Þrælalán á Íslandi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. júní 2018 09:37 Fasteignalán á Íslandi, vaxtakjör þeirra og verðtrygging er mörgum ráðgáta, ekki síst ferðalöngum frá þróuðum og siðuðum þjóðum. Það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem býr við þróaðan fasteignamarkað og stöðug vaxtakjör hvernig lánveitendur á Íslandi hafa öll spil a hendi gagnvart lántakendum. Það er heldur ekki hægt að útskýra fyrir sama fólki hvernig lán heimila og fyrirtækja hækka um milljarðatugi á ári þegar verðbólga er lág og stöðug og sömu milljarðatugir flæða úr vösum heimila og fyrirtækja í hirzlur fjármálastofnana. Góður félagi minn rekur ferðaþjónustu og tekur á móti gestum hvaðanæva að. Hann á góðar samræður við marga þeirra og reynir eftir getu að upplýsa gesti sína um hvaðeina sem snertir Ísland og Íslendinga. Nýverið bar að garði hjá honum svissneskan hagfræðing sem var forvitinn um samskipti Íslendinga og fjármálakerfisins. Félagi minn reyndi að útskýra fyrir gestinum frá Sviss hvernig lánakjörum húsnæðiskaupenda er háttað. Gesturinn spurði: „Borgið þið semsagt verðbætur ofan á vexti sem eru 3-5%?“ Svarið var að sjálfsögðu já. „Og þið borgið höfuðstól 40 ára húsnæðisláns u.þ.b. fjórum sinnum á lánstímanum?“ Svarið var einnig já. „Og fjármálastofnunin tekur enga áhættu. Áhættan er öll hjá lántaka?“ spurði svissneski gesturinn. Svarið var enn já. „En þetta eru þrælalán“ sagði sá svissneski. „Þeir sem búa við slík lánakjör eru þrælar lánveitendanna.“ Félagi minn gat ekki þrætt fyrir það. „Ef svona kjör byðust í Sviss yrðu uppþot á götum úti“ sagði gesturinn. Ekki gat félagi minn þrætt fyrir það. Næst barst talið að vaxtakjörum og ég vitna orðrétt í frásögn félaga míns: Eftir að hann hafði áttað sig á verðtryggðum lánum til almennings hér, sem hann kallaði „Slave loans“ þá fór hann að velta fyrir sér vöxtum og vaxtastigi hér. Þá hófst kafli tvö í að gera manninn enn þá meir undrandi. „Stýrivextir 5%?“ og hann gapti af undrun. Það gat hann engan vegin skilið eftir að ég hafði útskýrt fyrir honum hver verðbólgan væri og það sérstaklega að það væri verðhjöðnun án húsnæðisliðar neysluverðs vísitölunnar. „Í Sviss væru stýrivextir í mínus og yrðu í svona aðstæðum.“ Þá komum við inn á tilgang stýrivaxta og stýringu gagnvart verðbólgu. Hann gat engan vegið séð hvernig stýrivextir eiga að virka á verðtryggðu lánin (Við vorum 100% sammála um að þeir gera það ekki) Þá leiddist talið út í hvernig þetta hefur áhrif á gengið og hvernig það hefur styrkst gríðarlega eftir stýrivaxtahækkunina haustið 2015. Hann sagði þá „En fjármagn hlýtur að leita í þennan gríðarlega vaxtamun, það fæst hvergi svona há og örugg ávöxtun?“ Mitt svar var einfaldlega „Já að sjálfsögðu leitar fjármagn í þetta“ „Og þið borgið bara með bros á vör sagði hann þá og glotti“ (árlega miljarðatuga færsla frá heimilum og fyrirtækjum til fjármagnseigenda) því næst sagði hann „Og styrkja menn gengið til að halda niðri verðbólgu sem er ekki til í raun og drepa um leið tekjuöflunina“ Í stuttu máli þá sagði hann þetta er ekki í lagi að neinu leiti og við vorum algerlega sammála um það. Algjört vaxtaokur, þrælalán og tekjuöflun drepin... „Til hvers er eiginlega þessi Seðlabanki ykkar, það gengur aldrei svona að reka þjóðfélag svo að hlutirnir virki“ voru síðustu orða hans um leið og við kvöddumst. Nei það er nú heila málið - Svona getur rekstur þjóðfélags og heimila aldrei gengið Svo mörg voru þau orð. Greinarhöfundur reyndi sjálfur nýlega að útskýra sömu hluti fyrir Finna sem hann hitti á fundi en Finnar hafa upplifað þó nokkrar hremmingar í efnahagsmálum undanfarin tuttugu ár eða svo. Það var að sjálfsögðu ekki nokkur vegur að útskýra þetta ástand fyrir viðkomandi. Spurningin sem íslenskir stjórmálamenn þurfa að spyrja sig er hinsvegar þessi: „Hvernig getum við fengið ungt fólk til að setjast að á Íslandi við þessar aðstæður? Sá tími er skammt undan að við verðum spurð: Hvers vegna í ósköpunum eru þið ekki búin að breyta þessu?“ Svari nú hver fyrir sig.Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Fasteignalán á Íslandi, vaxtakjör þeirra og verðtrygging er mörgum ráðgáta, ekki síst ferðalöngum frá þróuðum og siðuðum þjóðum. Það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem býr við þróaðan fasteignamarkað og stöðug vaxtakjör hvernig lánveitendur á Íslandi hafa öll spil a hendi gagnvart lántakendum. Það er heldur ekki hægt að útskýra fyrir sama fólki hvernig lán heimila og fyrirtækja hækka um milljarðatugi á ári þegar verðbólga er lág og stöðug og sömu milljarðatugir flæða úr vösum heimila og fyrirtækja í hirzlur fjármálastofnana. Góður félagi minn rekur ferðaþjónustu og tekur á móti gestum hvaðanæva að. Hann á góðar samræður við marga þeirra og reynir eftir getu að upplýsa gesti sína um hvaðeina sem snertir Ísland og Íslendinga. Nýverið bar að garði hjá honum svissneskan hagfræðing sem var forvitinn um samskipti Íslendinga og fjármálakerfisins. Félagi minn reyndi að útskýra fyrir gestinum frá Sviss hvernig lánakjörum húsnæðiskaupenda er háttað. Gesturinn spurði: „Borgið þið semsagt verðbætur ofan á vexti sem eru 3-5%?“ Svarið var að sjálfsögðu já. „Og þið borgið höfuðstól 40 ára húsnæðisláns u.þ.b. fjórum sinnum á lánstímanum?“ Svarið var einnig já. „Og fjármálastofnunin tekur enga áhættu. Áhættan er öll hjá lántaka?“ spurði svissneski gesturinn. Svarið var enn já. „En þetta eru þrælalán“ sagði sá svissneski. „Þeir sem búa við slík lánakjör eru þrælar lánveitendanna.“ Félagi minn gat ekki þrætt fyrir það. „Ef svona kjör byðust í Sviss yrðu uppþot á götum úti“ sagði gesturinn. Ekki gat félagi minn þrætt fyrir það. Næst barst talið að vaxtakjörum og ég vitna orðrétt í frásögn félaga míns: Eftir að hann hafði áttað sig á verðtryggðum lánum til almennings hér, sem hann kallaði „Slave loans“ þá fór hann að velta fyrir sér vöxtum og vaxtastigi hér. Þá hófst kafli tvö í að gera manninn enn þá meir undrandi. „Stýrivextir 5%?“ og hann gapti af undrun. Það gat hann engan vegin skilið eftir að ég hafði útskýrt fyrir honum hver verðbólgan væri og það sérstaklega að það væri verðhjöðnun án húsnæðisliðar neysluverðs vísitölunnar. „Í Sviss væru stýrivextir í mínus og yrðu í svona aðstæðum.“ Þá komum við inn á tilgang stýrivaxta og stýringu gagnvart verðbólgu. Hann gat engan vegið séð hvernig stýrivextir eiga að virka á verðtryggðu lánin (Við vorum 100% sammála um að þeir gera það ekki) Þá leiddist talið út í hvernig þetta hefur áhrif á gengið og hvernig það hefur styrkst gríðarlega eftir stýrivaxtahækkunina haustið 2015. Hann sagði þá „En fjármagn hlýtur að leita í þennan gríðarlega vaxtamun, það fæst hvergi svona há og örugg ávöxtun?“ Mitt svar var einfaldlega „Já að sjálfsögðu leitar fjármagn í þetta“ „Og þið borgið bara með bros á vör sagði hann þá og glotti“ (árlega miljarðatuga færsla frá heimilum og fyrirtækjum til fjármagnseigenda) því næst sagði hann „Og styrkja menn gengið til að halda niðri verðbólgu sem er ekki til í raun og drepa um leið tekjuöflunina“ Í stuttu máli þá sagði hann þetta er ekki í lagi að neinu leiti og við vorum algerlega sammála um það. Algjört vaxtaokur, þrælalán og tekjuöflun drepin... „Til hvers er eiginlega þessi Seðlabanki ykkar, það gengur aldrei svona að reka þjóðfélag svo að hlutirnir virki“ voru síðustu orða hans um leið og við kvöddumst. Nei það er nú heila málið - Svona getur rekstur þjóðfélags og heimila aldrei gengið Svo mörg voru þau orð. Greinarhöfundur reyndi sjálfur nýlega að útskýra sömu hluti fyrir Finna sem hann hitti á fundi en Finnar hafa upplifað þó nokkrar hremmingar í efnahagsmálum undanfarin tuttugu ár eða svo. Það var að sjálfsögðu ekki nokkur vegur að útskýra þetta ástand fyrir viðkomandi. Spurningin sem íslenskir stjórmálamenn þurfa að spyrja sig er hinsvegar þessi: „Hvernig getum við fengið ungt fólk til að setjast að á Íslandi við þessar aðstæður? Sá tími er skammt undan að við verðum spurð: Hvers vegna í ósköpunum eru þið ekki búin að breyta þessu?“ Svari nú hver fyrir sig.Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar