Segir flækjustig Æsustaðarmálsins hátt og þurfti ekki mikið til að illa færi Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2018 12:16 Frá vettvangi í Mosfellsdal í júní. vísir/eyþór Dánarorsök Arnars Jónssonar Aspar var þvinguð köfnunarstaða. Þetta sagði réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz við aðalmeðferð Æsustaðamálsins svokallaða. Sveinn Gestur Tryggvason var dæmdur til sex ára fangelsisvistar í héraði fyrir að hafa orðið Arnar Jónssyni að bana á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra.Sveinn Gestur hefur áfrýjað þeim dómi og hélt fram sakleysi sínu í Landsrétti í morgun. Kuntz fór yfir niðurstöðu sína í Landsrétti en hann sagði eiturefnarannsókn á blóði Arnars hafa leitt í ljós að hann var ölvaður, með hátt magn af Bupropioni og amfetamíni í blóði. Sagði Kuntz að sú blanda gæti ýtt undir æsingaróráð, sem Arnar var haldinn þegar átökin áttu sér stað.Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz. Vísir/VilhelmSú staðreynd að hann var haldinn æsingaróráði, ásamt því að vera örmagna af þreytu, hafi leitt til þess að ekki þurfti mikið átak til að gera það að verkum að hann varð fyrir súrefnisskorti sem leiddi til dauða hans. Áverkar á brjóski sitthvoru megin við skjaldkirtilinn gæfi til kynna að það hefði orðið fyrir þrýstingi, ólíklegt væri að það hefði verið vegna höggs. Sagði Kuntz að það hefði verið mjög ólíklegt að æsingaróráð hefði verið valdur dauða Arnars. Til þess hefði líkamshiti hans þurft að vera um eða yfir 40 gráður en hiti hans var undir 35 gráðum þegar hann kom á sjúkrahús. Kuntz vildi meina að flækjustig málsins væri afar hátt og þurfti að horfa til margra þátta við mat á hvað það var sem dró Arnar til dauða. Átökin hefðu staðið yfir í um sjö mínútur, sem væri byggt á gögnum málsins, þar á meðal símtölum við neyðarlínu og myndskeið, og á þeim tíma hefði Arnar örmagnast og ekki þurft mikið til að valda honum súrefnisleysi. Hann sagði að krufning ein og sér hefði ekki leitt til niðurstöðu hvað það var sem dró Arnar til dauða heldur þurfti að horfa til gagna málsins. Æsingaróráð, sú staðreynd að hann var örmagna og að þrýstingi var beitt á öndunarveg hans leiddi til dauða hans. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Dánarorsök Arnars Jónssonar Aspar var þvinguð köfnunarstaða. Þetta sagði réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz við aðalmeðferð Æsustaðamálsins svokallaða. Sveinn Gestur Tryggvason var dæmdur til sex ára fangelsisvistar í héraði fyrir að hafa orðið Arnar Jónssyni að bana á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra.Sveinn Gestur hefur áfrýjað þeim dómi og hélt fram sakleysi sínu í Landsrétti í morgun. Kuntz fór yfir niðurstöðu sína í Landsrétti en hann sagði eiturefnarannsókn á blóði Arnars hafa leitt í ljós að hann var ölvaður, með hátt magn af Bupropioni og amfetamíni í blóði. Sagði Kuntz að sú blanda gæti ýtt undir æsingaróráð, sem Arnar var haldinn þegar átökin áttu sér stað.Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz. Vísir/VilhelmSú staðreynd að hann var haldinn æsingaróráði, ásamt því að vera örmagna af þreytu, hafi leitt til þess að ekki þurfti mikið átak til að gera það að verkum að hann varð fyrir súrefnisskorti sem leiddi til dauða hans. Áverkar á brjóski sitthvoru megin við skjaldkirtilinn gæfi til kynna að það hefði orðið fyrir þrýstingi, ólíklegt væri að það hefði verið vegna höggs. Sagði Kuntz að það hefði verið mjög ólíklegt að æsingaróráð hefði verið valdur dauða Arnars. Til þess hefði líkamshiti hans þurft að vera um eða yfir 40 gráður en hiti hans var undir 35 gráðum þegar hann kom á sjúkrahús. Kuntz vildi meina að flækjustig málsins væri afar hátt og þurfti að horfa til margra þátta við mat á hvað það var sem dró Arnar til dauða. Átökin hefðu staðið yfir í um sjö mínútur, sem væri byggt á gögnum málsins, þar á meðal símtölum við neyðarlínu og myndskeið, og á þeim tíma hefði Arnar örmagnast og ekki þurft mikið til að valda honum súrefnisleysi. Hann sagði að krufning ein og sér hefði ekki leitt til niðurstöðu hvað það var sem dró Arnar til dauða heldur þurfti að horfa til gagna málsins. Æsingaróráð, sú staðreynd að hann var örmagna og að þrýstingi var beitt á öndunarveg hans leiddi til dauða hans.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira