Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2018 13:31 Annie Lööf er formaður Miðflokksins. Vísir/EPA Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð, segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. Lööf vonast til að nýr forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, muni sem fyrst veita einhverjum umboð til að mynda stjórn og þannig þvinga menn til viðræðna. Jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann fyrrverandi, Stefan Löfven, í forystu, hafa sagt það vera nauðsynlegt að leiðtogar ræði saman við leiðtoga flokka í andstæðri blokki í sænskum stjórnmálum. Lööf segist opin fyrir slíkum samtölum, en að þau geti ekki einungis gengið út á að tryggja að Jafnaðarmenn verði við völd.Opnar á stjórn með Jafnaðarmönnum Lööf sagði að loknum fundi með Norlén í morgun að hún vilji helst sjá fjögurra flokka stjórn bandalags borgaralegu flokkanna (Alliansen). Takist það ekki vilji hún sjá samsteypustjórn eins eða fleiri borgaralegu flokkanna og Jafnaðarmannaflokkins. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar 9. september síðastliðinn þar sem rauðgrænu flokkarnir hlutu 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 143. Svíþjóðardemókratar hlutu 62 þingsæti. „Bjóði Löfven mig á til fundar þá mun ég koma, en ég verð með Allianshattinn minn á mér,“ segir Lööf. Löfven hefur talað fyrir því að Jafnaðarmenn myndi stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna.Vill að Kristersson fái umboðið Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segir að hún telji að þingforsetinn eigi að veita Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hún segir borgaralegu flokkana fjóra saman reiðubúna til viðræðna við Löfven. Löfven segist þó ekki hafa áhuga á slíkum viðræðum. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir flokk sinn reiðubúinn að styðja við tveggja flokka stjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata eða þá eins flokks stjórn Moderaterna. Það er þingforseta að veita einhverjum umboð til stjórnarmyndunar eftir viðræður við leiðtoga flokkanna. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi. Nái þingið ekki að samþykkja þann sem þingforseti hefur tilnefnt í fjórum tilraunum skal boða til nýrra kosninga í landinu. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð, segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. Lööf vonast til að nýr forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, muni sem fyrst veita einhverjum umboð til að mynda stjórn og þannig þvinga menn til viðræðna. Jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann fyrrverandi, Stefan Löfven, í forystu, hafa sagt það vera nauðsynlegt að leiðtogar ræði saman við leiðtoga flokka í andstæðri blokki í sænskum stjórnmálum. Lööf segist opin fyrir slíkum samtölum, en að þau geti ekki einungis gengið út á að tryggja að Jafnaðarmenn verði við völd.Opnar á stjórn með Jafnaðarmönnum Lööf sagði að loknum fundi með Norlén í morgun að hún vilji helst sjá fjögurra flokka stjórn bandalags borgaralegu flokkanna (Alliansen). Takist það ekki vilji hún sjá samsteypustjórn eins eða fleiri borgaralegu flokkanna og Jafnaðarmannaflokkins. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar 9. september síðastliðinn þar sem rauðgrænu flokkarnir hlutu 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 143. Svíþjóðardemókratar hlutu 62 þingsæti. „Bjóði Löfven mig á til fundar þá mun ég koma, en ég verð með Allianshattinn minn á mér,“ segir Lööf. Löfven hefur talað fyrir því að Jafnaðarmenn myndi stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna.Vill að Kristersson fái umboðið Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segir að hún telji að þingforsetinn eigi að veita Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hún segir borgaralegu flokkana fjóra saman reiðubúna til viðræðna við Löfven. Löfven segist þó ekki hafa áhuga á slíkum viðræðum. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir flokk sinn reiðubúinn að styðja við tveggja flokka stjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata eða þá eins flokks stjórn Moderaterna. Það er þingforseta að veita einhverjum umboð til stjórnarmyndunar eftir viðræður við leiðtoga flokkanna. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi. Nái þingið ekki að samþykkja þann sem þingforseti hefur tilnefnt í fjórum tilraunum skal boða til nýrra kosninga í landinu.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37
Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03