Helgi Björns orðinn þreyttur á rigningunni: „Allt er gott í hófi“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 29. júní 2018 20:30 Það stefnir í að aldarmet verði senn slegið í sólarleysi í Reykjavík og ekkert útlit fyrir betra veður að mati veðurfræðings. Hitinn hefur hæst náð þrettán gráðum í júní og meira að segja Helgi Björns er orðinn þreyttur á rigningunni. „Mér skilst að við séum að slá einhvers konar aldarmet í sólarleysi í Reykjavík, þannig að það svosem á alveg rétt á sér, þessi umkvörtun um að það hafi lítið sést til sólar og það er ekki að sjá að það sé að breytast neitt á næstunni, ekki hér suðvestantil,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Sól og hiti í nágrannalöndum Ferðir til útlanda seljast nú sem aldrei fyrr, en veður hefur verið með besta móti víða í nágrannalöndum, hitinn hefur kitlað 30 gráður í Osló og varla sést ský á lofti í Kaupmannahöfn og Dublin, svo dæmi séu tekin. „Þetta eru mjög víðáttumiklar og sterkar hæðir bæði yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu og þær beina bara þessum lægðum yfir til okkar, því einhvers staðar verður veðrið að vera,“ segir Elín Björk.Helga finnst rigningin enn góð Aðeins hefur sést til sólar í örfáar klukkustundir í Reykjavík í júní, mikið rignt og hiti hæst náð um þrettán stigum. Í Facebook færslu bendir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á að meira að segja hafi verið hlýrra kuldasumarið fræga 1983. Svo mikil hefur úrkoman og kuldatíðin verið að meira að segja Helga Björns er nóg um.Helgi, finnst þér rigningin ennþá góð?„Já, mér finnst rigningin góð. En, eins og allir góðir hlutir, þá verða þeir að vera í hófi,“ segir Helgi. Því fer þó fjarri að landsmenn allir sitji inni í kulda og úrkomu. Þannig hefur hæst mælst 24 stiga hiti á Egilsstöðum í júní og á Akureyri hafa mælst um 20 gráður. „Það komu held ég ellefu dagar í maí þar sem hitinn var yfir 20 gráðum á austanverðu landinu, og svo hefur verið 18 upp í 22-23 stiga hiti finnst mér meira og minna allan júní líka á þessu svæði,“ segir Elín Björk. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Það stefnir í að aldarmet verði senn slegið í sólarleysi í Reykjavík og ekkert útlit fyrir betra veður að mati veðurfræðings. Hitinn hefur hæst náð þrettán gráðum í júní og meira að segja Helgi Björns er orðinn þreyttur á rigningunni. „Mér skilst að við séum að slá einhvers konar aldarmet í sólarleysi í Reykjavík, þannig að það svosem á alveg rétt á sér, þessi umkvörtun um að það hafi lítið sést til sólar og það er ekki að sjá að það sé að breytast neitt á næstunni, ekki hér suðvestantil,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Sól og hiti í nágrannalöndum Ferðir til útlanda seljast nú sem aldrei fyrr, en veður hefur verið með besta móti víða í nágrannalöndum, hitinn hefur kitlað 30 gráður í Osló og varla sést ský á lofti í Kaupmannahöfn og Dublin, svo dæmi séu tekin. „Þetta eru mjög víðáttumiklar og sterkar hæðir bæði yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu og þær beina bara þessum lægðum yfir til okkar, því einhvers staðar verður veðrið að vera,“ segir Elín Björk.Helga finnst rigningin enn góð Aðeins hefur sést til sólar í örfáar klukkustundir í Reykjavík í júní, mikið rignt og hiti hæst náð um þrettán stigum. Í Facebook færslu bendir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á að meira að segja hafi verið hlýrra kuldasumarið fræga 1983. Svo mikil hefur úrkoman og kuldatíðin verið að meira að segja Helga Björns er nóg um.Helgi, finnst þér rigningin ennþá góð?„Já, mér finnst rigningin góð. En, eins og allir góðir hlutir, þá verða þeir að vera í hófi,“ segir Helgi. Því fer þó fjarri að landsmenn allir sitji inni í kulda og úrkomu. Þannig hefur hæst mælst 24 stiga hiti á Egilsstöðum í júní og á Akureyri hafa mælst um 20 gráður. „Það komu held ég ellefu dagar í maí þar sem hitinn var yfir 20 gráðum á austanverðu landinu, og svo hefur verið 18 upp í 22-23 stiga hiti finnst mér meira og minna allan júní líka á þessu svæði,“ segir Elín Björk.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira