Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 23:36 Þegar búið var telja nær öll atkvæði var Bolsonaro með 56 prósent atkvæða. EPA/Fernando Bizerra „Við munum breyta örlögum Brasilíu í sameiningu,“ sagði hægrimaðurinn Jair Bolsonaro þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Sao Paulo í kvöld. Þegar búið var telja nær öll atkvæði var Bolsonaro með 56 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Fernando Haddad, frambjóðandi Verkamannaflokksins, 44 prósent. „Við getum ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu,“ sagði Bolsonaro.Umdeildur Síðari umferð forsetakosninganna fór fram í dag þar sem kosið var milli Bolsonaro og Haddad, þá frambjóðendur sem fengu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna fyrr í mánuðinum. Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti muni hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu. Hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma og sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um konur og samkynhneigða. Kosningabaráttan var mjög hörð þar sem stuðningsmenn beggja frambjóðenda sökuðu andstæðinginn um að sá myndi eyðileggja brasilískt samfélag, yrði hann kosinn.Þakkaði traustið Bolsonaro mun taka við embætti forseta 1. janúar á næsta ári. Fráfarandi forseti, Michel Temer, nýtur fádæma óvinsælda en skoðanakannanir benda til að einungis tvö prósent Brasilíumanna séu ánægðir með hans störf. Bolsonaro þakkaði traustið í færslu á Twitter í kvöld og sagði að þau muni breyta Brasilíu.Obrigado pela confiança! Vamos juntos mudar o Brasil! pic.twitter.com/eeAdr0dc13— Jair Bolsonaro (@jairbolsonaro) October 28, 2018 “Yes him! Yes him!” Massive Bolsonaro celebrations outside São Paulo's Art museum @guardianworld @MsKateLyons pic.twitter.com/uoGCV4GCxy— Tom Phillips (@tomphillipsin) October 28, 2018 Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
„Við munum breyta örlögum Brasilíu í sameiningu,“ sagði hægrimaðurinn Jair Bolsonaro þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Sao Paulo í kvöld. Þegar búið var telja nær öll atkvæði var Bolsonaro með 56 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Fernando Haddad, frambjóðandi Verkamannaflokksins, 44 prósent. „Við getum ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu,“ sagði Bolsonaro.Umdeildur Síðari umferð forsetakosninganna fór fram í dag þar sem kosið var milli Bolsonaro og Haddad, þá frambjóðendur sem fengu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna fyrr í mánuðinum. Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti muni hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu. Hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma og sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um konur og samkynhneigða. Kosningabaráttan var mjög hörð þar sem stuðningsmenn beggja frambjóðenda sökuðu andstæðinginn um að sá myndi eyðileggja brasilískt samfélag, yrði hann kosinn.Þakkaði traustið Bolsonaro mun taka við embætti forseta 1. janúar á næsta ári. Fráfarandi forseti, Michel Temer, nýtur fádæma óvinsælda en skoðanakannanir benda til að einungis tvö prósent Brasilíumanna séu ánægðir með hans störf. Bolsonaro þakkaði traustið í færslu á Twitter í kvöld og sagði að þau muni breyta Brasilíu.Obrigado pela confiança! Vamos juntos mudar o Brasil! pic.twitter.com/eeAdr0dc13— Jair Bolsonaro (@jairbolsonaro) October 28, 2018 “Yes him! Yes him!” Massive Bolsonaro celebrations outside São Paulo's Art museum @guardianworld @MsKateLyons pic.twitter.com/uoGCV4GCxy— Tom Phillips (@tomphillipsin) October 28, 2018
Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13
„Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00