 Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári Virði hlutafjár félags sem var stofnað vegna kaupa á hlut í Stoðum hækkaði um 53 prósent á síðari hluta síðasta árs. Á meðal hluthafa er félag Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods. 31. janúar 2018 08:00
Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins. 31. ágúst 2017 07:00
Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. 2. nóvember 2017 10:15
200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna. 3. október 2017 17:30
Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30