„Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. júní 2018 11:30 Á þeim 20 mánuðum síðan Sonja Einarsdóttir sótti um skilnað hefur hann verið dæmdur fyrir ofbeldið og fengið á sig fimm nálgunarbönn. Stöð 2 „Mælirinn var bara fullur“ segir Sonja Einarsdóttir um kvöldið sem hún fékk nóg af heimilisofbeldinu, sem hafði þá stigmagnast. Hún fór með börnin sín í Kvennaathvarfið það kvöld og fann þar kjarkinn til að hringja í sýslumann og biðja um skilnað. „Þetta kvöld var það versta sem ég hafði upplifað.“Enginn vafi Sonja var gift manninum í 18 ár en skilnaðarferlið hefur verið langt og erfitt og gagnrýnir hún kerfið harðlega fyrir ferlið í málum þolenda heimilisofbeldis. Núna 20 mánuðum seinna er hún komin með lögskilnað en skiptunum er enn ekki lokið. Sonja segir að það sé erfitt að kerfið meti allar aðstæður eins, skilnaðarferli sé eins hjá öllum, líka þegar um er að ræða skilnað við ofbeldismann eins og í hennar tilfelli. „Það er enginn vafi á því af því að hann fékk dóm fyrir þetta ofbeldi. Á þessum 20 mánuðum hefur hann líka fengið fimm nálgunarbönn og hann hefur sent mér hátt í 300 tölvupósta sem eru alveg frá því að vera ástarjátningar yfir í hótanir, beinar hótanir. Hann hefur tvisvar sinnum komið og rifið bílnúmerið af bílnum mínum. Þannig að það liggur enginn vafi á því um hvernig mál er að ræða. Þetta mál gæti ekki verið einfaldara í raun þó að kerfið sé flókið.“ Skilnaðarferlið hefur verið mjög dýrt fjárhagslega fyrir Sonju og hún veit ekkert hvenær þessu mun ljúka. Hennar ósk er að fá að byrja upp á nýtt og losna við allar áhyggjurnar og áreitið. „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi.“Erfitt að breyta lögheimilinu Hún segir að kerfið viðhaldi ofbeldinu því maðurinn tefji stöðugt ferlið og komist upp með það. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir átta til níu fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja gagnrýnir líka hversu erfitt það er að breyta skráningunni þannig að maðurinn væri ekki lengur með lögheimili á hennar heimili. Hún sótti um skilnað í byrjun október árið 2016 og fékk skilnað í október ári síðar en hann var þá enn með lögheimili skráð hjá henni. „Ég þurfti að tala við þjóðskrá og það tók tvo mánuði að afskrá hann af lögheimilinu mínu.“ Alls staðar sem hún sótti eftir aðstoð eða hjálp þurfti hún að fara yfir hóla og í gegnum lykkjur, leiðin var aldrei bein. Sonja er ein þeirra sem heldur erindi á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda sem fer fram í dag. Þar mun hún ræða sína reynslu og segir mikilvægt að ræða þessi mál. Sýnt verður frá ráðstefnunni í beinni hér á Vísi og erindi Sonju hefst klukkan 15:05. „Það þarf að tala um kerfið sem tekur við manni.“Ítarlegt viðtal við Sonju má finna í spilaranum hér að neðan. MeToo Tengdar fréttir 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
„Mælirinn var bara fullur“ segir Sonja Einarsdóttir um kvöldið sem hún fékk nóg af heimilisofbeldinu, sem hafði þá stigmagnast. Hún fór með börnin sín í Kvennaathvarfið það kvöld og fann þar kjarkinn til að hringja í sýslumann og biðja um skilnað. „Þetta kvöld var það versta sem ég hafði upplifað.“Enginn vafi Sonja var gift manninum í 18 ár en skilnaðarferlið hefur verið langt og erfitt og gagnrýnir hún kerfið harðlega fyrir ferlið í málum þolenda heimilisofbeldis. Núna 20 mánuðum seinna er hún komin með lögskilnað en skiptunum er enn ekki lokið. Sonja segir að það sé erfitt að kerfið meti allar aðstæður eins, skilnaðarferli sé eins hjá öllum, líka þegar um er að ræða skilnað við ofbeldismann eins og í hennar tilfelli. „Það er enginn vafi á því af því að hann fékk dóm fyrir þetta ofbeldi. Á þessum 20 mánuðum hefur hann líka fengið fimm nálgunarbönn og hann hefur sent mér hátt í 300 tölvupósta sem eru alveg frá því að vera ástarjátningar yfir í hótanir, beinar hótanir. Hann hefur tvisvar sinnum komið og rifið bílnúmerið af bílnum mínum. Þannig að það liggur enginn vafi á því um hvernig mál er að ræða. Þetta mál gæti ekki verið einfaldara í raun þó að kerfið sé flókið.“ Skilnaðarferlið hefur verið mjög dýrt fjárhagslega fyrir Sonju og hún veit ekkert hvenær þessu mun ljúka. Hennar ósk er að fá að byrja upp á nýtt og losna við allar áhyggjurnar og áreitið. „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi.“Erfitt að breyta lögheimilinu Hún segir að kerfið viðhaldi ofbeldinu því maðurinn tefji stöðugt ferlið og komist upp með það. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir átta til níu fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja gagnrýnir líka hversu erfitt það er að breyta skráningunni þannig að maðurinn væri ekki lengur með lögheimili á hennar heimili. Hún sótti um skilnað í byrjun október árið 2016 og fékk skilnað í október ári síðar en hann var þá enn með lögheimili skráð hjá henni. „Ég þurfti að tala við þjóðskrá og það tók tvo mánuði að afskrá hann af lögheimilinu mínu.“ Alls staðar sem hún sótti eftir aðstoð eða hjálp þurfti hún að fara yfir hóla og í gegnum lykkjur, leiðin var aldrei bein. Sonja er ein þeirra sem heldur erindi á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda sem fer fram í dag. Þar mun hún ræða sína reynslu og segir mikilvægt að ræða þessi mál. Sýnt verður frá ráðstefnunni í beinni hér á Vísi og erindi Sonju hefst klukkan 15:05. „Það þarf að tala um kerfið sem tekur við manni.“Ítarlegt viðtal við Sonju má finna í spilaranum hér að neðan.
MeToo Tengdar fréttir 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00
Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15