Viðreisn blasir við í Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 5. júlí 2018 07:00 Fyrir hvað stendur nýi meirihlutinn í höfuðborg landsins? Við í Viðreisn höfum heyrt því fleygt að í raun hafi ekki verið myndaður nýr meirihluti heldur sé um að ræða framhald frá fyrra kjörtímabili. Slík framsetning er ekki bara mikil einföldun heldur líka einfaldlega röng. Vissulega er að hluta um sömu flokka að ræða og áttu í meirihlutasamstarfi í Reykjavík á árunum 2014-2018 en hlutföll flokkanna eru allt önnur og verkaskiptingu hefur verið breytt. Í nýjum meirihluta er líka nýr flokkur, Viðreisn, sem hefur skýra sýn og stefnu í hvernig borgin okkar á að vera. Viðreisn er ekki neinn annar flokkur né fjórða hjólið undir gamla meirihlutanum, með Viðreisn var myndaður nýr meirihluti og við myndun meirihlutans var megináherslan að ná sem mestu úr stefnu Viðreisnar inn í málefnasamninginn. Og hver var árangurinn? Helstu baráttumál okkar í Viðreisn í nýafstöðnum kosningum voru að hlúa að fjölbreyttu atvinnulífi, tryggja góðan rekstrargrundvöll fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í borginni, huga vel að öllum hverfum borgarinnar undir slagorðinu „inn með úthverfin“, einfalda kerfið, innleiða notendamiðaða þjónustu til að einfalda líf íbúa og stefna að framúrskarandi menntun fyrir börnin okkar. Öll fengu þessi mál góðar undirtektir í meirihlutaviðræðum líkt og sjá má í samstarfssáttmála nýs meirihluta. Við sameinuðumst um þessi mál líkt og svo mörg önnur. Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu höfuðáherslu á málefnin og hvernig best væri að tryggja framgang þeirra á kjörtímabilinu. Hlutverk fulltrúanna og embætti voru svo mótuð út frá því. Aukið umfang borgarráðs tryggir það að undirrituð, sem er formaður borgarráðs, mun hafa yfirumsjón með atvinnustefnu borgarinnar, því nú heyra atvinnumálin undir borgarráð. Í borgarráði verður því endurskoðuð atvinnustefna borgarinnar, þar með talin tillögugerð að vettvangi til samráðs um einstaka þætti atvinnulífsins, s.s. ferðaþjónustu, verslun og þjónustu. Notendamiðuð þjónusta, úttektir og innleiðingar verða einnig leiddar af borgarráði. Formaður borgarráðs mun jafnframt leiða endurskipulagningu þjónustu borgarinnar, þvert á svið, með aðkomu formanna þeirra ráða sem breytingarnar snerta og viðkomandi sviðsstjóra. Viðreisn mun ekki hvika frá því að að veita framúrskarandi menntun og gera skólana okkar að eftirsóttari vinnustöðum, þar munum við leika lykilhlutverk með varaformennsku í nýju skóla- og frístundaráði. Þetta er ekki tæmandi listi yfir verk okkar á næsta kjörtímabili, því rödd okkar mun heyrast hátt í flestum ráðum borgarinnar. Við viljum frjálslynda, jafnréttissinnaða og alþjóðlega borg þar sem þjónusta við borgarana er í fyrirrúmi og við teljum að meirihlutasáttmálinn feli þetta í sér. Það eru spennandi tímar fram undan í borginni og mörg brýn verkefni sem verður unnið að af einhug og festu. Viðreisn mun láta til sín taka í sínum hjartans verkefnum, vinna þétt með meirihlutanum og ekki síður byggja upp samstarf og samtal við minnihlutaflokka og verkefni á kjörtímabilinu.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir hvað stendur nýi meirihlutinn í höfuðborg landsins? Við í Viðreisn höfum heyrt því fleygt að í raun hafi ekki verið myndaður nýr meirihluti heldur sé um að ræða framhald frá fyrra kjörtímabili. Slík framsetning er ekki bara mikil einföldun heldur líka einfaldlega röng. Vissulega er að hluta um sömu flokka að ræða og áttu í meirihlutasamstarfi í Reykjavík á árunum 2014-2018 en hlutföll flokkanna eru allt önnur og verkaskiptingu hefur verið breytt. Í nýjum meirihluta er líka nýr flokkur, Viðreisn, sem hefur skýra sýn og stefnu í hvernig borgin okkar á að vera. Viðreisn er ekki neinn annar flokkur né fjórða hjólið undir gamla meirihlutanum, með Viðreisn var myndaður nýr meirihluti og við myndun meirihlutans var megináherslan að ná sem mestu úr stefnu Viðreisnar inn í málefnasamninginn. Og hver var árangurinn? Helstu baráttumál okkar í Viðreisn í nýafstöðnum kosningum voru að hlúa að fjölbreyttu atvinnulífi, tryggja góðan rekstrargrundvöll fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í borginni, huga vel að öllum hverfum borgarinnar undir slagorðinu „inn með úthverfin“, einfalda kerfið, innleiða notendamiðaða þjónustu til að einfalda líf íbúa og stefna að framúrskarandi menntun fyrir börnin okkar. Öll fengu þessi mál góðar undirtektir í meirihlutaviðræðum líkt og sjá má í samstarfssáttmála nýs meirihluta. Við sameinuðumst um þessi mál líkt og svo mörg önnur. Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu höfuðáherslu á málefnin og hvernig best væri að tryggja framgang þeirra á kjörtímabilinu. Hlutverk fulltrúanna og embætti voru svo mótuð út frá því. Aukið umfang borgarráðs tryggir það að undirrituð, sem er formaður borgarráðs, mun hafa yfirumsjón með atvinnustefnu borgarinnar, því nú heyra atvinnumálin undir borgarráð. Í borgarráði verður því endurskoðuð atvinnustefna borgarinnar, þar með talin tillögugerð að vettvangi til samráðs um einstaka þætti atvinnulífsins, s.s. ferðaþjónustu, verslun og þjónustu. Notendamiðuð þjónusta, úttektir og innleiðingar verða einnig leiddar af borgarráði. Formaður borgarráðs mun jafnframt leiða endurskipulagningu þjónustu borgarinnar, þvert á svið, með aðkomu formanna þeirra ráða sem breytingarnar snerta og viðkomandi sviðsstjóra. Viðreisn mun ekki hvika frá því að að veita framúrskarandi menntun og gera skólana okkar að eftirsóttari vinnustöðum, þar munum við leika lykilhlutverk með varaformennsku í nýju skóla- og frístundaráði. Þetta er ekki tæmandi listi yfir verk okkar á næsta kjörtímabili, því rödd okkar mun heyrast hátt í flestum ráðum borgarinnar. Við viljum frjálslynda, jafnréttissinnaða og alþjóðlega borg þar sem þjónusta við borgarana er í fyrirrúmi og við teljum að meirihlutasáttmálinn feli þetta í sér. Það eru spennandi tímar fram undan í borginni og mörg brýn verkefni sem verður unnið að af einhug og festu. Viðreisn mun láta til sín taka í sínum hjartans verkefnum, vinna þétt með meirihlutanum og ekki síður byggja upp samstarf og samtal við minnihlutaflokka og verkefni á kjörtímabilinu.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar