Greiddu Guns N'Roses tónleikana fyrirfram Benedikt Bóas skrifar 5. júlí 2018 06:00 Fyrir síðustu helgi var ákveðið að bæta við 3.000 miðum og hefur sú sala farið hratt af stað og eru þmiðarnir við það að klárast þegar þetta er skrifað. Upprunalega var gert ráð fyrir 18.500 tónleikagestum VÍSIR/ANDRI MARINÓ Knattspyrnusamband Íslands bókaði í fundargerð sinni að einungis yrði gengið til samninga við tónleikahaldara bandarísku rokkhljómsveitarinnar Guns N'Roses með fyrirframgreiðslu og að upphæð tekna væri veruleg. Hvað völlurinn kostar er ekki gefið upp. „Samkomulag milli skipuleggjenda tónleikanna og KSÍ er trúnaðarmál,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production, sem stendur fyrir tónleikunum. Björn segir að tekjur af tónleikunum eigi eftir að koma í ljós í lokauppgjöri en augljóslega sé ekki farið í verkefni af þessari stærðargráðu til þess að tapa fé. „Gangi verkefnið að óskum opnar það fjölmargar dyr fyrir frekara tónleikahald á Íslandi þar sem listamenn af svipaðri stærðargráðu gætu séð sér fært að koma fram hér á landi. Þá erum við að tala um listamenn sem hafa hingað til verið taldir ófáanlegir til tónleikahalds á Íslandi vegna smæðar markaðarins,“ segir Björn.Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production.Tónleikarnir fara fram síðar í júlí og hefur verið hugsað út í hvernig eigi að vernda grasið á þjóðarleikvangnum þar sem tvö af 25 bestu landsliðum heims í karla- og kvennaflokki sparka bolta. „Grasið á Laugardalsvelli verður verndað með sérstöku gólfi af gerðinni ArmorDeck. Þetta gólf er í nokkurri hæð frá grasinu sjálfu, leyfir því að anda og hleypir í gegn sólarljósi og regnvatni, ef því er að skipta. Það grasinu kleift að vaxa áfram á meðan á þessu tímabundna verkefni stendur og verður því vellinum skilað í fullkomnu ástandi að tónleikum loknum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í verndun á grasi þegar kemur að tónleikahaldi og styðjast aðstandendur tónleikaferðalagsins við allra nýjustu og bestu tækni í þeim efnum.“ Upprunalega var gert ráð fyrir 18.500 tónleikagestum með fyrirvara um að hægt væri að semja um að fleiri miðar væru settir í sölu ef aðstæður byðu upp á. Fyrir síðustu helgi var ákveðið að bæta við 3.000 miðum og hefur sú sala farið hratt af stað og eru þeir miðar við það að seljast upp þegar þetta er skrifað Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00 Miðar á GNR rokseljast „Miðasalan fór af stað með hvelli,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production, sem stendur fyrir tónleikum Guns N' Roses á Laugardalsvelli í sumar. 3. maí 2018 06:00 Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands bókaði í fundargerð sinni að einungis yrði gengið til samninga við tónleikahaldara bandarísku rokkhljómsveitarinnar Guns N'Roses með fyrirframgreiðslu og að upphæð tekna væri veruleg. Hvað völlurinn kostar er ekki gefið upp. „Samkomulag milli skipuleggjenda tónleikanna og KSÍ er trúnaðarmál,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production, sem stendur fyrir tónleikunum. Björn segir að tekjur af tónleikunum eigi eftir að koma í ljós í lokauppgjöri en augljóslega sé ekki farið í verkefni af þessari stærðargráðu til þess að tapa fé. „Gangi verkefnið að óskum opnar það fjölmargar dyr fyrir frekara tónleikahald á Íslandi þar sem listamenn af svipaðri stærðargráðu gætu séð sér fært að koma fram hér á landi. Þá erum við að tala um listamenn sem hafa hingað til verið taldir ófáanlegir til tónleikahalds á Íslandi vegna smæðar markaðarins,“ segir Björn.Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production.Tónleikarnir fara fram síðar í júlí og hefur verið hugsað út í hvernig eigi að vernda grasið á þjóðarleikvangnum þar sem tvö af 25 bestu landsliðum heims í karla- og kvennaflokki sparka bolta. „Grasið á Laugardalsvelli verður verndað með sérstöku gólfi af gerðinni ArmorDeck. Þetta gólf er í nokkurri hæð frá grasinu sjálfu, leyfir því að anda og hleypir í gegn sólarljósi og regnvatni, ef því er að skipta. Það grasinu kleift að vaxa áfram á meðan á þessu tímabundna verkefni stendur og verður því vellinum skilað í fullkomnu ástandi að tónleikum loknum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í verndun á grasi þegar kemur að tónleikahaldi og styðjast aðstandendur tónleikaferðalagsins við allra nýjustu og bestu tækni í þeim efnum.“ Upprunalega var gert ráð fyrir 18.500 tónleikagestum með fyrirvara um að hægt væri að semja um að fleiri miðar væru settir í sölu ef aðstæður byðu upp á. Fyrir síðustu helgi var ákveðið að bæta við 3.000 miðum og hefur sú sala farið hratt af stað og eru þeir miðar við það að seljast upp þegar þetta er skrifað
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00 Miðar á GNR rokseljast „Miðasalan fór af stað með hvelli,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production, sem stendur fyrir tónleikum Guns N' Roses á Laugardalsvelli í sumar. 3. maí 2018 06:00 Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00
Miðar á GNR rokseljast „Miðasalan fór af stað með hvelli,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production, sem stendur fyrir tónleikum Guns N' Roses á Laugardalsvelli í sumar. 3. maí 2018 06:00
Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15