Aldrei að ýkja Þorvaldur Gylfason skrifar 22. mars 2018 07:41 Vinur minn einn, hátt settur, mikils metinn, víðförull og þaulreyndur embættismaður, sagði við mig yfir kvöldverði: Það má ekki ýkja spillinguna á Íslandi. Það má ekki bera spillinguna hér saman við Afríku þar sem menn eru drepnir í stórum stíl. Slík skot geiga. Ég tók athugasemdina ekki til mín. Ég hef alltaf reynt að virða reglu Gandís: Aldrei að ýkja, þess þarf ekki. Samtal okkar vinanna fer hér á eftir, við stiklum á stóru.Er Ísland of lítið?NN: Vandinn hér er ekki spilling, heldur fólksfæð. Við erum einfaldlega of fá.ÞG: Ekki endilega. Fólksfæðin þarf ekki að vera vandamál. Reynslan utan úr heimi virðist sýna að lítil, þ.e. fámenn lönd eru yfirleitt óspilltari en stærri og fjölmennari lönd. Spillingin í Indlandi, Indónesíu, Kína og Rússlandi – 40% mannkyns búa í þessum fjórum löndum! – stafar ekki af fólksfæð þar, öðru nær. Í litlum löndum þar sem allir vita allt um alla er auðveldara að halda spillingu í skefjum en í stórum löndum þar sem menn geta skýlt sér bak við fjarlægðina og fjöldann.NN: Já, en sjáðu t.d. Hæstarétt þar sem einn dómari gnæfir yfir aðra. Í stærri löndum geta einstakir menn ekki náð slíkri stöðu því þar eru fleiri um hituna.ÞG: Nú jæja? Má ég minna á Earl Warren, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna 1953-1969? – sem hafði verið varaforsetaframbjóðandi repúblikana 1948. Hann þótti njóta slíkrar virðingar að honum væri bezt treystandi til að stýra nefndinni sem var skipuð til að rannsaka morðið á Kennedy forseta í Dallas 1963. Skýrslan reyndist röng í grundvallaratriðum. Bandaríkjaþing hafnaði henni 1978 og lýsti því yfir að Kennedy hefði líklega verið fórnarlamb samsæris svo sem flestir Bandaríkjamenn hafa talið trúlegast frá öndverðu þvert á niðurstöðu Warren-nefndarinnar. Og taktu Pútín Rússlandsforseta sem stefnir á 24ra ára samfellda setu á valdastóli án þess að blikna. Og sjáðu Xi Jinping sem fékk þingið í Beijing til að breyta stjórnarskránni svo hann getið setið á forsetastóli til æviloka. Ekki er fámenninu um að kenna þar austur frá.Spilling grefur undan lýðræðiNN: Nei, en aðalatriðið er að spillingin hér heima er ekki stórvægileg og ekki heldur illkynja eins og víða í Afríku og Rússlandi þar sem blaðamenn og stjórnarandstæðingar eru drepnir í hrönnum. Okkar spilling er miklu vægari, hér er enginn drepinn, heldur eru menn í versta falli frystir úti …ÞG: … Þú átt kannski við „andrúmsloft dauðans“ eins og Morgunblaðið lýsti því 24. júní 2006? …NN: … og auðvitað bitnar t.d. klíkuskapur í mannaráðningum, mismunun í úthlutun aflaheimilda, einkavinavæðing, sjálftaka o.fl. á saklausu fólki og landinu öllu.ÞG: Segðu. Nápotið er ekkert grín.NN: Enda hefur ríkið oftar en einu sinni verið dæmt til að greiða fórnarlömbum skaðabætur vegna spilltra embættaveitinga í dómskerfinu og kallað m.a. yfir sig hirtingu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindadómstóls Evrópu hvað eftir annað – og fordæmingu kjósenda skv. könnunum Gallups og MMR. En enginn var drepinn.ÞG: Rétt. En eigum við þá að þegja um spillinguna hér heima úr því að hún kostar minna hér en í Afríku, Rússlandi og Kína? Eigum við ekki heldur að ræða opinskátt um afturförina sem er smám saman að birtast umheiminum og okkur sjálfum í erlendum skýrslum sem sýna að spilling á Íslandi mælist mun meiri en annars staðar um Norðurlönd og vitna um lýðræði sem hefur látið undan síga og mælist nú einnig veikara hér en annars staðar á Norðurlöndum? Nei, við verðum að ræða málið opinskátt frekar en í hálfum hljóðum. Annars getum við varla endurheimt stöðu okkar við hlið annarra Norðurlanda. Ef við þegjum eykst hættan á að við höldum áfram að dragast aftur úr.Fyrirmynd annarra landa?NN: Ísland er í grundvallaratriðum gott land þótt margt megi betur fara. Við þurfum að horfa áfram veginn.ÞG: Já, vissulega, en hrunið afhjúpaði djúpar sprungur. Og Panama-skjölin, maður lifandi. Og …NN: Auðvitað var það gersamlega galin hugmynd að Ísland gæti orðið fyrirmynd annarra landa í bankarekstri eins og sumir sögðu fram að hruni. Til þess erum við of fá. Og það er jafngalið að hugsa sér að íslenzkir dómstólar geti með réttu orðið öðrum löndum fyrirmynd með því að dæma alla þessa bankamenn í fangelsi. Hvaðan skyldu 340.000 hræðum norður í hafi koma slíkir yfirburðir umfram önnur lönd? Í lögfræði!ÞG: Þú meinar.Tveir þriðju hlutar viðmælenda Gallups vantreysta dómskerfinu skv. glænýrri könnun. NN: En maturinn hér er góður. Peking-önd í Reykjavík. Á Rauðarárstígnum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vinur minn einn, hátt settur, mikils metinn, víðförull og þaulreyndur embættismaður, sagði við mig yfir kvöldverði: Það má ekki ýkja spillinguna á Íslandi. Það má ekki bera spillinguna hér saman við Afríku þar sem menn eru drepnir í stórum stíl. Slík skot geiga. Ég tók athugasemdina ekki til mín. Ég hef alltaf reynt að virða reglu Gandís: Aldrei að ýkja, þess þarf ekki. Samtal okkar vinanna fer hér á eftir, við stiklum á stóru.Er Ísland of lítið?NN: Vandinn hér er ekki spilling, heldur fólksfæð. Við erum einfaldlega of fá.ÞG: Ekki endilega. Fólksfæðin þarf ekki að vera vandamál. Reynslan utan úr heimi virðist sýna að lítil, þ.e. fámenn lönd eru yfirleitt óspilltari en stærri og fjölmennari lönd. Spillingin í Indlandi, Indónesíu, Kína og Rússlandi – 40% mannkyns búa í þessum fjórum löndum! – stafar ekki af fólksfæð þar, öðru nær. Í litlum löndum þar sem allir vita allt um alla er auðveldara að halda spillingu í skefjum en í stórum löndum þar sem menn geta skýlt sér bak við fjarlægðina og fjöldann.NN: Já, en sjáðu t.d. Hæstarétt þar sem einn dómari gnæfir yfir aðra. Í stærri löndum geta einstakir menn ekki náð slíkri stöðu því þar eru fleiri um hituna.ÞG: Nú jæja? Má ég minna á Earl Warren, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna 1953-1969? – sem hafði verið varaforsetaframbjóðandi repúblikana 1948. Hann þótti njóta slíkrar virðingar að honum væri bezt treystandi til að stýra nefndinni sem var skipuð til að rannsaka morðið á Kennedy forseta í Dallas 1963. Skýrslan reyndist röng í grundvallaratriðum. Bandaríkjaþing hafnaði henni 1978 og lýsti því yfir að Kennedy hefði líklega verið fórnarlamb samsæris svo sem flestir Bandaríkjamenn hafa talið trúlegast frá öndverðu þvert á niðurstöðu Warren-nefndarinnar. Og taktu Pútín Rússlandsforseta sem stefnir á 24ra ára samfellda setu á valdastóli án þess að blikna. Og sjáðu Xi Jinping sem fékk þingið í Beijing til að breyta stjórnarskránni svo hann getið setið á forsetastóli til æviloka. Ekki er fámenninu um að kenna þar austur frá.Spilling grefur undan lýðræðiNN: Nei, en aðalatriðið er að spillingin hér heima er ekki stórvægileg og ekki heldur illkynja eins og víða í Afríku og Rússlandi þar sem blaðamenn og stjórnarandstæðingar eru drepnir í hrönnum. Okkar spilling er miklu vægari, hér er enginn drepinn, heldur eru menn í versta falli frystir úti …ÞG: … Þú átt kannski við „andrúmsloft dauðans“ eins og Morgunblaðið lýsti því 24. júní 2006? …NN: … og auðvitað bitnar t.d. klíkuskapur í mannaráðningum, mismunun í úthlutun aflaheimilda, einkavinavæðing, sjálftaka o.fl. á saklausu fólki og landinu öllu.ÞG: Segðu. Nápotið er ekkert grín.NN: Enda hefur ríkið oftar en einu sinni verið dæmt til að greiða fórnarlömbum skaðabætur vegna spilltra embættaveitinga í dómskerfinu og kallað m.a. yfir sig hirtingu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindadómstóls Evrópu hvað eftir annað – og fordæmingu kjósenda skv. könnunum Gallups og MMR. En enginn var drepinn.ÞG: Rétt. En eigum við þá að þegja um spillinguna hér heima úr því að hún kostar minna hér en í Afríku, Rússlandi og Kína? Eigum við ekki heldur að ræða opinskátt um afturförina sem er smám saman að birtast umheiminum og okkur sjálfum í erlendum skýrslum sem sýna að spilling á Íslandi mælist mun meiri en annars staðar um Norðurlönd og vitna um lýðræði sem hefur látið undan síga og mælist nú einnig veikara hér en annars staðar á Norðurlöndum? Nei, við verðum að ræða málið opinskátt frekar en í hálfum hljóðum. Annars getum við varla endurheimt stöðu okkar við hlið annarra Norðurlanda. Ef við þegjum eykst hættan á að við höldum áfram að dragast aftur úr.Fyrirmynd annarra landa?NN: Ísland er í grundvallaratriðum gott land þótt margt megi betur fara. Við þurfum að horfa áfram veginn.ÞG: Já, vissulega, en hrunið afhjúpaði djúpar sprungur. Og Panama-skjölin, maður lifandi. Og …NN: Auðvitað var það gersamlega galin hugmynd að Ísland gæti orðið fyrirmynd annarra landa í bankarekstri eins og sumir sögðu fram að hruni. Til þess erum við of fá. Og það er jafngalið að hugsa sér að íslenzkir dómstólar geti með réttu orðið öðrum löndum fyrirmynd með því að dæma alla þessa bankamenn í fangelsi. Hvaðan skyldu 340.000 hræðum norður í hafi koma slíkir yfirburðir umfram önnur lönd? Í lögfræði!ÞG: Þú meinar.Tveir þriðju hlutar viðmælenda Gallups vantreysta dómskerfinu skv. glænýrri könnun. NN: En maturinn hér er góður. Peking-önd í Reykjavík. Á Rauðarárstígnum!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun