Náttúrupassi ekki tekinn upp og skattgreiðendur borga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. mars 2018 20:00 Ríflega 2,8 milljörðum verður varið til uppbyggingar á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og innviðauppbyggingar á ferðamannastöðum á næstu þremur árum. Fjármagnið kemur úr vasa skattgreiðenda en ekki eru áform um að taka upp náttúrupassa til þess að fá inn tekjur. Ráðherra ferðamála og umhverfisráðherra kynntu í Norræna húsinu í dag stórsókn í uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði og fjölgun áfangastaða. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til 722 milljónir ár hvert næstu þrjú ár í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en þar verður ráðist í 56 verkefni á þessu ári en úr þeim sjóði er úthlutað árlega. Umhverfisráðuneytið mun verja 2,1 milljarði á næstu þremur árum í verkefnaáætlun uppbyggingarinnar á landsvísu. Þrátt fyrir þessar aðgerðir verður ekki hægt að ráðast í öll þau verkefni sem óskað var eftir fjármagni í og heldur ekki öll þau verkefni sem brýna nauðsyn þarf að ráðast í en landið hefur látið á sjá vegna þeirrar gífurlegu aukningu ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. „Við erum samt hér að hefja ákveðna sókn í uppbyggingu. Framkvæmdastjóður ferðamannastaða hefur farið úr sjötíu milljónum í sjö hundruð og sjötíu milljónir núna. Ég segi samt líka að ég vonast auðvitað til þess að þessi sjóður þurfi ekki að vera til að eilífu, heldur séum við að bregðast við miklum vexti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Hvaðan kemur fjármagnið? „Þetta er í boði skattgreiðenda,“ segir Þórdís. Þórdís segir ferðaþjónustuna skila gífurlegum fjárhæðum í ríkiskassann í dag en greininni fylgja einnig mikil útgjöld og er til skoðunar að taka upp komu og brottfarargjöld til þess að auka tekjurnar.Hefur ekkert verið skoðaður sá möguleiki til að byggja upp innviðina að taka upp títt nefndan náttúrupassa? „Það er aldrei langt í gjaldtökuumræðuna. Náttúrupassi er ekki á borði neins ráðherra í dag,“ segir Þórdís. „Það er verið að skoða gjaldtöku með ýmsum hætti núna og ég nefni það líka að það er gjaldtaka sums staðar eins og í Vatnajökulsþjóðgarði og það fjármagn er þá ætlað líka til þess að fara í þessa hluti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Í fréttatilkynningu ráðuneytanna í dag kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem gerðar séu heildstæðar áætlanir til margar ára þegar kemur að mati á uppbyggingarþörf og úthlutun fjármuna. „Sums staðar er ástandið ekki nógu gott en ég held alveg tvímælalaust að með þessum aðgerðum að þá erum við að takast á við þann vanda sem að hefur safnast upp,“ segir Guðmundur. Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Ríflega 2,8 milljörðum verður varið til uppbyggingar á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og innviðauppbyggingar á ferðamannastöðum á næstu þremur árum. Fjármagnið kemur úr vasa skattgreiðenda en ekki eru áform um að taka upp náttúrupassa til þess að fá inn tekjur. Ráðherra ferðamála og umhverfisráðherra kynntu í Norræna húsinu í dag stórsókn í uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði og fjölgun áfangastaða. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til 722 milljónir ár hvert næstu þrjú ár í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en þar verður ráðist í 56 verkefni á þessu ári en úr þeim sjóði er úthlutað árlega. Umhverfisráðuneytið mun verja 2,1 milljarði á næstu þremur árum í verkefnaáætlun uppbyggingarinnar á landsvísu. Þrátt fyrir þessar aðgerðir verður ekki hægt að ráðast í öll þau verkefni sem óskað var eftir fjármagni í og heldur ekki öll þau verkefni sem brýna nauðsyn þarf að ráðast í en landið hefur látið á sjá vegna þeirrar gífurlegu aukningu ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. „Við erum samt hér að hefja ákveðna sókn í uppbyggingu. Framkvæmdastjóður ferðamannastaða hefur farið úr sjötíu milljónum í sjö hundruð og sjötíu milljónir núna. Ég segi samt líka að ég vonast auðvitað til þess að þessi sjóður þurfi ekki að vera til að eilífu, heldur séum við að bregðast við miklum vexti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Hvaðan kemur fjármagnið? „Þetta er í boði skattgreiðenda,“ segir Þórdís. Þórdís segir ferðaþjónustuna skila gífurlegum fjárhæðum í ríkiskassann í dag en greininni fylgja einnig mikil útgjöld og er til skoðunar að taka upp komu og brottfarargjöld til þess að auka tekjurnar.Hefur ekkert verið skoðaður sá möguleiki til að byggja upp innviðina að taka upp títt nefndan náttúrupassa? „Það er aldrei langt í gjaldtökuumræðuna. Náttúrupassi er ekki á borði neins ráðherra í dag,“ segir Þórdís. „Það er verið að skoða gjaldtöku með ýmsum hætti núna og ég nefni það líka að það er gjaldtaka sums staðar eins og í Vatnajökulsþjóðgarði og það fjármagn er þá ætlað líka til þess að fara í þessa hluti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Í fréttatilkynningu ráðuneytanna í dag kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem gerðar séu heildstæðar áætlanir til margar ára þegar kemur að mati á uppbyggingarþörf og úthlutun fjármuna. „Sums staðar er ástandið ekki nógu gott en ég held alveg tvímælalaust að með þessum aðgerðum að þá erum við að takast á við þann vanda sem að hefur safnast upp,“ segir Guðmundur.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira