Tími kominn til að friða miðborgina sem íbúðahverfi Sighvatur skrifar 5. júlí 2018 07:00 Frá samráðsfundi borgarinnar með íbúum vegna vinnu við nýja ferðamálastefnu. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir nauðsynlegt að íbúar, ferðaþjónusta og borgin tali saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég fagna því að það sé verið að ræða saman og taka stöðuna á þessum málum. Það er löngu tímabært. Við þurfum skýrar og einfaldar reglur sem farið er eftir um hvernig þetta eigi að vera. Í gegnum tíðina hefur þetta verið svolítið stjórnlaust,“ segir Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, um vinnu við nýja ferðamálastefnu borgarinnar. Að sögn Örnu Schram, sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hafa undanfarnar vikur verið stigin fyrstu skrefin í vinnu við nýja ferðamálastefnu borgarinnar. Liður í þeirri vinnu var samráðsfundur með íbúum sem fram fór á þriðjudagskvöld en fram undan er meðal annars samráðsfundur borgarinnar með aðilum í ferðaþjónustu. Nýja stefnan mun leysa eldri stefnu frá 2011 af hólmi. „Eins og allir sjá hefur ferðaþjónustan vaxið mjög á þeim árum sem liðin eru og tímabært að móta nýja sýn og skilgreina betur nýjar áskoranir og finna leiðir til að mæta þeim. Við viljum stuðla að enn betri sátt milli borgarbúa og ört vaxandi ferðaþjónustu,“ segir Arna. Benóný bendir á að miðborg Reykjavíkur sé stærsti ferðamannastaður landsins.Miðborg Reykjavíkur er stærsti ferðamannastaður landsins.Vísir/stefán„Það kreppir mest að okkur, íbúum miðborgarinnar. Við erum að missa unga fólkið héðan því það hefur ekki lengur efni á að búa hér. Það er kominn tími til að friða miðborgina sem íbúðahverfi,“ segir Benóný. Hann segir nauðsynlegt að samræða eigi sér stað milli íbúa, ferðaþjónustunnar og borgarinnar. Dæmi um fyrirmynd að því hvernig eigi að vinna hlutina sé takmörkun á umferð hópferðabíla í miðborginni sem samþykkt var á síðasta ári. „Þarna unnu ferðaþjónustan og íbúar saman að tillögum og svo kom stýrihópur frá borginni inn í málið. Við þurfum að skoða fleiri hluti með þeim gleraugum. Ég er á því að með samráði getum við gert þetta þannig að við getum öll verið hér. Þetta er ekki stórt svæði og það þarf ekki mikið að breytast til að það verði varla hægt að búa hér,“ segir Benóný. Arna segir áskorun felast í því að tryggja góða sambúð milli ferðaþjónustu og borgarbúa. Meðal þeirra þátta sem íbúar nefni í því samhengi sé mikilvægi hreinlætis, sorphirðu og þrifa á götum. Einnig hafi ýmsir áhyggjur af einsleitri þjónustu og verslun í miðborginni og mögulegum neikvæðum áhrifum heimagistingar. „Þetta er víðfeðm stefna en við viljum hafa hana raunsæja. Henni mun fylgja aðgerðaáætlun og innleiðingaráætlun. Borgarstjórn þarf auðvitað að samþykkja stefnuna en við vonumst til að þetta klárist næsta vetur.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00 Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
„Ég fagna því að það sé verið að ræða saman og taka stöðuna á þessum málum. Það er löngu tímabært. Við þurfum skýrar og einfaldar reglur sem farið er eftir um hvernig þetta eigi að vera. Í gegnum tíðina hefur þetta verið svolítið stjórnlaust,“ segir Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, um vinnu við nýja ferðamálastefnu borgarinnar. Að sögn Örnu Schram, sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hafa undanfarnar vikur verið stigin fyrstu skrefin í vinnu við nýja ferðamálastefnu borgarinnar. Liður í þeirri vinnu var samráðsfundur með íbúum sem fram fór á þriðjudagskvöld en fram undan er meðal annars samráðsfundur borgarinnar með aðilum í ferðaþjónustu. Nýja stefnan mun leysa eldri stefnu frá 2011 af hólmi. „Eins og allir sjá hefur ferðaþjónustan vaxið mjög á þeim árum sem liðin eru og tímabært að móta nýja sýn og skilgreina betur nýjar áskoranir og finna leiðir til að mæta þeim. Við viljum stuðla að enn betri sátt milli borgarbúa og ört vaxandi ferðaþjónustu,“ segir Arna. Benóný bendir á að miðborg Reykjavíkur sé stærsti ferðamannastaður landsins.Miðborg Reykjavíkur er stærsti ferðamannastaður landsins.Vísir/stefán„Það kreppir mest að okkur, íbúum miðborgarinnar. Við erum að missa unga fólkið héðan því það hefur ekki lengur efni á að búa hér. Það er kominn tími til að friða miðborgina sem íbúðahverfi,“ segir Benóný. Hann segir nauðsynlegt að samræða eigi sér stað milli íbúa, ferðaþjónustunnar og borgarinnar. Dæmi um fyrirmynd að því hvernig eigi að vinna hlutina sé takmörkun á umferð hópferðabíla í miðborginni sem samþykkt var á síðasta ári. „Þarna unnu ferðaþjónustan og íbúar saman að tillögum og svo kom stýrihópur frá borginni inn í málið. Við þurfum að skoða fleiri hluti með þeim gleraugum. Ég er á því að með samráði getum við gert þetta þannig að við getum öll verið hér. Þetta er ekki stórt svæði og það þarf ekki mikið að breytast til að það verði varla hægt að búa hér,“ segir Benóný. Arna segir áskorun felast í því að tryggja góða sambúð milli ferðaþjónustu og borgarbúa. Meðal þeirra þátta sem íbúar nefni í því samhengi sé mikilvægi hreinlætis, sorphirðu og þrifa á götum. Einnig hafi ýmsir áhyggjur af einsleitri þjónustu og verslun í miðborginni og mögulegum neikvæðum áhrifum heimagistingar. „Þetta er víðfeðm stefna en við viljum hafa hana raunsæja. Henni mun fylgja aðgerðaáætlun og innleiðingaráætlun. Borgarstjórn þarf auðvitað að samþykkja stefnuna en við vonumst til að þetta klárist næsta vetur.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00 Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00
Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00