Byrjar nýja árið á því að saka Pakistan um „lygar og svik“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2018 18:48 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti er harðorður í garð pakistanskra yfirvalda í tísti sem hann birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið var það fyrsta úr smiðju forsetans á nýju ári en hann segir heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt 33 milljarða dala í þróunaraðstoð í Pakistan. New York Times greindi frá því á föstudag að Trump íhugi nú alvarlega að skera niður þróunaraðstoð til Pakistan um 225 milljónir Bandaríkjadala eða rúma 23 milljarða íslenskra króna. Ástæðan að baki þeim vangaveltum er talin vangeta stjórnvalda í Islamabad, höfuðborg Pakistan, til að taka á hryðjuverkastarfsemi í landinu.The United States has foolishly given Pakistan more than 33 billion dollars in aid over the last 15 years, and they have given us nothing but lies & deceit, thinking of our leaders as fools. They give safe haven to the terrorists we hunt in Afghanistan, with little help. No more!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 1, 2018 Trump gefur fréttaflutningi NYT byr undir báða vængi með tísti sínu í dag. Hann segir það heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt umræddar fjárhæðir til þróunaraðstoðar í Pakistan og hafi ekkert fengið fyrir sinn snúð nema „lygar og svik“. „Þeir skjóta skjólhúsi yfir hryðjuverkamennina sem við eltumst við í Afganistan, með lítilli aðstoð. Ekki meira!“ ritar Trump. Af þessu má því ráða að Pakistan fái ekki frekari aðstoð, eða að minnsta kosti verulega skerta, frá Bandaríkjunum. Samskipti milli yfirvalda ríkjanna tveggja hafa verið stirð undanfarna mánuði. Í sumar kallaði Trump eftir því að stjórnvöld í Islamabad hættu öllum stuðningi við skæruliða sem leita skjóls við afgönsku landamærin. Yfirvöld í Pakistan hafa hafnað þessum ásökunum forsetans en fundað verður um málið í pakistanska þinginu á morgun, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að berjast til sigurs í Afganistan Donald Trump ávarpaði samkomu í Fort Meyer-herstöðinni í Texas í gær og ræddi þar hernaðarstefnu ríkisstjórnarinnar í Afganistan. 22. ágúst 2017 06:57 Ætla að fjölga hermönnum í Afganistan Ekki liggur fyrir hve marga hermenn Bandaríkin ætla að senda. 31. ágúst 2017 18:34 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er harðorður í garð pakistanskra yfirvalda í tísti sem hann birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið var það fyrsta úr smiðju forsetans á nýju ári en hann segir heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt 33 milljarða dala í þróunaraðstoð í Pakistan. New York Times greindi frá því á föstudag að Trump íhugi nú alvarlega að skera niður þróunaraðstoð til Pakistan um 225 milljónir Bandaríkjadala eða rúma 23 milljarða íslenskra króna. Ástæðan að baki þeim vangaveltum er talin vangeta stjórnvalda í Islamabad, höfuðborg Pakistan, til að taka á hryðjuverkastarfsemi í landinu.The United States has foolishly given Pakistan more than 33 billion dollars in aid over the last 15 years, and they have given us nothing but lies & deceit, thinking of our leaders as fools. They give safe haven to the terrorists we hunt in Afghanistan, with little help. No more!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 1, 2018 Trump gefur fréttaflutningi NYT byr undir báða vængi með tísti sínu í dag. Hann segir það heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt umræddar fjárhæðir til þróunaraðstoðar í Pakistan og hafi ekkert fengið fyrir sinn snúð nema „lygar og svik“. „Þeir skjóta skjólhúsi yfir hryðjuverkamennina sem við eltumst við í Afganistan, með lítilli aðstoð. Ekki meira!“ ritar Trump. Af þessu má því ráða að Pakistan fái ekki frekari aðstoð, eða að minnsta kosti verulega skerta, frá Bandaríkjunum. Samskipti milli yfirvalda ríkjanna tveggja hafa verið stirð undanfarna mánuði. Í sumar kallaði Trump eftir því að stjórnvöld í Islamabad hættu öllum stuðningi við skæruliða sem leita skjóls við afgönsku landamærin. Yfirvöld í Pakistan hafa hafnað þessum ásökunum forsetans en fundað verður um málið í pakistanska þinginu á morgun, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian.
Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að berjast til sigurs í Afganistan Donald Trump ávarpaði samkomu í Fort Meyer-herstöðinni í Texas í gær og ræddi þar hernaðarstefnu ríkisstjórnarinnar í Afganistan. 22. ágúst 2017 06:57 Ætla að fjölga hermönnum í Afganistan Ekki liggur fyrir hve marga hermenn Bandaríkin ætla að senda. 31. ágúst 2017 18:34 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ætla að berjast til sigurs í Afganistan Donald Trump ávarpaði samkomu í Fort Meyer-herstöðinni í Texas í gær og ræddi þar hernaðarstefnu ríkisstjórnarinnar í Afganistan. 22. ágúst 2017 06:57
Ætla að fjölga hermönnum í Afganistan Ekki liggur fyrir hve marga hermenn Bandaríkin ætla að senda. 31. ágúst 2017 18:34
Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15