Alltaf verið að minna hann á hækkandi aldurinn Guðný Hrönn skrifar 22. mars 2018 06:00 Grínistinn Rökkvi Vésteinsson er fertugur í dag en er ekki beint hoppandi kátur með þennan merkilega áfanga. Skemmtikrafturinn og uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson fagnar 40 ára afmæli í dag. Hann er ekki mikið afmælisbarn að eigin sögn og ætlar ekki að halda upp á stórafmælið. „Nei, ég ákvað að gera það ekki, ég ætla frekar að reyna að gleyma því að ég sé orðinn svona gamall,“ segir Rökkvi og hlær þegar hann er spurður út í hvort hann ætli ekki að halda afmælisveislu í tilefni dagsins. „Ég meina, ef bíll myndi keyra yfir mig í dag þá myndi koma frétt um að maður á fimmtugsaldri hefði látist. Hugsaðu þér.“ Rökkvi ætlar þó að halda uppistand undir yfirskriftinni Fertugur gamall fauskur reynir að vera fyndinn á laugardaginn sem hann segir vera hálfgert afmælisuppistand. Í uppistandinu mun hann koma inn á hræðslu sína við aldurinn. „Ég verð með uppistand á Akranesi á laugardaginn í Dularfullu búðinni, það má segja að ég sé pínu að halda upp á hvað ég er orðinn gamall með því. Ég ætla meðal annars að segja frá því þegar manni fór að finnast maður gamall fyrst. Það var þegar maður fór að horfa á eftir einhverjum sætum gellum en þær voru allar að ýta á undan sér barnavögnum. Og það eru 20 ár síðan, og þetta verður alltaf verra og verra,“ segir Rökkvi og hlær. „Svo eru núna að koma til mín einhverjir fullorðnir menn og segjast hafa verið aðdáendur einhvers sem ég gerði þegar þeir voru krakkar. Það er alltaf verið að minna mann á aldurinn.“ Spurður út í hvort hann hafi alltaf verið svona hræddur við aldurinn segir Rökkvi: „Ég held að maður reyni bara að hugsa sem minnst út í það. En þegar maður er fertugur grínisti þá fer maður að hugsa með sér hvort maður ætti ekki að fara að hegða sér eins og maður.“ Rökkvi er minna spenntur fyrir þessum tímamótum sem hann stendur á og meira spenntur fyrir helginni. „Akranes er í miklu uppáhaldi hjá mér, Skagamenn hlæja nefnilega bara að öllu, líka hlutum sem flestir myndu bara hneykslast á,“ segir hann kíminn. Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Skemmtikrafturinn og uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson fagnar 40 ára afmæli í dag. Hann er ekki mikið afmælisbarn að eigin sögn og ætlar ekki að halda upp á stórafmælið. „Nei, ég ákvað að gera það ekki, ég ætla frekar að reyna að gleyma því að ég sé orðinn svona gamall,“ segir Rökkvi og hlær þegar hann er spurður út í hvort hann ætli ekki að halda afmælisveislu í tilefni dagsins. „Ég meina, ef bíll myndi keyra yfir mig í dag þá myndi koma frétt um að maður á fimmtugsaldri hefði látist. Hugsaðu þér.“ Rökkvi ætlar þó að halda uppistand undir yfirskriftinni Fertugur gamall fauskur reynir að vera fyndinn á laugardaginn sem hann segir vera hálfgert afmælisuppistand. Í uppistandinu mun hann koma inn á hræðslu sína við aldurinn. „Ég verð með uppistand á Akranesi á laugardaginn í Dularfullu búðinni, það má segja að ég sé pínu að halda upp á hvað ég er orðinn gamall með því. Ég ætla meðal annars að segja frá því þegar manni fór að finnast maður gamall fyrst. Það var þegar maður fór að horfa á eftir einhverjum sætum gellum en þær voru allar að ýta á undan sér barnavögnum. Og það eru 20 ár síðan, og þetta verður alltaf verra og verra,“ segir Rökkvi og hlær. „Svo eru núna að koma til mín einhverjir fullorðnir menn og segjast hafa verið aðdáendur einhvers sem ég gerði þegar þeir voru krakkar. Það er alltaf verið að minna mann á aldurinn.“ Spurður út í hvort hann hafi alltaf verið svona hræddur við aldurinn segir Rökkvi: „Ég held að maður reyni bara að hugsa sem minnst út í það. En þegar maður er fertugur grínisti þá fer maður að hugsa með sér hvort maður ætti ekki að fara að hegða sér eins og maður.“ Rökkvi er minna spenntur fyrir þessum tímamótum sem hann stendur á og meira spenntur fyrir helginni. „Akranes er í miklu uppáhaldi hjá mér, Skagamenn hlæja nefnilega bara að öllu, líka hlutum sem flestir myndu bara hneykslast á,“ segir hann kíminn.
Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira