Allir skipverjar voru komnir í flotgalla: Biðin eftir aðstoð var erfið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 21:00 Sigmaður í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sést hér síga niður um borð í Frosta ÞH-229 Landhelgisgæslan/Guðmundur Valdimarsson Tekist hefur að ná ljósavél togskipsins Frosta ÞH-229 í gang og unnið er að því að draga inn veiðarfæri skipsins en skipið var statt á veiðum 45 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi á Hornströndum um miðjan dag þegar eldur kom upp í vélarrúmi þess. Þegar var óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar, sem sendi tvær þyrlur af stað, TF-SYN og TF-GNÁ, auk varðskipsins Týs. Þá var björgunarskipið Gunnar Friðriksson sent á vettvang auk annarra skipa sem voru í grenndinni. Fréttastofa náði tali af Þorsteini Harðarsyni, skipstjóra á Frosta, en hann sagði að unnið væri að því að ná veiðarfærum skipsins inn. Hann sagði það hafa verið afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem komu upp í skipinu í dag og að biðin eftir aðstoð hafi verið löng. Skipverjum tókst að einangra eldinn í vélarrúmi með því að loka eldvarnarhurðum en þá var reykur kominn um allt skip, utan brúarinnar.Óskað var aðstoðar annars skipa sem voru nærri vettvangi. Frosti ÞH-229 sést hér fyrir miðjuLandhelgisgæslan/Guðmundur ValdimarssonÖryggisins vegna hafi allir skipverjar komið sér í flotgalla á meðan beðið væri aðstoðar og segir Þorsteinn að sú bið hafi verið erfið. Togarinn Sirrý kom fyrstur á vettvang en fyrri þyrla Langhelgisgæslunnar var komin yfir skipið um tveimur tímum eftir að neyðarkall barst. Áhöfn þyrlunnar tók einn úr tólf manna áhöfn skipsins og flaug með hann til Ísafjarðar, þar sem grunur lék á að hann hefði fengið reykeitrun. Aðrir í áhöfn skipsins eru óhultir. Þorsteinn sagði í samtali við fréttastofu að búið væri að slökkva allan eld sem var í vélarrúminu en erfitt væri að meta tjónið, sem líklega er þó bundið við aðalvél skipsins. Mikið sót er yfir öllu. Hann sagði ekkert skemmtilegt að lenda í aðstæðum sem þessum. Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins reykræstu skipið og eru enn um borð, skipverjum til halds og trausts. Nú í kvöld var tekin ákvörðun um að skipið verði dregið til hafnar í Hafnarfirði. Áætlað er að siglingin taki um þrjátíu klukkustundir. Hornstrandir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Tekist hefur að ná ljósavél togskipsins Frosta ÞH-229 í gang og unnið er að því að draga inn veiðarfæri skipsins en skipið var statt á veiðum 45 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi á Hornströndum um miðjan dag þegar eldur kom upp í vélarrúmi þess. Þegar var óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar, sem sendi tvær þyrlur af stað, TF-SYN og TF-GNÁ, auk varðskipsins Týs. Þá var björgunarskipið Gunnar Friðriksson sent á vettvang auk annarra skipa sem voru í grenndinni. Fréttastofa náði tali af Þorsteini Harðarsyni, skipstjóra á Frosta, en hann sagði að unnið væri að því að ná veiðarfærum skipsins inn. Hann sagði það hafa verið afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem komu upp í skipinu í dag og að biðin eftir aðstoð hafi verið löng. Skipverjum tókst að einangra eldinn í vélarrúmi með því að loka eldvarnarhurðum en þá var reykur kominn um allt skip, utan brúarinnar.Óskað var aðstoðar annars skipa sem voru nærri vettvangi. Frosti ÞH-229 sést hér fyrir miðjuLandhelgisgæslan/Guðmundur ValdimarssonÖryggisins vegna hafi allir skipverjar komið sér í flotgalla á meðan beðið væri aðstoðar og segir Þorsteinn að sú bið hafi verið erfið. Togarinn Sirrý kom fyrstur á vettvang en fyrri þyrla Langhelgisgæslunnar var komin yfir skipið um tveimur tímum eftir að neyðarkall barst. Áhöfn þyrlunnar tók einn úr tólf manna áhöfn skipsins og flaug með hann til Ísafjarðar, þar sem grunur lék á að hann hefði fengið reykeitrun. Aðrir í áhöfn skipsins eru óhultir. Þorsteinn sagði í samtali við fréttastofu að búið væri að slökkva allan eld sem var í vélarrúminu en erfitt væri að meta tjónið, sem líklega er þó bundið við aðalvél skipsins. Mikið sót er yfir öllu. Hann sagði ekkert skemmtilegt að lenda í aðstæðum sem þessum. Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins reykræstu skipið og eru enn um borð, skipverjum til halds og trausts. Nú í kvöld var tekin ákvörðun um að skipið verði dregið til hafnar í Hafnarfirði. Áætlað er að siglingin taki um þrjátíu klukkustundir.
Hornstrandir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira