Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2018 12:00 Heather Nauert, talskona Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Vísir/GETTY Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. Richard Grenell, sem skipaður var í embætti sitt af Donald Trump, forseta, í maí, sagði í viðtali við Breitbart nýverið að hann vildi efla hægri sinnaðar andófshreyfingar í Þýskalandi og í Evrópu. Ummæli hans féllu í grýttan jarðveg í Þýskalandi og hafa yfirvöld þar beðið ríkisstjórn Bandaríkjanna um að útskýra ummælin. Þá hafa þýskir þingmenn kallað eftir því að honum verði vikið úr starfi. Heather Nauert, talskona Utanríkisráðuneytisins, segir þó að sendiherrar hafi rétt á því að tjá skoðanir sínar. „Höfum við, sem Bandaríkjamenn, ekki rétt til málfrelsis?“ er haft eftir henni á vef Reuters.Í áðurnefndu viðtali sagði Grenell að hann vildi „algerlega efla aðra íhaldsmenn í Evrópu, aðra leiðtoga. Ég held að undiralda íhaldsstefna sé að ná fótfestu vegna misheppnaðra stefnumála vinstrisins.Þá sagði hann þetta vera spennandi tíma fyrir sig sjálfan.Sjá einnig: Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í EvrópuGrenell sagði á Twitter að hann ætlaði sér ekki að styðja ákveðin stjórnmálaöfl í Evrópu. Hann stæði þó við það ummæli sín að hinn þögli meirihluti, sem hafnaði elítum og þeim bólum sem þeir lifa í, væri að vakna til lífsins í Evrópu og sagði hann að Donald Trump leiddi þann þögla meirihluta.Þegar Nauert var spurð hvort það væri stefna Utanríkisráðuneytisins að hygla máltað tiltekinna stjórnmálaflokka segði hún sendiherra mega tjá skoðanir sínar og þeir væru fulltrúar Hvíta hússins. Þá vísaði hún til tísts Grenell og sagði hann eingöngu hafa verið að benda á að tilteknum hreyfingum væri að ganga vel í Evrópu. Andreas Nick, háttsettur þýskur þingmaður í flokki Angelu Merkel, sagði Deutsche Welle að orð Grenell minntu á umræðuna í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar og sagði að Grenell þyrfti að endurskoða hlutverk sitt sem sendiherra.Nick var spurður hvort að Þýskaland ætti að vísa Grenell á brott en hann vildi ekki taka svo djúpt í árina. Það væri yfirvalda Bandaríkjanna að tilnefna sendiherra en Grenell ætti á hættu að verða algerlega áhrifalaus í Þýskalandi ef hann breytti ekki hegðun sinni. „Ef hann er ekki hér til að vera hefðbundinn sendiherra heldur til þess að vera almannatengill hins hægrisins, munum við eiga í vandræðum,“ sagði Nick. Bandaríkin Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. Richard Grenell, sem skipaður var í embætti sitt af Donald Trump, forseta, í maí, sagði í viðtali við Breitbart nýverið að hann vildi efla hægri sinnaðar andófshreyfingar í Þýskalandi og í Evrópu. Ummæli hans féllu í grýttan jarðveg í Þýskalandi og hafa yfirvöld þar beðið ríkisstjórn Bandaríkjanna um að útskýra ummælin. Þá hafa þýskir þingmenn kallað eftir því að honum verði vikið úr starfi. Heather Nauert, talskona Utanríkisráðuneytisins, segir þó að sendiherrar hafi rétt á því að tjá skoðanir sínar. „Höfum við, sem Bandaríkjamenn, ekki rétt til málfrelsis?“ er haft eftir henni á vef Reuters.Í áðurnefndu viðtali sagði Grenell að hann vildi „algerlega efla aðra íhaldsmenn í Evrópu, aðra leiðtoga. Ég held að undiralda íhaldsstefna sé að ná fótfestu vegna misheppnaðra stefnumála vinstrisins.Þá sagði hann þetta vera spennandi tíma fyrir sig sjálfan.Sjá einnig: Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í EvrópuGrenell sagði á Twitter að hann ætlaði sér ekki að styðja ákveðin stjórnmálaöfl í Evrópu. Hann stæði þó við það ummæli sín að hinn þögli meirihluti, sem hafnaði elítum og þeim bólum sem þeir lifa í, væri að vakna til lífsins í Evrópu og sagði hann að Donald Trump leiddi þann þögla meirihluta.Þegar Nauert var spurð hvort það væri stefna Utanríkisráðuneytisins að hygla máltað tiltekinna stjórnmálaflokka segði hún sendiherra mega tjá skoðanir sínar og þeir væru fulltrúar Hvíta hússins. Þá vísaði hún til tísts Grenell og sagði hann eingöngu hafa verið að benda á að tilteknum hreyfingum væri að ganga vel í Evrópu. Andreas Nick, háttsettur þýskur þingmaður í flokki Angelu Merkel, sagði Deutsche Welle að orð Grenell minntu á umræðuna í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar og sagði að Grenell þyrfti að endurskoða hlutverk sitt sem sendiherra.Nick var spurður hvort að Þýskaland ætti að vísa Grenell á brott en hann vildi ekki taka svo djúpt í árina. Það væri yfirvalda Bandaríkjanna að tilnefna sendiherra en Grenell ætti á hættu að verða algerlega áhrifalaus í Þýskalandi ef hann breytti ekki hegðun sinni. „Ef hann er ekki hér til að vera hefðbundinn sendiherra heldur til þess að vera almannatengill hins hægrisins, munum við eiga í vandræðum,“ sagði Nick.
Bandaríkin Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira