Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. júní 2018 14:00 Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra fagnar því að dómstóllinn taki afstöðu til kærunnar sem fyrst. vísir/ernir „Það er ekki enn að fullu ljóst hvort MDE ætlar að taka málið til meðferðar,“ skrifar Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra á facebook síðu sína í morgun. „Reglur dómstólsins eru þannig að mörgum málum er vísað strax frá dómi en hins vegar er einnig mögulegt að áður en slík ákvörðun er tekin sé gagnaðila málsins gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hluti af slíkri greinargerð getur verið krafa um að málinu verði vísað frá án frekari málflutnings. Slík ákvörðun getur verið íhöndum forseta deildarinnar án aðkomu annarra dómara.“ Tilefnið eru spurningar sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sent íslenskum stjórnvöldum vegna Landsréttarmálsins en dómnum barst kæra vegna málsins fyrir mánuði síðan. Vinnubrögð dómsins eru óvenju hröð og er ástæðan sögð alvarleg réttaróvissa á Íslandi samkvæmt fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Sigríður fagnar því að dómurinn vilji taka hratt á málinu. „Hins vegar er ástæða til að fagna því að dómstóllinn taki sem fyrst afstöðu til kæru sem lýtur að því að skipan landsréttardómara sé andstæð Mannréttindasáttmála Evrópu þrátt fyrir að Hæstiréttur Íslands hafi komist að gagnstæðri niðurstöðu. Þegar skoðaðar eru spurningar sem MDE hefur nú beint til íslenskra stjórnvalda er ljóst að þar er ekkert óeðlilegt á ferðinni enda eru þær í samræmi við málatilbúnað kæranda.“ Spurningarnar sem um ræðir eru í tveimur liðum. Í fyrsta lagi hvernig það samrýmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipan dómara hafi ekki fylgt lagaákvæði um að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dómaragildi en ekki tillögu ráðherra í heild sinni líkt og var gert. Í öðru lagi er spurt um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra um brot ráðherra á lögum við skipan dómara og hvernig það haldist í hendur við niðurstöðu Hæstaréttar frá því í ár þar sem kveðið er á um að dómarar í Landsrétti sitji löglega. Sjá einnig: „Sigríður Andersen braut lög“ og „Hæstiréttur vísar frá kröfu um dómara við Landsrétt“ Sigríður segir að stjórnvöld munu svara dómnum með greinagerð í sumar og vonast hún til að málið hljóti afgreiðslu hjá MDE í haust. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir dóminn staðfesta þá staðreynd að réttaróvissa ríki í landinu.Vísir/Anton Brink Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir Mannréttindadóminn með þessu staðfesta réttaróvissu á Íslandi. „Þessi ákvörðun dómstólsins og hvernig hann rökstyður hana ákveðin staðfeting á þeirri staðreynd sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að halda fram að skipan dómara í Landsrétt skapi réttaróvissu og sé alvarleg“ Hún segir það ánægjulegt að dómstóllinn hafi forgangsraðað málinu þannig að hægt væri að eyða réttaróvissu á Íslandi sem fyrst. hinsvegar séu aðrir þættir sem séu áhyggjuefni til að mynda ef að dómurinn verði fordæmisgefandi fyrir önnur ríki. „Það væri mjög sorglegt mál ef að Ísland væri fordæmi fyrir því hvernig eigi ekki að skipa dómara.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Það er ekki enn að fullu ljóst hvort MDE ætlar að taka málið til meðferðar,“ skrifar Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra á facebook síðu sína í morgun. „Reglur dómstólsins eru þannig að mörgum málum er vísað strax frá dómi en hins vegar er einnig mögulegt að áður en slík ákvörðun er tekin sé gagnaðila málsins gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hluti af slíkri greinargerð getur verið krafa um að málinu verði vísað frá án frekari málflutnings. Slík ákvörðun getur verið íhöndum forseta deildarinnar án aðkomu annarra dómara.“ Tilefnið eru spurningar sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sent íslenskum stjórnvöldum vegna Landsréttarmálsins en dómnum barst kæra vegna málsins fyrir mánuði síðan. Vinnubrögð dómsins eru óvenju hröð og er ástæðan sögð alvarleg réttaróvissa á Íslandi samkvæmt fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Sigríður fagnar því að dómurinn vilji taka hratt á málinu. „Hins vegar er ástæða til að fagna því að dómstóllinn taki sem fyrst afstöðu til kæru sem lýtur að því að skipan landsréttardómara sé andstæð Mannréttindasáttmála Evrópu þrátt fyrir að Hæstiréttur Íslands hafi komist að gagnstæðri niðurstöðu. Þegar skoðaðar eru spurningar sem MDE hefur nú beint til íslenskra stjórnvalda er ljóst að þar er ekkert óeðlilegt á ferðinni enda eru þær í samræmi við málatilbúnað kæranda.“ Spurningarnar sem um ræðir eru í tveimur liðum. Í fyrsta lagi hvernig það samrýmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipan dómara hafi ekki fylgt lagaákvæði um að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dómaragildi en ekki tillögu ráðherra í heild sinni líkt og var gert. Í öðru lagi er spurt um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra um brot ráðherra á lögum við skipan dómara og hvernig það haldist í hendur við niðurstöðu Hæstaréttar frá því í ár þar sem kveðið er á um að dómarar í Landsrétti sitji löglega. Sjá einnig: „Sigríður Andersen braut lög“ og „Hæstiréttur vísar frá kröfu um dómara við Landsrétt“ Sigríður segir að stjórnvöld munu svara dómnum með greinagerð í sumar og vonast hún til að málið hljóti afgreiðslu hjá MDE í haust. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir dóminn staðfesta þá staðreynd að réttaróvissa ríki í landinu.Vísir/Anton Brink Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir Mannréttindadóminn með þessu staðfesta réttaróvissu á Íslandi. „Þessi ákvörðun dómstólsins og hvernig hann rökstyður hana ákveðin staðfeting á þeirri staðreynd sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að halda fram að skipan dómara í Landsrétt skapi réttaróvissu og sé alvarleg“ Hún segir það ánægjulegt að dómstóllinn hafi forgangsraðað málinu þannig að hægt væri að eyða réttaróvissu á Íslandi sem fyrst. hinsvegar séu aðrir þættir sem séu áhyggjuefni til að mynda ef að dómurinn verði fordæmisgefandi fyrir önnur ríki. „Það væri mjög sorglegt mál ef að Ísland væri fordæmi fyrir því hvernig eigi ekki að skipa dómara.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira