Hægri bakvörðurinn Cédric D'Ulivo hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum og er nú samningsbundinn út næsta tímabil.
Hann kom til FH um mitt sumar á síðustu leiktíð en lenti í erfiðum hnémeiðslum sem héldu honum frá keppni á síðustu leiktíð og fram á mitt sumar í ár.
Cédric kom svo sterkur inn í lið FH á þessari leiktíð. Hann skoraði eitt mörk í þeim átta leikjum sem hann spilaði og var traustur í varnarleik liðsins.
Fyrr í dag greindi Atli Viðar Björnsson frá því að hann hefði lagt skóna á hilluna en fleiri FH-ingar eru samningslausir; til að mynda Atli Guðnason, Robbie Crawford og Gunnar Nielsen svo einhverjir séu nefndir.
Gleðifréttir fyrir okkur FH-inga. Cédric D'Ulivo skrifaði í dag undir nýjan samning við FH sem gildir út tímabilið 2019. #ViðerumFH #fotboltinet pic.twitter.com/f7eHt09cea
— FHingar.net (@fhingar) October 2, 2018