Tónlist

Sakaður um að stela af Marvin Gaye og krafinn um tíu milljarða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ed Sheeran er krafinn um nokkuð háa fjárhæð.
Ed Sheeran er krafinn um nokkuð háa fjárhæð. Vísir/Getty
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hefur verið krafinn um 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10 milljarða íslenskra króna, fyrir brot á höfundarréttarlögum.

Sheeran er sakaður um að nota hluta úr lagi söngvarans Marvins Gaye, Let’s Get It On, í lagi sínu Thinking Out Loud. Hið fyrrnefnda kom út árið 1973 en hið síðarnefnda árið 2014.

Fyrirtækið Structured Asset Sales, sem á höfundarréttinn á fjölda laga úr smiðju Gaye og þar af þriðjapart höfundarréttar Let’s Get It On, stendur að lögsókninni. Fyrirtækið heldur því fram að Sheeran hafi tekið laglínu, takt, hljóma, trommur, bassalínu og fleira beint úr slagara Gaye, sem heyra má í spilaranum hér að neðan. Thinking Out Loud má svo hlýða á neðst í fréttinni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sheeran er sakaður um að hafa sótt sér óeðlilega mikinn innblástur í lagið Let’s Get It On er hann samdi Thinking Out Loud. Árið 2016 krafðist fjölskylda Eds Townsends, sem samdi lagið ásamt Gaye, skaðabóta vegna líkinda milli laganna. Ekki er vitað til þess að það mál hafi verið leitt til lykta.




Tengdar fréttir

Ed Sheeran trúlofaður

Sheeran og unnusta hans, Cherry Seaborn, eru að eigin sögn mjög hamingjusöm og ástfangin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×