Í rökstuðningi sænsku Nóbelsnefndarinnar kemur fram að uppgötvanir þeirra Allison og Honjo hafi leitt til grundvallarbreytingar í krabbameinsmeðferðum.
Allison er Bandaríkjamaður sem starfar sem prófessor við M. D. Anderson Cancer Center í Texas. Japaninn Honjo hefur starfað við Háskólann við Kyoto.
Nóbelsverðlaunin verða afhent í Stokkhólmi þann 10. desember. Á morgun verður tilkynnt um hver hljóti verðlaunin í eðlisfræði, en á miðvikudag í efnafræði.