Bjargað hátt í 900 flóttamönnum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2018 19:30 Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í björgun á hátt í 900 flóttamönnum við landamæraeftirlit á Spáni. Hreggviður Símonarson, stýrimaður vélarinnar, segir átakanlegt að sjá hvað flóttafólki hefur fjölgað á þessu svæði. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í byrjun mánaðar til Malaga á Spáni til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra og strandgæslustofnun Evrópu. Vélin flýgur þá um og staðsetur bátana sem flóttafólkið er í og spænsk yfirvöld sjá svo um að koma þeim í öruggt skjól. Stýrimaður vélarinnar segir þeirra helsta markmið vera að finna bátana nógu snemma eða áður en fólkið lendir í einhverjum áföllum. „Núna í þessu tilfelli hefur ekki tekið langan tíma þar til við finnum fyrsta bátinn. Við erum að finna báta eftir svona klukkutíma flug. Við erum þá mikið í því að hringsóla yfir bátnum þar til skip kemur á svæðið frá spænskum yfirvöldum," segir hann. Hann segir það koma á óvart hversu marga þeir finna á hverjum degi en síðastliðinn fimmtudag fundust alls sautján bátar með um 300 manns innanborðs. Hann segir það aðallega taka á andlegu hliðina að sjá fólk hangandi utan á hálf sokknum bátum að bíða björgunar. „Þetta er flóttafólk allt saman, annars vegar frá Marokkó og Alsír. Þaðan koma eingöngu karlmenn sem eru á leiðinni yfir í leit að betri lífsgæðum. Svo eru það hins vegar fólk sunnan Sahara sem eru virkilegir flóttamenn að leita að betri lífsgæðum. Það fólk er búið að þvælast yfir alla Saharaeyðimörkina og þetta er síðasti spölurinn yfir til Evrópu," segir hann. Alsír Flóttamenn Fréttir af flugi Spánn Tengdar fréttir Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í björgun á hátt í 900 flóttamönnum við landamæraeftirlit á Spáni. Hreggviður Símonarson, stýrimaður vélarinnar, segir átakanlegt að sjá hvað flóttafólki hefur fjölgað á þessu svæði. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í byrjun mánaðar til Malaga á Spáni til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra og strandgæslustofnun Evrópu. Vélin flýgur þá um og staðsetur bátana sem flóttafólkið er í og spænsk yfirvöld sjá svo um að koma þeim í öruggt skjól. Stýrimaður vélarinnar segir þeirra helsta markmið vera að finna bátana nógu snemma eða áður en fólkið lendir í einhverjum áföllum. „Núna í þessu tilfelli hefur ekki tekið langan tíma þar til við finnum fyrsta bátinn. Við erum að finna báta eftir svona klukkutíma flug. Við erum þá mikið í því að hringsóla yfir bátnum þar til skip kemur á svæðið frá spænskum yfirvöldum," segir hann. Hann segir það koma á óvart hversu marga þeir finna á hverjum degi en síðastliðinn fimmtudag fundust alls sautján bátar með um 300 manns innanborðs. Hann segir það aðallega taka á andlegu hliðina að sjá fólk hangandi utan á hálf sokknum bátum að bíða björgunar. „Þetta er flóttafólk allt saman, annars vegar frá Marokkó og Alsír. Þaðan koma eingöngu karlmenn sem eru á leiðinni yfir í leit að betri lífsgæðum. Svo eru það hins vegar fólk sunnan Sahara sem eru virkilegir flóttamenn að leita að betri lífsgæðum. Það fólk er búið að þvælast yfir alla Saharaeyðimörkina og þetta er síðasti spölurinn yfir til Evrópu," segir hann.
Alsír Flóttamenn Fréttir af flugi Spánn Tengdar fréttir Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00