Erlent

Unglingur handtekinn vegna morðsins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lýst var eftir Aleshu MacPhail á mánudag.
Lýst var eftir Aleshu MacPhail á mánudag. Facebook
Unglingspiltur hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina á andláti stúlkunnar Aleshu MacPhail. Lík hennar fannst í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute. Greint frá því í gær að andlát hennar væri rannsakað sem morð.

Lögreglan segir að rannsókn málsins sé enn í fullum gangi og biðlar hún til sjónarvotta að gefa sig fram. Hún vill lítið gefa upp um handtökuna, annað en að um sé að ræða dreng sem ekki hefur náð 18 ára aldri. Að sama skapi lýsir hún handtökunni sem „mikilvægum áfanga“ í rannsókn málsins.

Fyrstu fregnir af hvarfi hinnar sex ára gömlu MacPhail bárust á mánudagmorgun þegar amma hennar birti færslu á Facebook þar sem hún lýsti eftir henni. Hófst þá mikil leit og fannst líkið um tveimur og hálfum tíma síðar í rústunum sem er að finna í skóglendi í um tuttugu mínútna fjarlægð frá húsi föðurforeldra hennar, þar sem hún dvaldi ásamt föður sínum. Fjölmennt lið lögreglu er nú á eyjunni til að aðstoða við rannsókn málsins.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að viðbrögð almennings við málinu hafi verið mikil. Fjölmargar ábendingar hafi borist lögreglu en enn sé ýmsum spurningum ósvarað. Lögreglan biðlar því til allra, ekki síst þeirra sem búa yfir upptökum úr öryggismyndavélum, að gefa sig fram svo að leysa megi málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×