Miklir vatnavextir í Grímsnesi Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2018 21:44 Veðurfræðingur segir að draga muni hratt úr þessu ástandi í nótt. Jóhannes Geir Sigurjónsson Miklir vatnavextir hafa verið í Grímsnesi í dag og er nánast allt á flot á leiðinni milli Svínavatns og Borgar. Jóhannes Geir Sigurjónsson tók meðfylgjandi myndir af ástandinu en að sögn veðurfræðings skapast þetta ástand vegna þess að frost er í jörðu á sama tíma og mikil rigning og bráðnun á sér stað. Veðurfræðingurinn tók þó fram í samtali við Vísi að kólnað hefur nokkuð skart síðastliðna klukkutíma og mun draga fremur hratt úr vatnavöxtunum í nótt.Mynd sem Jóhannes Geir Sigurjónsson tók síðdegis.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa þessir vatnavextir ekki haft áhrif á umferð. Greiðfært er að mestu á Suður og Suðvesturlandi en flughált í Grafningi og á Reykjavegi. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja er á Bröttubrekku. Það eru víða hálkublettir á Vestfjörðum. Snjóþekja og snjókoma er á fjallvegum og hvasst. Hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Norðurlandi vestra en snjóþekja er á Vatnsskarði og Þverárfjalli.Jóhannes Geir SigurjónssonÁ Norðausturlandi er greiðfært á flestum leiðum en snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði og hálka er á Hólasandi. Hálkublettir eru á Dettifossvegi. Á Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir en flughált í Jökulsárhlíð. Greiðfært er með suðausturströndinni en Sólheimajökulsvegur er ófær vegna vatnavaxta.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:Suðvestan 13-20 m/s í nótt og á morgun og éljagangur, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Heldur hvassara og úrkomumeira vestantil á landinu um tíma síðdegis á morgun. Frost 1 til 8 stig seint á morgun, kaldast í innsveitum.Á þriðjudag:Minnkandi vestanátt og él fram yfir hádegi V-til, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt á SV- og V-landi um kvöldið.Á miðvikudag:Suðaustan hvassviðri með snjókomu eða rigningu um morguninn, síðan talsvert hægari suðvestanátt með éljum, fyrst V-til. Kólnar í veðri og léttir til á NA- og A-landi seinni partinn.Á fimmtudag og föstudag:Suðvestanátt og él, en þurrt og bjart veður á NA- og A-landi. Frost 1 til 10 stig, kaldast fyrir norðan og austan.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir umhleypingasamt veður. Samgöngur Veður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Miklir vatnavextir hafa verið í Grímsnesi í dag og er nánast allt á flot á leiðinni milli Svínavatns og Borgar. Jóhannes Geir Sigurjónsson tók meðfylgjandi myndir af ástandinu en að sögn veðurfræðings skapast þetta ástand vegna þess að frost er í jörðu á sama tíma og mikil rigning og bráðnun á sér stað. Veðurfræðingurinn tók þó fram í samtali við Vísi að kólnað hefur nokkuð skart síðastliðna klukkutíma og mun draga fremur hratt úr vatnavöxtunum í nótt.Mynd sem Jóhannes Geir Sigurjónsson tók síðdegis.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa þessir vatnavextir ekki haft áhrif á umferð. Greiðfært er að mestu á Suður og Suðvesturlandi en flughált í Grafningi og á Reykjavegi. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja er á Bröttubrekku. Það eru víða hálkublettir á Vestfjörðum. Snjóþekja og snjókoma er á fjallvegum og hvasst. Hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Norðurlandi vestra en snjóþekja er á Vatnsskarði og Þverárfjalli.Jóhannes Geir SigurjónssonÁ Norðausturlandi er greiðfært á flestum leiðum en snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði og hálka er á Hólasandi. Hálkublettir eru á Dettifossvegi. Á Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir en flughált í Jökulsárhlíð. Greiðfært er með suðausturströndinni en Sólheimajökulsvegur er ófær vegna vatnavaxta.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:Suðvestan 13-20 m/s í nótt og á morgun og éljagangur, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Heldur hvassara og úrkomumeira vestantil á landinu um tíma síðdegis á morgun. Frost 1 til 8 stig seint á morgun, kaldast í innsveitum.Á þriðjudag:Minnkandi vestanátt og él fram yfir hádegi V-til, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt á SV- og V-landi um kvöldið.Á miðvikudag:Suðaustan hvassviðri með snjókomu eða rigningu um morguninn, síðan talsvert hægari suðvestanátt með éljum, fyrst V-til. Kólnar í veðri og léttir til á NA- og A-landi seinni partinn.Á fimmtudag og föstudag:Suðvestanátt og él, en þurrt og bjart veður á NA- og A-landi. Frost 1 til 10 stig, kaldast fyrir norðan og austan.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir umhleypingasamt veður.
Samgöngur Veður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira