Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2018 08:58 Ormsbók Snorra-Eddu verður til sýnis á Listastafni Íslands síðar í sumar. Fréttablaðið/GVA / Wikipedia Tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða flutt með vél Icelandair frá Kaupmannahöfn, þar sem þau eru varðveitt, til landsins í dag. Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár sem opnuð verður í Listasafni Íslands þann 18. júlí í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Handritin sem um ræðir eru Ormsbók, eitt af höfuðhandritum Snorra Eddu, og Reykjabók Njálu, elsta nær heila handrit sögunnar og eina handrit hennar sem enn er varðveitt í Kaupmannahöfn, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis. Handritin munu verða í öndvegi á sýningunni. „Á Keflavíkurflugvelli tekur sérsveit Ríkislögreglustjóra við handritunum og flytur þau í Árnastofnun þar sem Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir þeim viðtöku og varðveitir þar til sýningin Lífsblómið opnar. Klukkan 16.30 mun Guðrún opna handritakassana og segja stuttlega frá handritunum. Fljótlega eftir að Ísland varð lýðveldi árið 1944 hófust viðræður við Dani um að öll íslensk miðaldahandrit sem varðveitt væru í Kaupmannahöfn skyldu flutt til Íslands. Tíu árum síðar hófust samningaviðræður milli þjóðanna um afhendingu íslenskra handrita. Árið 1961 náðist samkomulag um að handrit skrifuð á íslensku með efni sem varðaði Ísland og íslensk málefni sérstaklega yrðu flutt til Íslands en önnur íslensk miðaldahandrit yrðu áfram varðveitt í Kaupmannahöfn. Vorið 1971 komu fyrstu tvö handritin heim til Íslands, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða,“ segir í tilkynningunni. Vélin lendir klukkan 15:10 á Keflavíkurflugvelli. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða flutt með vél Icelandair frá Kaupmannahöfn, þar sem þau eru varðveitt, til landsins í dag. Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár sem opnuð verður í Listasafni Íslands þann 18. júlí í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Handritin sem um ræðir eru Ormsbók, eitt af höfuðhandritum Snorra Eddu, og Reykjabók Njálu, elsta nær heila handrit sögunnar og eina handrit hennar sem enn er varðveitt í Kaupmannahöfn, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis. Handritin munu verða í öndvegi á sýningunni. „Á Keflavíkurflugvelli tekur sérsveit Ríkislögreglustjóra við handritunum og flytur þau í Árnastofnun þar sem Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir þeim viðtöku og varðveitir þar til sýningin Lífsblómið opnar. Klukkan 16.30 mun Guðrún opna handritakassana og segja stuttlega frá handritunum. Fljótlega eftir að Ísland varð lýðveldi árið 1944 hófust viðræður við Dani um að öll íslensk miðaldahandrit sem varðveitt væru í Kaupmannahöfn skyldu flutt til Íslands. Tíu árum síðar hófust samningaviðræður milli þjóðanna um afhendingu íslenskra handrita. Árið 1961 náðist samkomulag um að handrit skrifuð á íslensku með efni sem varðaði Ísland og íslensk málefni sérstaklega yrðu flutt til Íslands en önnur íslensk miðaldahandrit yrðu áfram varðveitt í Kaupmannahöfn. Vorið 1971 komu fyrstu tvö handritin heim til Íslands, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða,“ segir í tilkynningunni. Vélin lendir klukkan 15:10 á Keflavíkurflugvelli.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira